Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Side 83
81
en Búnaðarfélag íslands mun hafa fengið öll gögn í hendur, og er í ráði
að byrta niðurstöður þessara tilrauna.
Búnaðaisamband Austurlands hefur unnið mikið brautryðjandastarf
í tilraunamálum Austurlands, og á þakkir skilið fyrir þann áhuga, senr
forráðamenn þess hafa sýnt í þessum málum. Búnaðarsamband Austur-
lands er eina búnaðarsamband landsins, sem tekið hefur jarðræktartil-
raunir upp 1 storfsemi sína, sem máli skipta.
b. Aðdragandi að stofnun.
í greininni um skipulag tilraunastarfsenrinnar er vikið að undirbún-
ingi laga Nr. 64/’40, um rannsóknir og tilraunir í þágu landbúnaðar-
ins, og skal ekki endurtekið hér.
í lögum þessum er ákveðið að stofna skuli tilraunastöð á Austur-
landi.
Á tilraunaráðsfundi í marz 1942 er ákveðið að láta fara fram athugun
austan lands unr val á jörð fyrir tilraunastöð.
Um suinarið 1942 fór þessi athugun fram í samráði við Búnaðarsam-
band Austurlands. Var það álit þeirra, er þarna áttu hlut að máli, að
þrjár jarðir gætu komið til greina, en jarðir þessar voru: Hafursá, Mjóa-
nes og Eyjólfsstaðir, allar í Vallahreppi á Fljótsdalshéraði.
í októbei 1942 er einróma samþykkt á tilraunaráðsfundi, að velja
jörðina Hafnrsá sem fyrirhugaða tilraunastöð fyrir Austurland. Er nú
landbúnaðarráðuneytinu skrifað og lagt til að jörð þessi verði keypt,
svo hægt verði að hefja þar tilraunastarfsemi hið fyrsta.
í marz 1943 endurnýjar Tilraunaráð tillögur sínar um að fá sam-
þykki ráðuneytisins til kaupa á Hafursá, og jafnframt að sjá um, að veitt
verði fé á fjárlögum í þessu skyni.
1944 fær Tilraunaráð umráð yfir Hafursá, en engar greiðslur eru
tryggðar úr ríkissjóði.
Frá fardögum 1944 er l/2 jörðin byggð Sigurbirni Péturssyni til
5 ára og hinn helmingurinn leigður honum þar til tilraunastarfsemi gæti
hafizt, eða til eins árs í senn.
Á tiiraunaráðsfundi í nóvember 1945 er ákveðið að ganga frá skipu-
lagi varðandi Hafursá á þeim vetri og fá Teiknistofu landbúnaðarins
til að gera teikningar af íbúðarhúsi og útihúsum.
Sumarið 1946 er allt land Hafursár mælt og síðar kortlagt, og um
haustið vai byrjað á nokkurri jarðvinnslu, með það fyrir augum að hefja
rekstur tilraunastöðvar á næsta vori.
Sigurðui Elíasson, síðar tilraunastjóri á Reykhólum, hafði með hönd-
um umsjón á þessum undirbúningi, og var í ráði að hann tæki við
Hafursá, en það breyttist í þá átt, að hann tók við Reykhólum.
6