Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Page 84
82
Um veturinn 1947 ræður Tilraunaráð Jónas Pétursson, búfræðing, frá
Hranastöðum í Eyjafirði, til að sjá um framkvæmdir sumarið 1947.
í maí tekur svo Jónas við stjórn á undirbúningsframkvæmdum, og
er einkum unnið að ræktun þetta sumar, en engar tilraunir gerðar.
Um veturinn 1948 er Jónas ráðinn sem tilraunastjóri að Hafursá.
Má þar með telja, að lokið sé undirbúningi að stofnun tilraunastöðvar
á Austurlandi.
2. Greinargerð um starfsemina á Hafursá 1947—1949.
a. Helztu framkvœmdir í jarðrœkt og byggingum.
Vorið 1947 var unnið land til korn- og garðræktar, um 1 ha. Byggi
var sáð í um 8000 m2 6. og 7. júní. Kartöflum og rófum var sáð í um
2000 m2.
Byggið náði mjög sæmilegum þroska, og var slegið síðast í september.
Um sumarið var keyptur herskáli á Seyðisfirði og hann fluttur að
Hafursá og settur þar upp um haustið. Var steyptur undir hann meters
veggur og einnig steypt í hann gólf.
Þá var einnig unnið að byggingu kartöflu-
geymslu fyrir um 300 tunnur. Hvorugri þess-
ari byggingu var þó lokið til fulls.
Lítið eitt var unnið að framræslu, og einnig
var plægt og herfað mólendi um 2.2 ha.
Um sumarið var Snorri Guðmundsson,
byggingameistari á Akureyri, fenginn austur
til að athuga staðsetningu útihúsa og íbúðar-
húss.
Eg hætti störfum á Hafursá um mánaða-
mótin nóvember og desember 1947, en tók svo
aftur við starfi þar sem tilraunastjóri í apríl
árið 1948.
Enginn bústofn var keyptur þetta ár, og
var því enginn starfandi maður veturinn 1947—1948 á vegum Tilrauna-
stöðvarinnar.
Vorið 1948 var unnið að jarðrækt og sáð byggi í rúma 2 ha, gulrófum
í 1.4 ha og kartöflum í 0.9 ha. Þá var ennfremur sáð lítilsháttar af græn-
meti, svo sem grænkáli, hvítkáli, blómkáli o. fl.
Gerð var um 1100 m löng girðing, m. a. vegna flutnnigs á þjóðvegi
úr Hafursártúni að Lagarfljóti,
Jónas Pétursson.