Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Side 88

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Side 88
86 að norðvestanverðu í dalnum, skammt innan við botn Lagarins, og á liún land að Jökulsá í Fljótsdal, sem rennur NA eftir dalnum og fyrir austan land Skriðu. Að norðan Hggja lönd Bessastaða og Hamborgar að iandi Skriðu. Engin almennileg hús fylgdu jörðinni, nema íbúðarhúsið, sem er rúmir 300 m2. Fjárhús og hlöður eru öll mjög léleg. Fjósið, sem er rnest úr timbri, er einnig ófullkomið. Girðingar voru bæði litlar eða allsengar. Bærinn stendur á hjalla undir um 680 m hárri fjalishlíð, sem er brött og lögð kiettabeltum og hjöllum, einkennilega reglulegum. Er skýlt mjög á þessum hjöllum, einkum í norðaustan- og norðanátt, og snjólítið að jafnaði. Meðfram Jökulsá, sem rennur eftir Fljótsdal, er undirlendi, sem er mjög flatt og gott engja og beitiland. Er undirlendið þvínær allt norð- vestan jökulsár og kallað „Nes“ undan hverri jörð. Skriða á mikið og gott „Nes“. Liggur nokkur hluti þess það lágt, að Jökulsá flæðir upp á það í miklum vöxtum, — en meiri hluti þess er mjög gott ræktunarland. Samkvæmt mælingum Ásgeirs L. Jónssonar, er iandstærð Skriðu, neðan þjóðvegar, þó að meðtalinni svonefndri „Hantó“, sem er beitarhúsatún rétt ofan þjóðvegar, tæpir 250 hektarar. Meginhluti þess er ræktanlegt land, og mest af því mjög grasgefið. Á fjallsbrúninni, ofan við Skriðuklaustur, tekur Fljótsdalsheiðin við og nær alla leið vestur undir Jökulsá á Dal. Fylgir þannig Skriðu víð- áttumikið og allgott afréttarland, og er svonefndur Rani, sem afmarkast við Jökulsá á Dal að vestan en Eyvindará að austan, sérstaklega kjarn- gott og mikið land. Fer saman á Skriðu mikil ræktunar- og heyskapar- skilyrði og mikið sumarbeitiland. Sauðfjárbússkilyrði eru því mjög góð. Veðrátta í Fljótsdal er í miidasta lagi, sem hún er hérlendis. Sérstak- lega er snjólétt á vetrum. Garðyrkjuskilyrði eru góð og kornræktarskil- yrði sennifega einhver þau beztu hér austan iands. Vegarsamband er ekki gott. Þjóðvegur liggur að vísu rétt við bæinn og sæmilega góður að sumri. En vegalengdin er rösklega 40 km frá Egils- stöðum, sem er miðstöð samgangna og verzlunar á Fljótsdalshéraði. Þótt snjóalög séu mikil að vetri, teppist vegurinn fljótt af snjó. Hann er víða aðeins „ruddur“ og lítið upphleyptur, og liggur víða í ásajöðrum og lægð- um, þar sem strax fyllist af snjó. En með komu Jökulsárbrúarinnar nýju, milli Valþjófsstaðar og Skriðu og vegallagningu að lienni í framhaldi af veginum inn Veili og Skóga, batnar vegasambandið að vetrinum að mun, þar sem snjóalög eru mjög oft nokkuð misjöfn sitt hvoru megin Lagar- ins. Frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar eru svo 35 kílómetrar, en Reyðar- fjörður er aðalverzlunarstaðurinn. Þaðan og þangað eru allir þungavöru- flutningar. En þessi vegalengd, með ótryggu vegasambandi þegar hausta og vetra tekur, er verulegur ókostur í sambandi við framleiðslu kartaflna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.