Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Side 88
86
að norðvestanverðu í dalnum, skammt innan við botn Lagarins, og á
liún land að Jökulsá í Fljótsdal, sem rennur NA eftir dalnum og fyrir
austan land Skriðu. Að norðan Hggja lönd Bessastaða og Hamborgar að
iandi Skriðu.
Engin almennileg hús fylgdu jörðinni, nema íbúðarhúsið, sem er
rúmir 300 m2. Fjárhús og hlöður eru öll mjög léleg. Fjósið, sem er rnest
úr timbri, er einnig ófullkomið. Girðingar voru bæði litlar eða allsengar.
Bærinn stendur á hjalla undir um 680 m hárri fjalishlíð, sem er brött
og lögð kiettabeltum og hjöllum, einkennilega reglulegum. Er skýlt mjög
á þessum hjöllum, einkum í norðaustan- og norðanátt, og snjólítið að
jafnaði. Meðfram Jökulsá, sem rennur eftir Fljótsdal, er undirlendi, sem
er mjög flatt og gott engja og beitiland. Er undirlendið þvínær allt norð-
vestan jökulsár og kallað „Nes“ undan hverri jörð. Skriða á mikið og
gott „Nes“. Liggur nokkur hluti þess það lágt, að Jökulsá flæðir upp á
það í miklum vöxtum, — en meiri hluti þess er mjög gott ræktunarland.
Samkvæmt mælingum Ásgeirs L. Jónssonar, er iandstærð Skriðu, neðan
þjóðvegar, þó að meðtalinni svonefndri „Hantó“, sem er beitarhúsatún
rétt ofan þjóðvegar, tæpir 250 hektarar. Meginhluti þess er ræktanlegt
land, og mest af því mjög grasgefið.
Á fjallsbrúninni, ofan við Skriðuklaustur, tekur Fljótsdalsheiðin við
og nær alla leið vestur undir Jökulsá á Dal. Fylgir þannig Skriðu víð-
áttumikið og allgott afréttarland, og er svonefndur Rani, sem afmarkast
við Jökulsá á Dal að vestan en Eyvindará að austan, sérstaklega kjarn-
gott og mikið land. Fer saman á Skriðu mikil ræktunar- og heyskapar-
skilyrði og mikið sumarbeitiland. Sauðfjárbússkilyrði eru því mjög góð.
Veðrátta í Fljótsdal er í miidasta lagi, sem hún er hérlendis. Sérstak-
lega er snjólétt á vetrum. Garðyrkjuskilyrði eru góð og kornræktarskil-
yrði sennifega einhver þau beztu hér austan iands.
Vegarsamband er ekki gott. Þjóðvegur liggur að vísu rétt við bæinn
og sæmilega góður að sumri. En vegalengdin er rösklega 40 km frá Egils-
stöðum, sem er miðstöð samgangna og verzlunar á Fljótsdalshéraði. Þótt
snjóalög séu mikil að vetri, teppist vegurinn fljótt af snjó. Hann er víða
aðeins „ruddur“ og lítið upphleyptur, og liggur víða í ásajöðrum og lægð-
um, þar sem strax fyllist af snjó. En með komu Jökulsárbrúarinnar nýju,
milli Valþjófsstaðar og Skriðu og vegallagningu að lienni í framhaldi af
veginum inn Veili og Skóga, batnar vegasambandið að vetrinum að mun,
þar sem snjóalög eru mjög oft nokkuð misjöfn sitt hvoru megin Lagar-
ins. Frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar eru svo 35 kílómetrar, en Reyðar-
fjörður er aðalverzlunarstaðurinn. Þaðan og þangað eru allir þungavöru-
flutningar. En þessi vegalengd, með ótryggu vegasambandi þegar hausta
og vetra tekur, er verulegur ókostur í sambandi við framleiðslu kartaflna