Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Side 91
89
Mjólk ...................
Innl. dilkakjöt (119 lömb)
Mör .....................
Innl. gærur .............
Ohrein ull ..............
7680 kg 13460 kg
1644 - 2772 —
185 - 242 -
411 - 651 -
298 - 446 -
(194 lömb)
Almennt um búskapinn 1949 má segja til viðbótar þeim tölum, sem
liér að ofan er greint frá:
Slátrað var einum kálfi og þriggja missira nauti, sem keypt var um
vorið. 1 kvíga var látin lifa.
Um vorið fæddust 207 lömb. 10 drápust eða týndust um vorið. 190
heimtust um haustið. 2 ær drápust um sumarið og 1 heimtist ekki.
Meðalþungi dilkanna var 13.8 kg. Af lömbum þeim, sem sett voru á
vetur, drápust 4 fyrir áramót. 2 úr bráðapest og 2 úr Hvanneyrarveiki.
Er Hvanneyrarveiki gamalþekktur sjúkdómur á Skriðuklaustri, og er
talinn orsakast af illa verkuðu lieyi úr Nesinu. 1 lamblnútur heimtist á
jóladag.
Slátrað var 11 ám, flestum geldum. Höfðu þær samtals 234 kg kjöt.
Vorið 1949 var mjög kalt, eins og kunnugt er, og gekk því fremur illa
með garðræktina. Sérstaklega voru rauðar ísl. kartöflur mjög smáar.
Engjar voru leigðar til heyskapar, og voru heyjaðir þannig 370 hestar.
Árið 1950. Á árinu var lógað 4 ungkálfum, 1 ktt og 1 nauti, tæplega
tveggja ára — kjöt 168 kg. 2 kálfar voru aldir.
291 lamb fæddist um vorið undan 230 ám. 9 drápust um vorið. 26
heimtust ekki um liaustið. 256 komu af fjalli. Eitt lamb fórst úr bráðapest
um haustið. 1 lambhrútur var seldur. 2 lömb týndust í hríðarhvelli 30.
nóvenber. 58 voru lifandi um áramót.
Meðalþungi lambanna, sem slátrað var, reyndist 14.3 kg. Á þessu
hausti fylgdi nýmörinn skrokkunum, en 1949 ekki, svo telja má meðal-
vigtina mjög líka bæði árin. Lóað var 17 kindum fullorðnum. Var kjöt-
þungi 413 kg. Lógað var 6 veturgömlum kindum. Var kjötþungi þeirra
alls 137 kg.
Um vorið drápust 2 gemlingar og 3 ær. 11 aðrar kindur fórust um
haustið.
Garðræktin gekk fremur illa vegna hinnar miklu og langvinnu úrkomu
síðari hluta sumars og um haustið. Kom víða fram veruleg skemmd í
kartöflum. í þær komu bæði drep-pollar og rotnun, og varð uppskera
mjög lítil. Þá bar einnig rnjög mikið á dílaveiki í Gullauga, einkum jrví,
sem ætlað var til útsæðisræktunar. Hefur Gullauga verið stofnræktað
bæði árin, en ákveðið var að fá nýjan stofn.
Engjar voru leigðar til slægna, og var lieyjað í þeim 146 hestar.