Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Side 92
90
6. Bústofn.
Þegar flutt var að Skriðuklaustri, fékk búið 99 kindur, sem keyptar
höfðu verið naustið áður af Gunnari Gunnarssyni og fóðraðar á Skriðu-
klaustri um veturinn. Þá voru keyptar 95 ær og 9 gemlingar af Erni
Ingólfssyni, Melum í Fljótsdal.
Um sumarið og haustið var einnig keypt nokkuð af nautgripum, 2 kýr,
3 kvígur og 3 nautkálfar, en einum þeirra lógað nokkru síðar. 3 hestar
voru keyptir, en einum þeirra slátrað.
Vorið 1950 voru enn keyptar 65 ær og einn forustusauður af Svavari
Bjarnasyni, Arnaldsstöðum.
Við árslok 1949 og 1950 var bústofninn þessi:
Arið 1949 Arið 1950
Hestar 3 3
Kýr 5 6
Kvígur 4 2
Nautkálfar 2 3
Ær 187 275
Gemlingar 68 58
Hrútar 4 7
Hænsni 7 14
Sauður 1
7. Starfsfólk.
Árið 1949 voru starfandi að búverkum 4—5 karlmenn, 3—5 stúlkur,
auk nokkurra liðléttinga. Anna Jósafatsdóttir var ráðskona um sumarið,
en um veturinn Helga Ólafsdóttir.
1950 var nokkru fleira starfsfólk, eða 3—6 karlmenn og 3—7 stúlkur,
auk liðléttinga og ígripafólks. 3 stúlkur voru um veturinn og 3 karl-
menn. Ráðskona var frú Anna. Fjármaður var Guðmundur Guðmunds-
son, en nautgripi annaðist Þórhallur Jóhannesson báða veturna.
Þess er rétt að geta, að veturinn 1949 og ’50 og 1950 og ’51 var barna-
skóli Fljótsdæla til lieimilis hér. Börn og kennari keyptu fæði hjá stöð-
inni, og sáu starfsstúlkur Tilraunastöðvarinnar um alla matreiðslu m. m.
Fyrri veturinn greiddi hvert barn kr. 9 pr. dag og kennari kr. 12, en síðari
veturinn voru hliðstæðar greiðslur 12 og 20 kr.
Hreppurinn greiddi fyrir húsnæði ljós og hita, fyrri veturinn 1500 kr.
en þann síðari 2000 kr.
Skólinn starfaði báða veturna frá byrjun nóvember til miðs apríls.