Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Page 94
92
sambandi vio jarðrækt, garðrækt og til viðgerða og lagfæringa á sveita-
heimili.
9. Veðurfarið.
Það hefur ennþá ekki verið byrjað á skipulegum veðurathugunum á
Skriðuklaustri, en úr því verður væntanlega bætt mjög fljótlega. Hér
þykir þó rétt að birta yfirlit um liita og úrkomu á Hallormstað, en Hall-
ormsstaður er eina veðurathugunarstöðin á ofanverðu héraði. Var næsii
bær við Hafursá, og má ætla að veðurfar þar sé lítið frábrugðið því, sem
er á Skriðuklaustri.
Að þessu sinni verður ekki rætt alnrennt um veðurfar á þessum slóð-
um, þó má benda á og undirstrika nokkur atriði, sem fram koma hér á
eftir í veðuryfirliti frá Hallormsstað og vikið hefur verið lauslega að
áður. 1948 var bæði maí og september mjög kaldur. Sumarið var í heild
mjög úrkomulítið, en þó einkurn maí og ágúst. Maí 1949 var einhver
kaldasti maí, sem sögur fara af, en sepíember var mjög hlýr og gerði það
að verkum, að sumarhitinn nálgaðist meðaltal.
Sumarið 1950 er aftur einkennandi af hinu geysimikla úrkomumagni
í júlí, ágúst, september, október og nóvember. Er þetta talið eitt allra
mesta úrkomusumar og haust, sem nokkur núlifandi maður hefur þekkt.
I hinum stórfelldu úrkomum í janúar og febrúar 1950 losnuðu víða
hér í fjöllunum skriður. Mesta skriðan hljóp utan við Hantó. Var hún
um 80 m, þar sem hún var breiðust. Féll skriða þessi á nýræktarsléttu
utan við Hantóartúnið. Ekki urðu þó aðrar skemmdir svo teljandi sé.
Yfirlit um úrkomu á Hallormsstað.
Janúar Febrúar Marz Apríl 1 c o ut ‘3 Ol < September Oktöber Nóvember Desember Hiti og urk. allt árið mai - sept hitam. úrk.
Hiti C" 1948 . . . -1.5 1.2 3.7 0.6 4.4 7.8 10.0 10.9 4.0 1.8 1.2 0.0 3.7 1138
1949 . . . -3.8 -0.6 -1.3 -2.4 1.4 9.8 12.1 9.4 8.7 2,7 1.6 -2.8 2.9 1264
1950 . . . 0.6 -3.4 0.7 -0.3 6.5 8.7 9.8 10.6 6.2 3.5 -0.6 -3.8 3.2 1280
Úrk. mm 1948 . . 284.4 61.6 58.9 27.5 5.2 15.2 28.8 4.1 56.3 54.6 77.5 94.8 768.9 109.6
— 1949 . . 42.1 162.7 13.8 17.0 41.9 44.1 17.7 33.7 49.8 60.7 136.5 87.2 707.2 187.1
1950 . . 280.6 179.5 25.5 39.3 12.8 33.6 123.9 109.8 87.3 125.8 101.3 21.0 1140.4 367.4