Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Qupperneq 11

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Qupperneq 11
9 Þannig er það ekki sama, á hvaða tíma frosthörkur koma eða hvernig jurtirnar eru undir veturinn búnar. Jurtirnar þurfa að hafa feng- ið næði í 3—4 vikur við + 2° til + 4° C til að herðast fyrir eldraunir vetrarveðráttunnar eða vera ókomnar úr vetrardvalanum, ef þær eiga ekki að bíða tjón af vorhörkunum. Grastegundum, sem standa grænar í rökum túnum allan veturinn, er oft milcil hætta búin af frostum, þar sem þær eru óharðnaðar. Enn eru jurtir misjafnlega harðgerðar eftir því, hvaða aldursstigi þær eru á. Þannig eru margar grastegundir allþolnar um spírunartím- ann. Úr því dvínar mótstöðukrafturinn jafnt, þangað til þær hafa fengið 3—5 blöð, að þær harðna nokkuð aftur, og eykst þá mótstöðuaflið, unz þær hafa náð fullum þroska. Annars er þol jurtanna mest, þegar þær eru fullar af forðanæringu og uppbyggingarstarfsemin er hlutfalls- lega lítil. Að lokum skal þess getið, að ekki eru allir hlutar hinnar sömu jurtar jafnviðkvæmir fyrir kali. Er það einkum vaxtarsprotunum, sem eru safarikastir (hafa mest vatnsinnihald), sem er mest hætt við kal- skemmdum. Komi hörkur og kuldakast, eflir að jörð fer að grænka á vorin, verða þeir illa úti. Telur Ólafur Jónsson (10) líklegt, að það kal og grasleysi, sem varð hér á landi 1881 og 1918, hafi fyrst og fremst stafað af sliku frostkali. Þá voru vetur mjög kaldir með hlýindum um vorið, en kuldakasti í maí, sem kippti úr öllum vexti þess gróðurs, sem þá var að skjóta upp kollinum. Kali vorhretanna er þannig háttað, en líklegt er, að graslendisjurtir bíði einnig tjón á þennan hátt, þegar snöggar þíður og frost skiptast á á miðjum vetri, eða í þurrviðri og bjartviðri, þegar sterkur sólarhiti er með sólbráði á daginn, en frost á nóttu. B. Klakakal (holklaki og rótarslit). Þegar jurtir verða fyrir áfalli af völdum holklaka, er það ekki fyrir bein áhrif frostsins, heldur vegna þess, að jarðlögin þenjast misjafn- lega mikið við það að frjósa. Togna þá ræturnar og slitna að lok- um. Hætt er við slíku kali í mýrar- og leirjarðvegi sökum þess, að hann heldur miklum raka og tekur því meiri rúmmálsbreytingum en sand- jörð. Jurtum með lóðréttar, veikbyggðar rætur er einkum hætt við slíku kali. Slitnar þá rótarendinn, og jurtin dregst upp úr jarðveginum, þorn- ar og deyr. C. Svellkal. Þetta kal myndast einnig' fyrir hin óbeinu áhrif frostsins, og er það sennilega ein algengasta orsökin til kalskemmda hér á landi. Því er 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.