Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Page 12

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Page 12
10 þannig farið, að vatn, sem runnið hefur í kringum jurtina, frýs, en ísinn þrengir að og mer í sundur vefi hennar eða hárbeittar og hvassar ísnálar og klakarendur skera og' sarga á grassverðinum, svo að hann trosnar allur i sundur. Á þetta sér einkum stað í jöðrum skafla, sem safnazt hafa fyrir í lautum og lægðuin. Bráðnar úr sköflunum á dag- inn, og rendur þeirra þynnast, en frjósa aftur á næturnar og mynda klakaskel, beitta sem eggjárn, er fellur niður og herst til og frá með vatnselgnum og' sker gróðurinn. Sama á sér stað í bollum og' lægðum, þar sem vatn stendur á yfir veturinn og frýs öðru hvoru. Myndast þá hárbeitt ísalög í vatnsskorpunni, sem rista svörðinn allt í kringum tjarnarstæðið. Þegar jörð fer að grænka, má sjá, í hvaða hæð yfirborð tjarnarinnar eða leysingarvatnsins stóð lengst, því að þar markar fyrir hvítu kali. Geta bollar verið grænir í botninum, en kalhringur allt i kring á börmunum. Á flötu landi, þar sem yfirborðsvatnið getur ekki komizt burt, ber mikið á þess háttar kali og þá einkum í nýræktar- mýrunum, þar sem uppgröftur úr skurðum varnar öllu yfirborðsvatni að renna fram. En niður í jarðveginn getur þetta vatn ekki farið, þar sem allt er frosið. Flestar jurtir eru viðkvæmar fyrir þessu kali, en þó verjast þær bezt, sem hafa sterkan rótarháls eða mynda þéttar hvirfingar, svo sem snarrótin. D. Rotkal. Kalskemmdir þessar virðast vera algengari á Norður- en Suðurlandi. Myndast þær, er is eða snjór liggur lengi jdir lítt hörnuðum jurtagróðri, sem hefur verið illa undir veturinn búinn. Á Norðurlandi má sjá þannig kal í túnum, þótt í miklum halla sé. Þar liggja skaflar langt fram á sumar, en undir niðri kafnar og fúnar allur gróður, og' einnig sezt mygla (Fusarium nivale o. fl.) í svörðinn, sem hjálpar til þess að feyja hann. Margir jurtafræðingar hafa reynt að gera sér grein fyrir orsök þessa kals. Er álit sumra þeirra, að myglan sé aðalorsök skemmdanna, en hún þrífst bezt í raklendi eða undir miklu snjófargi, sem liggur lengi á ófreðinni jörð. Aðrir halda, að hér sé um kolsýringseitrun að ræða eða eitrun af öðrum úrgangsefnum plöntunnar, en niyglan setjist í kal- sárin og feyi jurtaleifarnar síðar meir. Það er athyglisvert, að þótt hiti sé aðeins 2°—3° C undir frostmarki, deyja grös, ef þau verða að búa lengi við þau skilyrði (lö). í hinum lifandi jurtahlutum, sem undir snjónum eða ísnum liggja, á sér stað hægur bruni. Kolsýringurinn, sem myndast, fær ekki útrás og kæfir jurtina að lokum. Sé því vetrarlífsstarfsemi jurtanna hæg, sem hún virðist vera í harðgerðum jurtum, eru minni líkur fyrir því, að þær deyi. Lingerðar jurtir með hraðar efnabreytingar eða óharðnaðar jurtir fara verr. Sé tíminn, sem klakinn eða skaflinn liggur yfir sverðinum,

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.