Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 15

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 15
13 óhagstæð fyrir grasvöxt. I Almanaki Þjóðvinafélagsins (1) segir, að verið hafi „fyrna frosthörkur öndvert ár“, en „í aprílmánuði og lengst af í maí var veðrátta betri, en versnaði í maílok, og var kalt fram í júni- mánuð. Jörð var mjög spillt af frostum, klaki lengi í jörð, tún kól stórlega, svo að talið var, að þriðjungur þeirra væri ónýtur, og spruttu þau afar illa“. Fékkst víða eigi meira en „tíundi hluti töðu við meðallag“. Af frásögn Einars Helgasonar (6) má sjá, að hann telur vorharð- indin 1918 aðalorsök kalskemmdanna. Hann segir: „Með júnímánaðar- byrjun brá aftur til hinna mestu vorharðinda með útsynningsfjúki og frosti því nær daglega. Dó allur gróður og jörð skaðskemmdist af kali.“ Hvergi er talað um, að sáðsléttur hafi farið verr en aðrar sléttur, en þó má vel vera, að svo hafi átt sér stað, og líklegt er, að ekki hafi þær staðið sig betur en þaksléttur. Tún voru síðan varla orðin gróin eftir þetta áfall, fyrr en aftur kól 1920. Síðan kom góðviðristímabil fram að 1937, en þó munu sáðgrösin ekki alltaf hafa verið nógu harð- gerð til að þola þá veðráttu. Segir Steindór Steindórsson frá Hlöðum (17), „að sléttur allar frá árinu 1929 hafi reynzt illa þar við Borgar- fjörð. Virtist mér það almenn umkvörtun“, segir hann, „að þær hefði kalið til stórskemmda“. Árið 1937 var kalt, og bar þá nokkuð á kal- skemmdum og sömuleiðis árin 1940, en minna 1942 og 1943. Eftir fimm góðviðrisár komu vorharðindi mikil 1949, og kól þá jörð víða. Um ár- ferði 1949 í Almanaki Þjóðvinafélagsins (1) segir: „Vorið var svo kalt, að elztu menn mundu varla slíkt. Er það að líkindum harðasta vor, sem komið hefur á 20. öld . .. víða um land snjóaði mikið í maí- lok ... Tún spruttu seint, en sums staðar vel að lokum einkum sunn- anlands. Á Norðurlandi, einkum í Þingeyjarsýslu, voru tún allvíða mjög kalin.“ Árið 1950 var síðan mun hlýrra og nýtt kal hvergi teljandi, en árið 1951 varð hið mikla kal, sem spillti túnum um allt land og rýrði hey- feng bænda mjög. Sum tún voru þá svo illa farin, að þau voru ekki sláandi allt sumarið. Vorið 1952 var betra, og hafði kalið frá vetrinum áður þá víða náð sér nokkuð, en annars staðar hafði bætzt við það. Sé nú reynt að telja saman þau ár, sem góðar lýsingar á grasvexti um, mundi það vera eitthvað á þessa leið: Slæm Meðal- Góð Ár grasár grasár grasár alls poor mediiim good total grasscrop grasscrop grasscrop years 12. öld (cenlury) .... 3 - - 3 13. — — . . . . 2 - i 3 14. — — . . . . 6 - 2 8 15. — — . . . . 2 - 1 3 16. — . . . . 3 - 7 10 17. — — . . . . . 29 14 20 63 18. — ~ . . . . 37 31 32 100 19. — — . . . . . 25 40 35 100 20. — — (til 1950) 8 20 22 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.