Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Síða 19

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Síða 19
17 Veðurathuganir 1948 til 1952. Af því, sem að framan getur, er nú auðsætt, að ekki er nein ný- lunda, að tún kali hór á landi. Það hafa þau gert misjafnlega mikið á öllum öldum og munu alltaf gera við og við. Ivalið orsakast af kaldri veðráttu og er eðlileg afleiðing ákveðinna veðurskilyrða. Til þess að reynt sé að gera grein fyrir því, hvaða ákveðnu veður- skilyrði hafa valdið kalinu norðanlands 1949, og því mikla kali, sem varð um allt land 1951 og mestan skaða gerði sunnanlands, auk við- bótarkali 1952, er rétt að bera saman veðurskýrslur þessara síðustu ára. A. Hiti. I töflu I1) cru Jjirtar tölur yfir meðalhita og Jágmarkshita haust-, vetrar- og vormánuði áranna 1948—1952 á átta athugunarstöðum sunn- anlands og norðan. Af tölum þessum má sjá, hvaða breytingar liafa orðið á mánaðarhita þessara ára þann tíma árs, sem kuldans gætir mest. Árið 1948 voru vetrar- og vormánuðir í meðallagi hlýir, og bar ekki á kali það sumar. September var kaldur það ár og sömuleiðis janúar 1949, en aðalmismunurinn kom þó ekki fyi’r cn vormánuðina, marz, apríl og maí. Einkum var maimánuður kaldur norðanlands, enda kól þar víða það vor. Haustið var síðan fremur hlýtt og vetur og vor 1950 í meðallagi, og bar ekki á nýju kali um sumárið. September var síðan kaldur og sömuleiðis nóvember. í janúar 1951 voru mikil frost, en aðalhörkurnar komu þó ekki fyrr en í marz. Apríi var síðan mjög kaldur og með miklum frostum, sem voru tiltölulega mciri sunnan- lands en norðan. Um sumarið gat að líta hið mesta kal, sem komið hefur á þessari öld. Nóvember var síðan nokkuð kaldur og sömuleiðis janúar 1952, en vormánuðirnir voru í löku meðallagi það ár, enda bætt- ist þá eitthvað við kalið frá fyrra áxi. Það, sem sérstaklega kemur fram við samanburð á hitabreytingum áranna, er þetta: Septembermánuður fyxir kalsumarið var kaldur. Er því hugsanlegt, að nýslegið grasið hafi ekki náð að safna nægri forða- næringu fyrir veturinn. Það voru umhleypingar í nóvcmber og lang- varandi frost i janúar, þótt ekki væru þau verulega hörð. Á þcssu tíina- bili mynduðust mikil svell, sem lágu yfir túnunum langt fram á vor. Að loltum voru svo vormánuðirnir marz, apríl og jafnvel maí óvenjú kaldir með hörðum áhlaupum og frostum, sem drápu gróðurinn jafn- óðum og honuin skaut upp. 1) Úr óbirtum skýrslum Veðurstofunnar. a

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.