Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Síða 23

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Síða 23
21 7. Ræsingarmáti og dýpt að yfirborði jarðvatns. 8. Tegund útlends áburðar og tegund húsdýraáburðar. 9. Dreifingartími áburðar. 10. Sláttutími. 11. Beitartími og tegund skepna, sem beitt var. 12. Gróðurfar sléttunnar í sambandi við fræblöndur og grasstofna, sem notaðir hafa verið. Öll virtust þessi atriði geta haft áhrif á mismunandi kalhættu tún- anna, ef svo bar undir, þótt erfitt gæti verið að meta áhrif sumra þeirra. A. Ferðalög. Sumarið 1951 voru skoðaðar sléttur í nágrenni Reykjavíkur, Mos- fellssveit, Kjalarnesi og Kjós dagana 25.—30. júlí. Þessum athugunum var síðan haldið áfram sumarið 1952, sem hér segir: Á tímabilinu frá 19. júlí til 2. ágústs voru athugaðar 147 sléttur á Suðurlandi frá Ölfusi að Kálfafelli. Á þessu ferðalagi var leitazt við að skoða sléttur, sem höfðu mesta fjölbreytni í þeim atriðum, er gætu haft áhrif á kal, og þess vegna gerðar athuganir jafnt niður við sjó, í miðsveitum og inn til dala. Á tímabilinu frá 4. ágúst til 14. sama mánaðar voru teknar skýrsl- ur í Borgarfirði og á Snæfellsnesi. Hinn 14. ágúst voru sltýrslur teknar í Hrútafirði, og þaðan var hald- ið norður um land og skoðuð tún allt að Grímsstöðum á Fjöllum og norður á Slétlu. Þessum skýrslutökum var lokið síðustu dagana í ágúst. B. Vinnuaðferð. Margar spurningar um atriði varðandi tún og jarðvinnslu, sem talin voru upp hér að framan, voru lagðar fyrir bændur, og svöruðu allir mjög greiðlega og eftir beztu getu, enda virtist áhugi manna vera mik- ill á hugsanlegum úrbótum. Hallamælingar voru gerðar á allflestum stöðum með sjálfvirkum hallamæli, er sýndi lialla landsins í gráðum. Gróðurathuganir voru gerðar með aðferð, sem nánar er lýst í kafla II. Tvær skýrslur voru að jafnaði teknar á hverjum bæ. Var valin ein versta sléttan, en önnur góð til samanburðar. C. Rannsóknir á kalskilyrðum. Á ferðalögum þeim, sem að framan er getið, voru skoðaðar 288 sléttur á 130 bæjum. Sléttur þessar skiptast þannig niður eftir lands- hlutum: Suðurland .... Suð-Vesturland Norðurland .. 147 sléttur 38 — 103 —

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.