Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Page 26

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Page 26
24 Línurit II. Áhrif hæíiar landsins á kal sléttunnar. The effect of altitude on winterkilling. % kalnar sléttur % winlerkilled fields |------Ifik.ia winurlullinj^ 13Z3k*' I slighlly ilamaged jielilf 2 partli damageil fitlds 1 30 m 31-50 m 51-70 m 71-90 m 91-110 m 111-130 m 131-360 m á Skeiðum, eu einnig noklcuð í Laugardal og Flóa. í Rangárvallasýslu var mesta kal í Holtum. Af austursveitunum voru Eyjafjöll og Mýrdal- ur kallaus að kalla, cn í Skaftártungu var mikið kalið og mest af öll- um byggðuin V.-Skaftafellssýslu. Á Suð-Vesturlandi var kal einna inest á nýbýlunum í nágrenni Reykjavíkur. í Hnappadalssýslu var mikið kal, en þar voru athuganir fremur fáar. Norðanlands virðist N.-Þingeyjarsýsla bafa orðið einna verst úti. Voru tún og sléttur þar víða mikið kalnar. Þá var einnig víða kalið í öðrum sýslum landsfjórðungsins, t. d. nokkuð mikið í A.-Húnavatns- sýslu, cn einna minnst í V.-Húnavatnssýslu. Það er skiljanleg't, að kalhætta er misjafnlega mikil í hinum ýmsu byggðarlögum landsins. Liggur þar að mestu til grundvallar lega þeirra í landinu og veðráttan á þessum stöðum. En eins og veðurskýrslur þær, sem birtar voru hér að framan gefa til kynna, er það eftirtektar- vert, að miklir snjóar lágu einmitt á veturna í þeim héruðum, sem mest var kalið í, og tók þá ekki upp fyrr en seint í mai. í mestu kal- héruðunum komu hlýindi á vorin, sem ollu því, að grös fóru að lifna úr vetrardvalanum. Siðar komu áhlaup með frosti og krapa, og kopaði þá öllum gróðri. í snjóléttustu héruðunum og um leið hlýjustu, t. d. undir Eyjafjöllum og í Mýrdal, var litið um kal.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.