Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Síða 27

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Síða 27
25 Hæð yfir sjó. Sé gengið út frá því, að lega staðanna á landinu stuðli að mismun- andi kalmyndunum vegna ólílcs veðurfars þeirra, mætti einnig lniast við því, að kalhættan væri misjöfn eftir hæð þeirra á landinu, þar sem mismunandi gróðurfar og jarðvegur ætti að hafa áhrif auk veðurfars- ins. Sá samanburður, sem gerður var á kalskemmdum í mismunandi liæð og skráður er hér í línuriti II, gefur til kynna, að mest sé kalhættan, þegar komið er yfir 110 metra frá yfirborði sjávar. Að visu er ekki sama, hvar verið er á landinu í þessari hæð, en munurinn er ekki mjög mikill. Þar virðist frostkals gæta einna mest norðan- og' sunnanlands. Frá 110 m hæð niður í 70 m virðist aftur koma belti, sem lítið kelur á. í þessu belti eru margar okkar beztu sveitir, eru þær þurrlendar, og þar er víð- ast góður halli á landinu. Þegar komið er niður fyrir 70 m hæð, fer aftur að kala meira. Þessar byggðir eru að öllu jöfnu á sléttlendi, og þar eru veðraskiptin tíðust vetur og vor. Þegar hlýindin ganga yfir landið, ná þau oft ekki að þíða jörð upp fyrir miðsveitina, og í hretum gætir þar ekki jafnvægishita sjávarins. Á þessu svæði eru því umskipti og veðrabreytingar tíðastar og því eðli- legt, að þar verði gróður verst úti vegna holklakaskemmda. Lægstu byggðirnar eru svo aftur kalminni, og ]>ar er veðrátta öll heldur mild- ari yfir veturinn.1) Halli. Eins og fyrr er getið, voru gerðar hallamælingar á þeim túnum, er skoðuð voru, og einnig athuguð aðalstefna liallans. í línuriti III eru gefin hlutföll milli kalinna og ókalinna túna með mismunandi halla, er skipað hefur verið niður í fimm flokka. Er þeim halla, er sýnir yfir 50% kalnar sléttur, talið hættast við kali. Er af línuriti þessu auðséð, að hallaminnstu túnin hafa farið verst, en tún með góðum vatnshalla eru mun minna kalin. Þessa munar gætir aftur á móti ekki eins mikið, þar sem halli er orðinn 9° og meiri (eink- um norðanlands), enda eru oft skaflar í slíkum túnum, er liggja fram á vor, og kelur þá niður undan þeim. 1) í ]>eim linuritum, sem hér fara á eftir, er reynt að sýna, hve ýmsar liugsan- legar aðstæður, sem sléttur eru ræktaðar við, geta stuðlað mismunandi mikið að kali. Línuritin eru þannig gerð, að reiknað liefur verið út í prósentum hlutfall kal- inna sléttna ýmist sunnanlands eða norðan af öllum sléttum með ákveðinn eigin- leika. Séu kalslétturnar yfir 50%, er talið, að hinn ákveðni eiginleiki hafi áhrif á aukið kal. Séu þær 50% eða undir, virðist eiginleikinn engin áhrif hafa. Útreikn- ingurinn er réttlætanlegur, þar sem kölnu og ókölnu slétturnar hafa áður verið samræmdar þannig, að reiknað er meö jafnmörgum sléttum úr hvorum flokki. 4

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.