Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Page 31

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Page 31
29 Ræsing. Þar sem raki túnanna virðist vera mikið atriði í kalhættu þeirra, sérstaklega í mýrar- nýræktunum, ætti að vera nolckur fróðleikur í því að sjá, hvaða áhrif ýmsar ræsingarað- ferðir hafa haft á kalið síðustu tvö árin. Voru slcurðagerðir því athugaðar og flokkaðar nið- ur á fjóra mismunandi vegu, eins og sýnt er í línuriti VIII. Eru í 1 flokki allar sléttur með fullkomnu, djúpu skurðkerfi og kílræsingum. í 2. flokki eru sléttur með fáum, djúpum skurðum og lokræsi. í 3. flokki eru sléttur með fáum, djúpum skurðum, og í 4. flokki eru sléttur með grunnum eða samanföllnum skurðum. Hlutföllin i línuriti VIII virðast sýna, að beztu skurðagerðirnar stuðli að hlutfallslega mestu kali. Hér ber þó að athuga, að dýpstu skurðirnir eru grafnir nýlega og eru í yngstu sléttunum. Er því um fleiri atriði að ræða í því sambandi. Nokkuð gæti þó verið hæft í því, að nýjustu og dýpstu skurðirnir stuðluðu að kali á sinn hátt, þar sem mikill uppgröftur er skilinn eftir á skurðbörmun- um og hindrar, að yfirborðsvatnið renni burt, en það er einmitt yfirborðsvatnið, sem veldur mestu kali í nýjum túnum á mýrarjarðvegi. Dýpt að yfirborði jarðvatns. Erfitt var að ákveða dýptina niður á jarðvatn. En með því að styðjast við vatnshæð í skurðum, brunnum og tjörnum, var unnt að safna þar að lútandi nokkrum tölum. Voru þessar mælingar flokkaðar niður í þrennt þannig: 1. Þar, sem var dýpra en 3 m að yfirborði grunnvatns. 2. Þar, sem voru 2—3 m. að grunnvatni. 3. Þar, sem var styttra en 2 m að yfirborðinu. Eru tölur þessar birtar í línuriti IX. Sýna hlutföllin í línuritinu, að helzt ber á kali þar, sem grunnvatnið liggur ofarlega og þá eink- Línurit IX. Áhrif af legu jarðvatnsyfir- borðs á kal. The effect of groundwater level on winterkilling. % kalnar slettur % winterkilled fields Línurit VIII. Áhrif mism. ræsingar á kal. The effect of draining methods on winterkilling. % kalnar sléttur % winterkilled fields 75

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.