Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Page 35
33
Línurit XV. Áhrif mism. beitardýra
á kal.
The effect of grazinganimats on
winterkilling.
% kalnar sléttur
% winterkilled fields
Beit.
Rannsóknir á áhrifum beitar á kal-
myndun í túnum var þeim vandkvæð-
um bundin, að þeir, sem gáfu upplýs-
ingar á staðnum, voru ekki alltaf
kunnugir beitarháttum fyrri ára, enda
örðugt að gefa fullkomnar upplýsing-
ar, þar sem margar sléttur voru ekki
beittar af ásettu ráði, en voru þó bitn-
ar af skepnum um óákveðinn tíma.
Má því búast við því, að tölur um
hrossa- og fjárbeit séu ekki áreiðan-
legar.
Skýrsla þessi var í tveim greinum.
Var beitartími skráður annars vegar,
en hins vegar skráð, hvaða skepnum
beitt var. Skýrir línurit XIV áhrif
beitartímans.
Séu áhrif beitartíma á kalmyndun
nokkrar, er það helzt vetrar- og vor-
beit, sem virðist að einhverju leyti
geta stuðlað að auknu kali, eflaust
vegna þess, að þá er gengið of nærri
grasinu og jurtirnar í grænu og rök-
ustu blettununi beinlínis rifnar upp
og svörðurinn, sem er tærður af hol-
klaka, traðkaður sundur. Þess hátt-
ar skemmdir munu einkum vera tíðar
í nýræktinni, þar sem svörðurinn er
enn mjög laus og óþéttur.
2, Z U2
3 - 3-i- -
- « H JS
zúíízözo-ös 1 línuriti XV eru sýndar tölur
um áhrif dýrategundanna, sem bitu
sléttuna. Virðist hrossabeitin vera einna verst, en hrossum er beitt á
sléttur haust, vetur og vor. Tölur, er styðja þetta, eru þó of fáar, svo að
ekki er vert að leggja of miltið upp úr þeim. Beit nautpenings virðist
geta haft nokkur áhrif á kalmyndun, einkum ef haldið er áfram að
beita öðrum skepnum á túnið um veturinn. Er það mjög algengt, að
nautpeningi sé beitt á sléttur eftir slátt, jafnvel þótt seint hafi verið
slegið, og getur það valdið því, að grösin ná ekki að safna þeirri forða-
næringu sem skyldi.
Gróðurfar miskalinna sléttna.
Til þess að rannsaka, hvort ýmsar grastegundir þyldu ekki misjafn-
lega vel frosthörkuna og hvernig gróðurlendi hinna kölnu og ókölnu
5