Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 37

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 37
35 sléttna væri háttað, voru greiningar gerðar á gróðurfari allra skoðaðra sléttna. Þar sem kal var bæði misjafnt að eðli og' vöxtum, var það flokkað niður í 3 flokka og stigið 3 gefið fyrir mesta kal, samanbcr flokkun fyrir töflu III. Hlutföll milli útbxæiðslu nokkurra helztu túnjurta í ókölnum og kölnum sléttum voru síðan reiknuð út í hundraðshlutum og skráð í töflu IV. Við skoðun töflunnar er eftirtektarvert, að í sléttunum ber mest á vallarfoxgrasi, vallarsveifgrasi, skriðlíngresi, túnvingli, háliðagrasi og snarrót, nokkuð minna ber á hásveifgrasi og smára, en mjög lítið á hávingli, rýgresi og axhnoðapunti. Þessar síðastnefndu þrjár tegundir virðast litt frostþolnar og hverfa fljótt úr sléttum, sem kala. Einnig er mjög lítið af rauðsmára, enda hefur hann ekki verið notaður mikið í blöndur. Það virðist vera sáralítill munur á hlutföllum grastegund- anna í ókölnu sléttunum og sléttunum í flokki 1 að undanskildum hvítsmáranum, sem er minni í kölnu sléttunum. í flokki 1 hafa skemmd- irnar verið í sináblettum eða túnið hefur grisjazt nokkuð, en áhrif kals hafa ekki verið það mikil, að þau hafi verulega breytt hlutföllum teg- undanna. Þær sléttur, sem valizt hafa í þennan flokk, eru margar á mýrarjörð, og bendir hin lága hundraðstala hvítsmárans til þess. í 2. flokki eru sléttur með stærri kalblettum eða mjög gisinn svörð. Þar er vallarfoxgrasið hlutfallslega meira eða nær því, sem það er i grasfræblöndu Sambands ísl. samvinnufélaga, enda er í þessum flokki mikið af nýjustu sléttunum. Norðanlands ber þó mikið á háliðagrasinu, þar sem öðrum grösum hefur fækkað. Af hvítsmára er mun minna en í 1. flokki og rýgresi, axhnoðapuntur og' hávingull finnast varla. Varpasveifgrasið hefur aukizt og dafnað eftir því, sem kalið óx, unz það er orðið eitt af aðalgrösunum í 3. flokki. Sama er að segja um arfann. Hann hefur gert innreið sina í hinn gisna svörð kalsléttnanna, og þar sem kalið er mest, hefur hann náð að fella fræ og spíra og þekur þar stórt svæði. Hlutfall hinna nytsömu grasa er hér eðlilega lægra. Ber einkum á því, hve minna er af vallarsveifgrasi og túnvingli í 3. flokki en í ókölnum sléttum. Litlar hlutfallsbreytingar virðast vera á skriðlíngresi, háliðagrasi og snarrót. Þó virðist vera minna af þeim í kölnum sléttum norðanlands. Mætti álíta, að þær sléttur hafi kalið fremur sökum skorts á þeim grösum. Ekki er auðvelt að draga nægilegar ályktanir um frostþol einstakra grastegunda af þessum tölum, þar sem þær sýna aðeins, hver hlutföllin eru milli þeirra í mismunandi kölnu gróðurlendi án tillits til þess, hverju var sáð. Slíkar upplýsingar hafa aflur á móti fengizt að nokkru leyti við athuganir, sem hafa farið fram á samanburðarreitum í til- raunastöðvum á undanförnum árum og enn er haldið áfram. Af þessum samanburðarreitum tilraunastöðvanna liggja ekki fyrir fullkomnar skýrslur um þolgæði hinna ýmsu grastegunda og stofna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.