Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Síða 41

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Síða 41
39 Á töflu þessari sést, að oft hafa orðið nokkrar breytingar á blönd- unum. Þó hefur vallarfoxgras, vallarsveifgras og hávingull að staðaldri verið í þeim, og notkun þessara tegunda í blöndum síðustu ára verður því ekki kennt um, hvernig farið hefur. Háliðagras hefur aftur á móti ekki verið i blöndunum siðustu þrjú ár og ekki heldur á stríðsárunum frá 1941—1945, en þá reyndist fræ- blandan einnig lök. Skortur á háliðagrasi gæti því verið ein orsök auk- innar kalhættu. Skriðlíngresi hefur vantað í fræblöndurnar frá 1945—1951, en alltaf verið áður í blöndunum. Eins og seinna mun verða vikið að, er liklegt, að skortur á þessari tegund gæti einnig aukið kalhættuna. Línsveifgrasi hefur verið bætt við frá 1949. Lítil reynsla er fengin fyrir þessari tegund. Þó virðist hún fremur lingerð og gæti að ein- hverju leyti stuðlað að auknu kali. Aðrar tegundir hafa verið í blönd- unum við og við og því ekki sjáanlegt, að þær valdi aukinni kalhættu. 2. Grasstofnar. Athuganir siðastliðins sumars geta litlar upplýsingar gefið um, hvort notkun nýrra grasstofna hafi getað valdið auknu kali, þar sem hvergi var um að ræða beinan samanburð á stofnum hinna einstöku tegunda. Það er þó vitað, að á stríðsárunum síðustu voru notaðir stofnar frá Norður-Ameríku, sem reyndust viða lakari en hinir, sem voru af nor- rænum uppruna. Á árunum eftir síðustu heimsstyrjöld er aftur farið að kaupa stofna frá Norðurlöndum, og má vera, að þeir séu ekki eins harðgerðir og þeir voru fyrir þann tima. Getur það stafað af auknum kynbótum stofnanna, sem gefa orðið meiri uppskei’u, en þarfnast um leið hetri lífsskilyrða. Hér er þó um að ræða atriði, sem þarf nánari rannsókna við. En það er aðeins á færi tilraunastöðvanna að leiða í ljós, hvaða stofnar hafi reynzt harðgerðastir hér á landi og hverjir þeirra rnunu vera hentugastir til notkunar í fraintíðinni. 3. Gróðurfarsbreytingar. Sú tilgáta, að kalhætta eldri sléttna sé minni vegna þess, að þær eru orðnar svo blandaðar íslenzkum, harðgerðum gróðri, hefur við mikil rök að styðjast, og má það teljast ein aðalorsök þess, að eldii sléttur standa sig betur gegn kali. Vegna þess, að þetta atriði kemur inn á nokkuð annað svið en rannsókn á kali, hefur því verið gerð skil í kafla II, sem þó er í beinu áframhaldi þessara rannsókna. D. Gróður í kalblettum. Hér að framan hefur verið skýrt frá niðurstöðum þeirra rannsókna, sem gerðar voru á gróðurfari sléttna, bæði ókalinna og kalinna. Þegar

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.