Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 41

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 41
39 Á töflu þessari sést, að oft hafa orðið nokkrar breytingar á blönd- unum. Þó hefur vallarfoxgras, vallarsveifgras og hávingull að staðaldri verið í þeim, og notkun þessara tegunda í blöndum síðustu ára verður því ekki kennt um, hvernig farið hefur. Háliðagras hefur aftur á móti ekki verið i blöndunum siðustu þrjú ár og ekki heldur á stríðsárunum frá 1941—1945, en þá reyndist fræ- blandan einnig lök. Skortur á háliðagrasi gæti því verið ein orsök auk- innar kalhættu. Skriðlíngresi hefur vantað í fræblöndurnar frá 1945—1951, en alltaf verið áður í blöndunum. Eins og seinna mun verða vikið að, er liklegt, að skortur á þessari tegund gæti einnig aukið kalhættuna. Línsveifgrasi hefur verið bætt við frá 1949. Lítil reynsla er fengin fyrir þessari tegund. Þó virðist hún fremur lingerð og gæti að ein- hverju leyti stuðlað að auknu kali. Aðrar tegundir hafa verið í blönd- unum við og við og því ekki sjáanlegt, að þær valdi aukinni kalhættu. 2. Grasstofnar. Athuganir siðastliðins sumars geta litlar upplýsingar gefið um, hvort notkun nýrra grasstofna hafi getað valdið auknu kali, þar sem hvergi var um að ræða beinan samanburð á stofnum hinna einstöku tegunda. Það er þó vitað, að á stríðsárunum síðustu voru notaðir stofnar frá Norður-Ameríku, sem reyndust viða lakari en hinir, sem voru af nor- rænum uppruna. Á árunum eftir síðustu heimsstyrjöld er aftur farið að kaupa stofna frá Norðurlöndum, og má vera, að þeir séu ekki eins harðgerðir og þeir voru fyrir þann tima. Getur það stafað af auknum kynbótum stofnanna, sem gefa orðið meiri uppskei’u, en þarfnast um leið hetri lífsskilyrða. Hér er þó um að ræða atriði, sem þarf nánari rannsókna við. En það er aðeins á færi tilraunastöðvanna að leiða í ljós, hvaða stofnar hafi reynzt harðgerðastir hér á landi og hverjir þeirra rnunu vera hentugastir til notkunar í fraintíðinni. 3. Gróðurfarsbreytingar. Sú tilgáta, að kalhætta eldri sléttna sé minni vegna þess, að þær eru orðnar svo blandaðar íslenzkum, harðgerðum gróðri, hefur við mikil rök að styðjast, og má það teljast ein aðalorsök þess, að eldii sléttur standa sig betur gegn kali. Vegna þess, að þetta atriði kemur inn á nokkuð annað svið en rannsókn á kali, hefur því verið gerð skil í kafla II, sem þó er í beinu áframhaldi þessara rannsókna. D. Gróður í kalblettum. Hér að framan hefur verið skýrt frá niðurstöðum þeirra rannsókna, sem gerðar voru á gróðurfari sléttna, bæði ókalinna og kalinna. Þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.