Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Qupperneq 44

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Qupperneq 44
42 Hugsanlegt er, að skjólbelti kringum sléttur gætu skapað hagstæðara veðurfar og dregið þannig nokkuð úr kali, en fyrir því er engin reynsla fengin hér á landi. Val túnstæða. Það er vissulega örðugt að hafa áhrif á lofthita staðarins, en að nokkru leyti er hægt að flýja illt veðurfar með því að velja sáðslétt- unum hentuga staði. Er þá réttast, þar sem kal er mikið á annað borð, að ekki sé ráðizt í að rækta land, þar sem svo hagar til, að fyrirsjáan- legt er, að skaflar eða ísar munu alltaf liggja þar langt fram á vor. Einnig má taka til greina, ef eitthvert úrval af landi er um að ræða, að rækta síður það land, sem hallar til norðurs eða austurs. Með jarð- veg er svo farið, að oft er ekki um neitt að velja, þegar stofnað er til túnræktar. Þó ber að athuga, að allur þungur og leirkenndur jarðveg- ur, mýrar og yfirleitt sú jörð, sem getur innihaldið mikið vatn, verður fyrir miklum rúmmálsbreytingum við að frjósa. Rætur þess gróðurs, sem þar vex, slitna gjarnan, og afleiðingin verður kal. I sendnum jarð- vegi er yfirborð jarðvegskornanna minna, og heldur hann því minna vatni og verður fyrir minni rúmmálsbreytingum, er hann frýs, en leir- inn og mýrin, enda ber ekki eins mikið á kalinu í þeim jarðvegi. Skal hafa þetta til hliðsjónar, þegar land er valið til ræktunar. Sé óumflýjanlegt að nota mýrar, má blanda jarðveginn með sandi, og við það verður hann ekki eins þéttur, og vatnsinnihald hans minnkar. Yfirborð. Hér að framan hefur verið skýrt frá því, að slétt tún kali fremur en hólótt og hallandi tún. Er þetta í sambandi við ís og vatn, sem liggur fremur á sléttu túnunum en hinum. Vitanlega er jarðvinnsla og heyöflun auðveldari á sléttum túnum, en þó er rétt að hafa til hlið- sjónar við ræktun túna, að hinum hallalausu er hættara við kali. Raki. Áður hefur verið skýrt frá því, hvernig rökum jarðvegi er kalhætt- ara en þurrum. Þensla hans verður meiri við að frjósa. Jarðlögin hreyfast misjafnlega mikið, og rætur jurtanna slitna, einkum þeirra, er liggja lóðrétt á jarðlögin. Þess vegna er þýðingarmikið að hafa ræs- ingu góða, sem tekur fljótt við vatni úr jarðveginum og þurrkar hann ört. Þurrum jarðvegi er ekki hætt við kali. Hér ættu því lokræsi og kílræsi að koma að góðum notum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.