Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Page 50
48
tegundanna eða finna, hve oft ákveðin tegund kemur fyrir í gróður-
svæðinu.
Klemenz Kr. Kristjánsson (11) er brautryðjandi í þeim rannsóknum
hér á landi. Árið 1923 gerir hann samanburð á gróðurfari 47 sáðsléttna
og þaksléttna í nágrenni Reykjavíkur og notar aðferð þá, er kennd er
við C. Raunkiær. Er það talning á jurtategundum innan ákveðins
hrings, en við samanburð fleiri athugana fæst hlutfall milli útbreiðslu
tegundanna og' hve oft jurtin kemur fyrir í gróðurlendinu.
Klemenz gerir athuganir sínar bæði á mýra- og leirjarðvegi og skiptir
túnunum í tvo floklta eftir aldri. Kemst hann meðal annars að þeirri
niðurstöðu, að vallarfoxgras og háliðagras séu aðalgrösin í 1—2 ára sáð-
sléttum, en með aldrinum fækki vallarfoxgrasi, en vallarsveifgras og
háliðagras verði ríkjandi. Hávingul, axhnoðapunt, rýgresi og hvítsmára
telur hann „annaðhvort spira mjög illa eða frjósa burt á fyrsta ári“.
Hann getur þó ekki hinna upphaflcgu hlutfalla fræblandnanna, og sést
því ekki breytingin, sem orðið hefur á hlutföllunum frá einu ári til
annars.
Árið 1923—1925 heldur Klemenz áfram rannsóknum á gróðurfari
túna, en þá frá sjónarmiði fræsetu tegundanna (12).
Árið 1930 skrifar Daninn H. Mölholm Hansen ritgerð um gróðurfar
á landinu og gerir þar grein fyrir rannsóknum, sem hann gerði einnig
með aðferð C. Raunkiær (14). Athuganir hans ná þó hvergi til ræktaðs
lands. Sama ár og Mölholm Hansen gerir hinar skipulögðu gróðurrann-
sóknir á útjörðinni hefur Sleindór Steindórsson frá Hlöðum (17) sams
konar rannsóknir á 7 sáðsléttum í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, er Bún-
aðarfélag íslands hafði látið sá til tveimur til þremur árum áður. Hafði
verið sáð ákveðnu magni af grasfræblöndu, er samanstóð af 7 algengum
grastegundum í ákveðnum hlutföllum. Komst Steindór að þeirri niður-
stöðu, að þá bæri orðið mest á háliðagrasi í reitunum. Minna væri af
vallarfoxgrasi og vallarsveifgrasi en búast hefði mátt við. Af hásveif-
grasi, túnvingli og skriðlíngresi væri hlutfallslega meira en í blöndunni,
enda gætu þessar tegundir slæðzt inn úr gróðurlendinu í kring, en
hávingul taldi hann lítið hafa breiðzt lit. Árið 1931 gerir Steindór
svipaðar athuganir í Gróðrarstöðinni á Akureyri á 4 sáðreitum á
fimmta ári og 3 reitum á öðru ári, sem ýmist eru brotnir úr rækt-
uðu eða óræktuðu landi. Kemst hann þar að líkum niðurstöðum og í
fyrri athugunum. Háliðagrasið er útbreiddast, en aðrar erlendar teg-
undir deyja fljótt út, einkum þar, sem ekki er borinn á tilbúinn áburður.
Áskell Löve (13) gerir rannsóknir á útbreiðslu vallarsveifgrasundir-
tegunda í ræktuðu landi sunnan- og' norðanlands í mismunandi hæð
yfir sjávarmáli. Telur hann þær vallarsveifgrasundirtegundir, sem inn-
lendar eru, mun harðgerðari en hinar innfluttu, enda víki hinar síðar-
nefndu fljótt úr sáðsléttu fyrir öðrum af íslenzkum uppruna. Við þessar
rannsóknir sínar notaði Áskell svipaða talningaraðferð og fyrirrennarar
hans, en ummál hringanna hefur liann nokkru stærri. Rannsóknir hans