Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Síða 61

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Síða 61
59 fræmagn þess var í blöndunni og þá fremur norðanlands en sunnan. Af þessu má draga þá ályktun, að það háliðagras, sem hingað hefur flutzt, sé mjög harðgert og breiðist jafnvel út með árunum. Er það eftirtektarvert, að þessi útbreiðsla er jafnvel meiri norðanlands en sunnan, og er það á kostnað annarra jurta, sem eiga þar örðugra upp- dráttar. Snarr ótarp untur. Þessi tegund hefur aldrei verið notuð í sáðblöndur hér á landi, og liggja þar margar orsakir til. Hefur hvorki verið fáanlegt fræ af henni né gæði hennar metin það mikils, að nokkur hafi sótzt eftir að fá hana til ræktunar. Þó er snarrótin víðast hvar í túnum og sléttum og þá vafalaust hvarvetna um alíslenzka stofna að ræða. I græðisléttum nemur magn snarrótarinnar milli 10 og 25% af gróðrinum, og er meira af henni norðanlands en sunnan. Þar sem hér er um að ræða alíslenzkt fóðurgras, sem þroskar fræ í flestum árum, er ekkiert furðulegt, þó að það breiðist út í nærliggjandi sáðsléttur, enda virðist það eiga sér stað, og hefst sú innrás þegar á fyrstu árum sléttunnar, eins og línuritið Línurit XXVI. Snarrótarpuntur. % í mism. árgöngum sléttna. % of Deschampsia caespitosa in fields of diff. age. Kalnar sléttur. Winterkilled fields.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.