Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Síða 62
60
bendir til um. Magn snarrótarinnar, sem breiðist þannig út, er nokkuð
misjafnt eftir jarðvegi og hirðingu sléttunnar, en að meðaltali nær
það að vera 10—20% af öllum gróðri þegar á 9. ári sléttunnar og
eykst lítið upp frá því. Víða vex hún í deiglendum hlutum túnanna,
þar sem kalhættan er að jafnaði mest, og er einnig aðalgrastegundin
á túnum, sem liggja hátt, enda virðist hún þola mótlætið allra grasa
bezt. Að vísu er jafnvel henni stundum ofboðið, ef ís liggur of lengi í
lægðum þeim, sem hún vex í, en þá hefði heldur engu öðru hágresi
verið vært.
Rýgresi.
Tegund þessi var notuð í blöndur árið 1931 og frá 1941—1951, en
aldrei svo, að nokkru næmi, eins og línuritið gefur til kynna. Enda þótt
sáðmagnið hafi aldrei verið mikið, mætti þó búast við, að gras þetta
fyndist viða i sáðsléttum, ef það á annað borð lifði sæmilega hér á
landi. Athuganir á gróðrinum gáfu þó aðra raun. Hvergi fannst rýgresi
í eldri sléttu en tveggja ára og þá aðeins við hin beztu vaxtarskilyrði.
Er af þessu auðsætt, að rýgresi er ekki harðgert gras, og því virðist
það naumast notandi í venjulegar fræblöndur hér á landi, ef dæma skal
eftir þoli þess. Grastegundin gefur aftur á móti mjög góða uppskeru á
fyrsta ári, en þar sem engar athuganir voru gerðar í eins árs sléttum,
skal af þeim sökum ekki lagt neitt mat á tilverurétt hennar í einstök-
um blöndum.
Línurit XXVII. Rýgresi. % í mism. árgöngum sléttna.
% of Lolium perenne in fields of diff. age.
20
15
10
5
1951 50 49 48 47 46 45 44 43 42 41 40 39 38 37 36 35 34 33 32 31
Kalnar sléttur.
WinterkiIIed fields.
15
10
5
0
' Suðurland S-heland
Norðurland N-Iceland
SlS-Llanda Seedmixture
Ókalnar sléttur.
Normal fields.
1951 50 49 48 47 46 45 44 43 42 41 40 39 38 37 36 35 34 33 32 31