Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Side 68
66
tíma, er sáð var, án þess að tillit væri tekið til jarðvegs sléttnanna, en
það er vitað, að gerð jarðvegs er einn aðalþáttur í lífsafltomu jurtar-
innar. Of langt mál væri að reyna að gera grein fyrir því, hvernig gróð-
urfar hinna fyrrgreindu sáðsléttna hefur breytzt frá einu ári til annars
i mismunandi jarðvegi, en aftur á móti skal reynt að gefa mynd af
meðalgróðurlendi þessara sléttna. Niðurstöður þessara athugana hafa
síðan verið birtar í línuriti XXXI, þar sem hlutföll helztu nytja-
jurta sléttnanna eru gefin upp í prósentum fyrir sex mismunandi flokka
íslenzks jarðvegs, bæði norðan- og sunnanlands. Flokkun jarðvegs, sem
notuð hefur verið, er að vísu nokkuð ófullkomin, en á þó að geta gefið
hugmynd um gróðurfar hinna helztu jarðvegstegunda.
Línurit þetta talar bezt sínu máli sjálft, en þó skulu hér rædd nokk-
ur atriði, er þar koma fram.
í sendnum jarðvegi virðist túnvingull vera ein algengasta jurtin eða
25—30% af öllum gróðri, en auk þess ber þar mikið á skriðlingresi og
vallarfoxgrasi.
í leirjörð virðist túnvingull ekki eins áberandi, og þar kemur fyrir,
að hávingull vex, og ault þess er þar snarrótarpuntur og hvítsmári.
Einnig ber þar nokkuð á háliðagrasi norðanlands.
Á melum virðist túnvingull og skriðlíngresi helztu grösin, en auk
þess ber þar mikið á háliðagrasi norðanlands og vallarfoxgrasi sunn-
anlands. í gömlum og frjóum moldarjarðvegi norðanlands er mikill
hluti gróðursins háliðagras, en þar næst kemur vallarsveifgras. Sunn-
anlands ber mun minna á háliðagrasi, en í þess stað er mikið af vallar-
foxgrasi. Þar kemur og fyrir, að hinar lingerðari grastegundir finnast,
svo sem hávingull, rýgresi og axhnoðapuntur.
í gömlum mýrartúnum er vallarsveifgras milli 15 og 20% af gróðrin-
um. Háliðagras er allt að 20% norðanlands, en aftur á móti er vallar-
foxgras meira sunnanlands. í yngri mýrartúnum virðist háliðagrasið og
vallarfoxgrasið vera meira en í þeim eldri. Hér gætir einnig hinna lin-
gerðu grasa, enda er stutt síðan sáð var til flestra þessara sléttna.
Lengst til hægri í hverju línuriti er súla, sem á að merkja hlutföll
annars gróðurs sléttnanna. Virðist hann einna mestur í göinlum mó-
mýrartúnum, en þar vex helzt mosi, elfting og hálfgrös.
Gróðurríki.
Allar fyrri athuganir á gróðurlendi landsins hafa leitt í ljós, að
hlutföllin milli útbreiðslu einstaklinganna í plöntusamfélaginu eru mjög
misjöfn eftir því, hvernig eðli jarðvegs og lega staðarins er.
Athuganir þær, sem gerðar voru á gróðurfari sáðsléttna og hér
hefur verið lýst að nokkru, bentu einnig' tvímælalaust til þess, að mik-
ið væri það undir jarðvegi og legu komið, hvað lifði af fræi sáðblönd-