Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Side 70

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Side 70
68 fjóra flokka og hafa fræblöndu fyrir hvern þeirra. Við val á fræblönd- um er fyrst og fremst rétt að styðjast við þau hlutföll, sem grasteg- undirnar hafa vaxið í á mismunandi jarðvegi í ýmsum landshlutum, og hvernig hinum aðfluttu sáðgrösum hefur reitt af við mismunandi skilyrði. Á þessum forsendum hafa verið ákveðnar 3 blöndur, sem nú skal nánar getið. HarÖlendisblanda. Það kemur greinilega í Ijós af umræddum athugunum, að rýgresi, axhnoðapuntur og hávingull eru allt of lingerðar jurtir til þess, að unnt sé að nota þær i fræblöndur fyrir þurrt og magurt land í fjallabyggð- um eða hinum kaldari landshlutum. Það má jafnvel ganga svo langt að segja, að þessi grös (einkum rýgresi) hafi verið skaðleg í sléttum, þar sem vöxtur þeirra var mikill á fyrsta ári og grösin beinlínis kæfðu annan harðgerari, en seinvaxnari gróður, en dóu síðan sjálf út á næsta vetri og skildu eftir beran og kalinn svörðinn. Slíkum jarðvegi er ekki unnt að koma á arðbærara stig með þeim grasstofnum, sem nú eru notaðir við ræktun sáðsléttna, en túnvinguls/skriðlíngresis-stig eða hæsta lagi vallarsveifgras/skriðlíngresis-stig, þótt notaðar séu allar beztu vinnsluaðferðir, og er því ekki réttlætanleg sáning rýgresis, ax- hnoðapunts og hávinguls og annarra lingerðra jurta á slíkum stöðum. Fyrir þess háttar land ber að hafa sérstaka fræblöndu harðgerðra grasa. í henni þarf aðallega að vera háliðagras, túnvingull og skriðlín- gresi. Auk þess væri ekki úr vegi að reyna að afla fræs af snarrótinni og nota í blönduna, því að það hefur sýnt sig', að á mörgum bæjuin, sem hátt liggja, er snarrótin aðalgrasið og myndar þar samfelldan gróður. Hefur henni allt of lítill sómi verið sýndur, en lingerðum grös- um sáð í hennar stað. í þessari blöndu væri einnig rétt að hafa nokkurn smára. Valllendisblanda. Öðru máli gegnir með valllendi og tún norðanlands og þó sérstak- lega sunnanlands. Þar á vallarfoxgrasið að vera aðaljurtin (með háliða- grasi norðanlands), en einnig skal hafa í blöndunni vallarsveifgras, hásveifgras, dálítið af túnvingli og hvítsmára. Sé um þá staði að ræða, sem mikla veðursæld hafa, eða ætlunin að hafa sáðskipti á landinu, er ekki fráleitt að reyna harðgerða stofna af rýgresi, axhnoðapunti og hávingli með blöndunni, þar sem þessi grös hafa mikið fóðurgildi og eru snemmsprottin. Ættu bændur að hafa völ á að kaupa þess háttar fræ og blanda sjálfir.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.