Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Page 71

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Page 71
69 Mýrlendisblanda. í mýrlendi getur blandan verið svipuð og valllendisblandan, en víða mun það hafa litla þýðingu að sá þar hvítsmára, þótt sýktur sé. Jarðvegur mýranna er kaldur, og því eru þar allar efnabreytingar hægar og sömuleiðis gerlastarfsemi. Köfnunarefnisnáms rótarbaktería smárans mun því elcki gæta mikið. Getur það því varla staðizt, að það svari kostnaði að sá smára í slíkan jarðveg vegna köfnunarefnisvinnslu hans, og til mikils fóðurauka er liann ekki, þar sem hann deyr að mestu út á fyrsta vetri, nema þar sem mýrin er orðin gömul og jarð- vegurinn er þurr og myldinn. Smárafræ er dýrt og því álitamál, hvort á að sá honum aðeins til þess að fá uppskeru af honum á fyrsta ári. Með þeirri fjölgun á sáðblöndum, sem hér hefur verið stungið upp á, vinnst aðallega tvennt: 1 fyrsta lagi sparast mikið magn af grasfræi, þar sem reynt er að nota á hverjum stað aðeins þær tegundir, sem bezt henta, og í öðru lagi minnkar kalhættan mikið í þeim sléttum, sem harðgerðar teg- undir eru notaðar i. Þess ber þó að geta, að aldrei verður hægt að gefa uppskrift af blöndu, sem ekki getur kalið einhvers staðar í illu árferði, en með þessu má þó bæta mikið það ástand, sem nú ríkir í þessum málum. Niðurlagsorð. Hér að framan hefur verið skýrt frá athugunum, sem gerðar voru á ræktuðu graslendi norðan- og sunnanlands á árunum 1951 og 1952, og sýnt fram á, að sáðsléttur síðari ára hafa orðið fyrir meira kali en annað ræktað land, meðal annars vegna þess, að í sáðblöndur síðari ára hefur vantað nægilega harðgerðar grastegundir. Síðan er varpað fram nokkrum tillögum, byggðum á niðurstöðum þessara athugana, um endurbætur í jarðrækt með sérstakri hliðsjón af kalhættu gras- lendisins. Þess ber að geta, að til grundvallar þeim ályktunum, sem gerðar hafa verið, liggur rannsókn á litlum hluta þess lands, sem um er að ræða. Er því ekki rétt að líta á árangur athugananna sem endan- lega niðurstöðu eða tillögur um endurbætur, sem einhlíta lausn á vanda- málunum, heldur verður að skoða þessar athuganir sem einn þátt i þeim rannsóknum, sem nauðsynlegt er að gera til þess, að hægt sé að finna nokkra úrbót á því, sem miður fer. Hvað viðvíkur sáðblöndum, liefur ekki verið lagt út í að gefa upp- skriftir fyrir fræmagni tegundanna í blöndunum, sökum þess, að engin algild hlutföll eru til.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.