Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Page 72

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Page 72
Yfirlit Sumurin 1951 og 1952 voru gerðar athuganir á kali og gróðurfari 288 sléttna á 130 bæjum sunnan- og' norðanlands. Var tilgangur athug- ananna að rannsaka þá þætti, er valdið gætu kali, og leita að hugsan- legum úrbótum eða vörnum gegn því. 1 skýrslu þeirri, sem hér er birt um árangur þeirra athugana, er viðfangsefninu gerð skil í tveimur köflum. Er fyrri kaflinn um kal, en sá síðari um gróðurfarsbreytingar í sléttum. Fyrri kaflinn hefst á skilgreiningu á orðinu kal, eldri athugunum og lífeðlis- og' eðlisfræðilegum skýringum á fyrirbrigðinu. Er því næst rakin saga kalára hér á landi og hent á, að kal sé engin nýlunda í íslenzkum landbúnaði. Leitazt er við að taka það skýrt fram, að kal orsakast af kaldri og óhagstæðri veði’áttu vetrar- og vormánuðina, sem alltaf má búast við, og mun því aldrei hægt að umflýja kal með öllu. Aftur á móti er talin ástæða til að reyna að minnka kalhættu sléttn- anna og í því sambandi skýrt frá áhrifum hinna einstöku eiginleika gróðursvæðisins á kalið. Eru gefin upp í línuritum hlutföll rnilli kalinna og ókalinna sléttna sunnanlands- og norðan, og eru þær aðstæður taldar hafa aukandi áhrif á kal, sem hafa meira en 50% kalnar sléttur. Kemur þá í ljós, að kal hefur farið nokkuð eftir landshlutum. Er kal talið mest á nýbýlum kringum Reykjavík, á Skeiðum og í Holtum, í Skaftártungu og í Þingeyjarsýslu. Einkum munu sléttur í miðsveit- um og á efstu bæjum hafa faiáð illa. Norður- og austurhalli á sléttum er talinn verstur, en hallalaust og' slétt yfirborð að öðru leyti verra en hallandi. Mýrarjarðvegi er talið hættast við kali, einkum ef votur er, og skurðakerfi koma ekki að miklu gagni, ef ekki er sléttað úr upp- ruðningum, enda virðist yfirborðsvatn, sem liggur á sléttunum og frýs, stuðla mest að kalinu. Sáðsléttur hafa farið Arerr en græðisléttur og nýjar verr en gamlar, sem orsakazt gæti af þvi, að í þær vantar meðal annars háliðagras, skriðlíngresi og túnvingul. Bent er á, hvaða varnir koma helzt til greina gegn kali, svo sem val túnstæða, þurrkun, frá- veita yfirborðsvatn o. fl. og einnig, hvernig græða má kalbletti með völtun, slætti og sáningu. Síðari kaflinn er um gróðurrannsóknir á túnum. í honum er skýrt frá og sýnt með línuritum, hvernig gróðurfar sléttna hefur breytzt frá

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.