Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Qupperneq 19

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Qupperneq 19
sem vart eiga sinn líka um stærð. Gróður í þeim er mun meiri en annars staðar í hrauninu ofan láglendis. Lakagígar eru friðaðir sem náttúru- vætti. Er friðunin fyrst og fremst í þeim tilgangi að koma í veg fyrir akst- ur upp eftir gígkeilunum, sem margar hverjar eru grágular af mosagróðri, en sú gróðurþekja er mjög viðkvæm og hjólför um hana hverfa seint. Hins vegar er akstur leyfður suður með- fram gígaröðinni vestanverðri og af þeirri bílaslóð er auðgengt á gígana. Hraunió þekur meir en 0,5% af íslandi Skaftáreldahraun þekur meir en hálft prósent af íslandi öllu. Þorvaldi Thoroddsen mældist flatarmál þess vera 565 km2. Er sú tala eitthvað í undirkanti, en þó ekki fjarri réttu. Heildarrúmál hraunsins áætlaði Þor- valdur vera 12,3 rúmkílómetra. Er sú tala miklu meira álitamál, því harla erfitt er að gera sér grein fyrir þykkt hraunsins allvíða og hvergi hefur verið borað gegnum það. Telja má öruggt, að Þorvaldur hafi ofmetið verulega rúmmál vestra hraunsins ofan byggð- ar. Hins vegar hefur sá er þetta ritar komist að þeirri niðurstöðu, að hann hafi vanmetið verulega þykkt bæði vestra og eystra hraunsins niðri á lág- lendinu og muni það vega að mestu á móti því sem ofmetið var í efra. En heildarrúmmálið er ekki hægt að gefa upp án talsverðra skekkjumarka. Mun vart mjög fjarri réttu að áætla það 11 km3, skekkjumörk til eða frá 1 km3. Skaftáreldahraun er basalthraun, legur mosagróinn gígur sunnan við Laka. Á neðri mynd- inni sést hvernig hraunstraumurinn hefur stöðvast við Skaftá áður en hann flæddi yfir það sem nú er gróið tún við bæinn Hvamm í Skaftártungum. þeirrar gerðar er bergfræðingar nefna þóleiít. Nærri eldstöðvunum er hraun- ið á blettum helluhraun, en í heild er það mestmegnis apalhraun, sums stað- ar nokkuð slétt yfir að líta, annars staðar allt í hólum og dældum. Mestur hæðarmunur hóls og lægðar hefur mælst 24 m. Austan Teygingalækjar eru í eystra hrauninu stór hraunhvolf og kringlótt niðurföll með þverbröttum veggjum. Á stöku stað er gervigíga að finna, bæði í efra og niðri á láglendi. Á lág- lendi, og raunar víðast ofan byggðar, er Skaftáreldahraun þakið gambur- mosa svo þykkum á láglendinu, að þæfingsfærð er yfir það sums staðar. Mosinn er grár yfir að líta í þurrkum, en gulur eftir regn. Krækilyng og víði- tegundir er víða að finna og ærið margar jurtir aðrar, ef vel er að gáð. Vegna yfirflæðis úr Skaftá er hluti vesturhraunsins á láglendi að breytast í sandsléttu með melgresi og öðrum tilheyrandi gróðri. Hér og þar er að finna í hrauninu óbrennishóla, grónari miklu en hraun- ið sjálft. Upp úr vesturhrauninu standa nokkrir gervigígar úr Eld- gjárhrauninu, sem undir liggur. Þar sem heita Skælingar norðaustur af Eldgjá hefur Skaftáreldahraunið flætt inn í þverdal og myndað stóra hraun- tjörn, sem síðan hefur tæmst að mestu, en skilið eftir hina furðu- legustu strípa og skrípi. Þar sem hraunið hefur flætt um farvegi Hverf- isfljóts og Skaftár er það víða allhrika- legt, svo sem hjá Skaftárdal, þar sem af verða myndarlegir fossar í Skaftá. Og mikilfenglegar eru þær yfir að líta hraunbreiðurnar á láglendinu, storkn- aður og stirðnaður hafsjór, sem reynist búa yfir furðumikilli fjölbreytni ef að er gáð. Áttatíu milljónir tonna af brennisteinssýru? Þess var áður getið, að niðurstaða Þorvalds Thoroddsens varðandi út- breiðslu og rúmmál þess hrauns er brann í Skaftáreldum væri ekki fjarri réttu. En hann ofmat mjög gjósku- myndunina. Rúmmál gjóskunnar áætl- aði hann vera 3 rúmkílómetra. Það er vissulega erfitt að áætla gjóskumagn- ið, en samkvæmt þeim athugunum, sem fyrir liggja, er tíundi hluti af því magni, sem Þorvaldur áætlaði, þ.e.a.s. 0,3 km3, rímileg tala. Og Þorvaldur reyndi alls ekki að giska á magnið af því gasi, sem barst til andrúmsloftsins í þessu gosi, sem var í reynd mesti tjónvaldurinn þegar tekið er til lands- ins í heild. Öll kvika inniheldur meira eða minna af reikulum efnum, er losna úr henni sem lofttegundir. Hér er, auk vatnsgufu, sem mest er af, um að ræða lofttegundir svo sem brenni- steinssýring (SO2), koltvíildi (CO2), klórvetni (HCl) og flúorvetni (HF). Hættulegustu lofttegundir gróðri og skepnum eru flúorvetnið og brenni- steinsvetnið. Flúorið berst frá eld- stöðvunum með gjóskunni, þar eð það binst yfirborði gjóskukornanna og mengar bæði gjósku og gras þar sem gjóskan er svo fíngerð, að hún loðir við það. Hefur flúoreitrun verið mikill skaðvaldur í sumum Heklugosum, síð- ast í gosinu 1980, og vafalaust átti hún sinn þátt í skepnufelli og manndauða í Skaftáreldum. Brennisteinssýringurinn oxast fljótt í SO.i og brennisteinssýru (H2SO4), sem berst frá eldstöðvunum aðallega sem svo kallaðir ördropar (aerosol). Það var fínasta öskurykið, og þó aðal- lega lofttegundir, úr Skaftáreldagos- um, sem ollu þeirri bláleitu móðu, sem lá yfir öllu fslandi sumarið 1783 og „Móðuharðindin“ draga nafn af. Hversu mikið magn af þessum loftteg- undum barst upp í andrúmsloftið hafa menn reynt að áætla með ýmsu móti. Mjög erfitt er að mæla gasinnihald kviku. Mælingar þær er Guðmundur E. Sigvaldason og samverkamenn hans framkvæmdu í Surtseyjargosinu, eru taldar einna öruggustu mælingar, sem gerðar hafa verið. Sé gert ráð fyrir svipuðu innihaldi í kviku þeirri er myndaði Skaftáreldahraun og hraunmagnið svipað því sem Þorvald- ur Thoroddsen áætlaði, hafa myndast um 20 milljónir tonna af koltvíildi (,,kolsýru“) og annað eins af brennisteinssýru. En líklegt er að síð- ari talan sé mikið of lág. Danskur vís- indamaður, C. U. Hammer, hefur mælt leiðni rafmagns í ískjörnum úr Grænlandsjökli og komist af því, að stór eldgos gefa sig þar til kynna með aukinni leiðni vegna þeirra ördropa, aðallega brennisteinssýru, sem fallið hafa á hjarnið eftir gosin. Langmesta leiðni síðustu þúsund árin er að finna í 17 STORO
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.