Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Side 30

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Side 30
Grýlunum breyttist þetta og ég fór að syngja það sem ég vildi. Ef maður syngur það sem maður hef- ur góða samvisku gagnvart finnur fólk það einhvern veginn ómeðvit- að. Og hún hélt áfram: Á tónleikum klæðum við okkur alltaf ýkt. Mottóið er: Ekki einn ákveðinn stíll. Mikil málning og skrautleg föt. Við erum farnar að nota þessi trix og á götunum sjáum við fullt af Grýlum nú orðið. I gær var ég inni á Hlemmi að bíða eftir strætó. Þá vék einn af þessum vísitölu- náungum sér að mér og sagði: Voðalega crtu ljót. Grýlurnar fara bersýnilega í taug- arnar á honum. Ég leyfði mér að segja henni frá reynslu minni á hennar aldri. Eng- inn var meira elegant en Carl Bill- ich þar sem hann spilaði á Borg- inni og í Naustinu í gamla daga. Aldrei hefði honum dottið í hug að láta söngkonu troða upp nema henni svipaði fremur til Mjallhvít- ar en Grýlu. — Eða af hverju þessi Grýlutend- ens? spurði ég svo. Þá brosti hún til mín og sagði: Þetta er ekki sami bæklingurinn og áður og kannski finnst foreldr- unum (þetta tók ég til mín) við ekki huggulegar, en útlit og fram- koma á sviði skipta máli. Ef ég fíla fólkið með mér fæ ég útrás. Klassagrýla___________________ Svo bætti hún við: Við þurftum að gefa grúpp- unni nafn. Hinir og þessir höfðu sent okkur langar runur af nöfnum. Við hugs- uðum mikið um nafnið Leður- nunnan. Þá datt mér í hug Grýl- urnar. Pétur Kristjánsson (hann hefur verið í öllum hljómsveitum á fslandi, sagði hún til skýringar þegar hún sá að ég kannaðist ekki við manninn) kallaði allar stelpur grýlur fyrir nokkrum árum: Stuðgrýla, gæðagrýla, ljót grýla og falleg grýla eða klassagrýla. Það var best. Við vorum búnar að hálf- gleyma þessu en þarna var nafnið fundið. Á bílskúrsæfingunni var Ragga komin í svartan, öklasíðan kjól í staðinn fyrir mínipilsið. Með hekl- að net jafnsvart fyrir svuntu. Hár- ið var sumpart strokið en sumpart úfið og stóð út í loftið eins og brúskur. Mikið máluð og í rauðum skóm. Trommuleikarinn, Linda Björk Hreiðarsdóttir, var í heið- gulum sokkum og rauðum leist- um, hvítum strigaskóm og^ svört- um hosum upp á legginn. í græn- um bol niður fyrir mjaðmir, svörtu vesti og snjáðum karlmannsjakka brúnum utan yfir. Hún var með leðurhanska meðan hún barði trommurnar, sennilega til að fá ekki sigg í lófana. Það átti ég erfitt með að skilja þar sem hún vinnur við húsasmíðar, jafnvel múrverk, þegar hún sleppir slagverkinu, af því að henni leiddist í fiski á Eyr- arbakka. Gítarleikarinn Inga Rún Pálma- dóttir kom beint úr vinnunni, hljómplötudeild Karnabæjar, og vínrautt hárið stóð út í allar áttir. Bassaleikarinn Herdís Hallvarðs- dóttir er í Tónlistarskólanum. Hún skar sig úr hópnum fyrir látlausan klæðaburð. „Skulum reyna að vera svolítið fóní“ Og svo byrjuðu Grýlurnar að æfa. Lögin voru enn í mótun, en höfðu samt nafn: Símjúkur og Draumurinn. Hið síðara var „franskur söngur með afrískum STORÐ 28
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.