Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Page 45

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Page 45
um það hvernig sviðið á að líta út.“ En þegar tölvan hefur verið mötuð eru möguleikarnir stórkostlegir. „Það furðulegasta við TRON er það,“ segir Lisberger, „að baksvið- ið kemst allt fyrir á skrifborði. Þar er tölvuskrá með tveim diskum sém á eru nauðsynlegar upplýs- ingar til að endurgera þessar mynd- ir. Fyrir TRON hönnuðum við fyrsta landslagið ættað úr vídeó- leikjunum. Ef við viljum gera TRON 2 köllum við fram þessa veröld og gerum fleiri eftirlíkingar af henni.“ The Secret of NIMH er hins vegar ein þeirra teiknimynda sem vinna verður í höndum. Elún er byggð á verðlaunaðri barnasögu eftir Robert C. O’Brien: Mrs. Frisby and the Rats of NIMH. Hún segir frá leit músaekkju að Walt Disney_______ þreyttist aldrei á að brýna fyrir mönnum: „Setjið söguna fyrst sómasamlega saman“ nýju heimili fyrir sig og grislinga sína þegar hætta er á að gamla heimilið eyðileggist í vorplæging- unum. Hún leitar hjálpar hjá rott- um sem hafa hlotið menntun sína í rannsóknarstofu. Um fyrirsjáan- lega framtíð mun það verða miklu dýrara að mata tölvu á upplýsing- um sem gera henni kleift að tjá tilfinningar sjúks barns og móður þess — eða líkja eftir leikaranum John Carradine sem leggur til rödd uglunnar í NIMH — heldur en vinna verkið í höndum. Don Bluth, framleiðandi The Secret of NIMH, yfirgaf Disney- fyrirtækið ásamt tíu samstarfs- mönnum sínum þar. Hann segir að uppreisnarmennirnir hafi hætt hjá Disney til að geta framleitt kvik- myndir í eigin kvikmyndaveri. Myndirnar eiga að líkjast þeim sem gerðar voru hjá Disney fyrir 40 árum, en þá var eftirlætiskvik- mynd Bluths, Bambi, einmitt unn- in. Bæði The Secret of NIMH frá Bluth og The Fox and the Hound frá Disney hafa dýr í aðalhlutverk- um, en eru engu að síður dæmi- sögur um mannlegt líf. Sögunum lyktar vel og aðaláherslan er ekki lögð á brellurnar — glampana og skuggana — heldur innsæi í mann- lega hegðun. Enn um sinn eru „klassískar“ að- ferðir allsráðandi við gerð teikni- mynda í kvikmyndaveri Disneys og öðrum aðferðum verður ekki til að dreifa hjá Bluth. Bluth og sam- starfsmenn hans eru þegar komnir á kaf í gerð annarrar teiknimyndar sinnar en hún byggir á norrænu þjóðsögunni Fyrir austan sól og sunnan mána. Hjá Disney hefur Mikki mús feng- ið fyrsta kvikmyndahlutverk sitt í 29 ár. Hann verður í hlutverki Bob Cratchit í hálftíma langri teiknimynd eftir sögu Charles Dickens, Christmas Carol. Og gerð klassískra teiknimynda held- ur áfram með The Black Caul- dron, kvikmynd sem byggð er á welskri þjóðsögu. Unnið hefur verið við myndina síðan 1976 og enn er langt í land með að verkinu ljúki. A sama tíma er Disneyfyrirtækið að taka næsta skref í tölvutækn- inni. Tveir ungir kvikmyndagerð- armenn, John Lasseter og Glenn Keane, eru að skipuleggja 30 sek- úndna atriði úr barnabók Maurice Sendaks, Where the Wild Things Are. í því eltir snáðinn Max hund- inn sinn út úr herbergi, eftir gangi og niður stiga. Max og hundurinn hans verða teiknaðir á venjulegan hátt, eins og allar persónur í öðrum teikni- myndum frá Disney — eða Bluth. En það er tölva sem litar Max og er þá ekki lengur þörf fyrir þá sem hafa séð um að lita teiknimyndirn- ar. Enn byltingarkenndara er að herbergi Max, stiginn og gangur- inn verða að líkindum tölvustýrt umhverfi, hannað af MAGI. Ef tilraunin með Where the Wild Things Are tekst gæti aðferðin hugsanlega dugað fjölda annarra ævintýra. Disney-fyrirtækið undir- býr nú gerð kvikmyndarinnar Re- turn to Oz sem er fyrsta leikna myndin um Oz frá því hin sígilda Galdrakarlinn í Oz var gerð árið 1939. „Ef tölvustýrt myndmál þróast nógu ört,“ segir Wilhite hjá Disneyfyrirtækinu, „gæti Oz orð- ið tölvuríki.“ Endanlegar niðurstöður sýna eftir sem áður að það eru ekki tækni- brellurnar sem lengja lífdaga E. T. og Bamba. Geimveran gerð úr gúmmíi og stáli og dádýrið teikn- að með blýanti á pappír eru hlutar af söguþræði sem áhorfendur trúa á. Walt Disney þreyttist heldur aldrei á að brýna fyrir mönnum: „Setjið söguna fyrst sómasamlega saman.“ Eftir________________ John Culhane.________ Solveig K. Jónsdóttir þýddi. E.T. (Universal) 43 STORÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.