Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Qupperneq 50

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Qupperneq 50
Eftir Hjört Pálsson Ljósm. Páll Stefánsson Veður var þurrt þegar við lentum á Akur- eyri. Við höfðum ver- ið að vonast eftir fal- legum degi fyrir norð- an og glætublettir í skýjahulunni gátu bent til þess að úr rættist. Um leið og Páll settist undir stýri iofaði hann sól í Svarfaðardal klukkan hálfþrjú. Á Ieiðinni út með Eyjafirði voru við- komustaðir okkar tveir: Glæsibær og Stærri-Árskógur. Kristján hafði lokið við handrit að bókinni um Arngrím, en var enn að safna myndum. Hann hafði samið um það við Pál að koma við í þessari för á þremur kirkju- stöðum og taka Ijósmyndir af altaris- töflum sem nota átti í bókina. Við vorum á Dalvík um hádegisbil. Spádómur Páls virtist ætla að rætast, því að sífellt var að létta til og nú skein sól á götur bæjarins. Það var létt yfir Kristjáni og hann var kvikur í hreyfingum þegar við stigum út úr bílnum á Tjörn. Hjörtur bróðir hans var einhvers staðar úti við, en mágkona Kristjáns, Sigríður Hafstað, var með hrífu í garðinum og með þeim urðu fagnaðarfundir. Hún bauð okkur til stofu og áður en varði var Kristján farinn að tala um ætt sína og uppruna yfir rjúkandi kaffibolla: Foreldrar mínir voru úr Svarfaðardal, höfðu þekkst frá upphafi og ólu hér all- an sinn aldur. Móðir mín, Sigrún Sigurhjartardótt- ir, sem látin er fyrir tutt- ugu og þremur árum var frá Urðum, en faðir minn, Þórarinn Kr. Eldjárn, sem lengi var kennari í sveitinni fædd- ist hér á Tjörn og átti hér heima ævi- langt. Hann eignaðist jörðina eftir föð- ur sinn og bjó á henni frá 1913 til 1959, síðustu níu árin í sambýli við Hjört bróður minn, og var hreppstjóri frá 1929 til æviloka, 1968. Faðir hans, séra Kristján Eldjárn Þórarinsson, sem fæddur var á Ytri-Bægisá varð hér prestur 1878. Þessi afi minn og alnafni kom þá hingað í dalinn eftir sjö ára prestsþjónustu á Stað í Grinda- vík. Faðir hans hafði um eitt skeið verið kapellán og bóndi á Tjörn og Völlum og séra Kristján var að veru- legu leyti alinn upp hjá afa sínum þar fyrir handan, en hann var ekki borinn og barnfæddur Svarfdælingur og það var kona hans ekki heldur. Hún var prestsdóttir af austfirskum ættum og hét Petrína Soffía Hjörleifsdóttir. Faðir hennar, séra Hjörleifur Gutt- ormsson, sem lengi var prestur á Skinnastað tók sig upp úr því brauði roskinn maður og fékk Tjörn 1870. Hér var hann þangað til afi minn kom, en fluttist þá í Velli og var þar prestur í sex ár. Ekki er að orðlengja það að dóttir hans giftist nýja prestinum á Tjörn og hér voru þau upp frá því, enda kunnu þau vel við sig á staðnum og ég efast um að nokkurn tíma hafi hvarflað að afa mínum að sækja burt. Hann keypti jörðina 1915, tveimur ár- um áður en hann dó. Þó að hann væri kannski ekki neinn sérstakur búhöld- ur, þá þótti hann skemmtilegur karl og brallaði margt þegar hann var í skóla og af vinum hans og góðkunn- ingjum frá þeim árum gæti ég nefnt skáldin Jón Ólafsson og Kristján Jónsson og séra Valdimar Briem. Ég er sem sagt ekki Svarfdælingur langt í ættir fram eins og sjá má af þessu, þó að mörg sporin hafi afar mínir og ömmur átt um þennan dal og hér heima á Tjörn, en það er óhætt að segja að ég sé einkanlega kominn af norðlenskum og austfirskum ættum og forfeður mínir hafi verið bændur og prestar mann fram af manni. Mér dvaldist í stofunni á Tjörn meðan fólkið færði sig fram og Kristján brá sér frá. Þegar ég fór að leita að honum var hann kominn út í kirkjugarð og Kristján í hlaðinu á Tjörn, en á bak við hann er tjömin, sem bærinn er kenndur við. Kristján bendir viðmælendum sínum út eftir Svarfaðardalnum, sem honum var svo kær. UPPHAFSOPNA: Kristján í kirkjunni á Urðum. STORO 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.