Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Side 53

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Side 53
 * Kristján hafði gleymt að hafa með sér lyklana að sumarbústað sínum, sem verið var að endurbyggja, og gægðist því inn um glugga til að sjá hvernig verkinu miðaði. heiðum himni. Flugur suðuðu í grasi og talsverðan spöl fyrir neðan húsið á Tjörn rann áin, djúp og Iygn. Á stöku stað sáust skepnur á beit og hey sem komið var í sæti; annars staðar var búið að hirða. Fyrir handan blöstu bæ- irnir í Austurkjálkanum við í þéttri röð, umgirtir grænum túnum í ágúst- blíðunni. Ekkert rauf kyrrðina nema tal okkar. Eg spurði Kristján um for- eldra hans, bernsku og uppeldi sem hann kvað hafa verið svipað og önr.- ur sveitabörn fengu á bernskuárum hans. Þau hefðu ekki haft úr eins miklu að spila og seinna varð, ekki haft jafnmarga hluti handa á milli, enda hefði úrvalið verið minna og viðhorfin mótast af því. Enginn saknaði þess sem hann þekkti ekki og þess vegna hefði skort- ur á ýmsum efnislegum gæðum sem nú þættu sjálfsögð ekki varpað nein- um skugga á líf sitt og jafnaldra sinna í þá daga eins og menn virtust stund- um halda nú. Tjarnarheimilið hefði verið vel bjargálna heimili og foreldr- um sínum tamara að líta björtum aug- um á tilveruna og skyggnast fram á veginn en aftur. Faðir sinn hefði verið félagsmálamaður og sveitungar hans treyst honum til margra starfa. Hann hefði af þeim sökum oft þurft að bregða sér að heiman, en Kristján sagðist ekki muna annað en hann hefði gefið sér þann tíma sem hann gat til þess að sinna búi sínu og börnum. Þau hefðu verið vanin við að ganga til al- gengra starfa þegar þau höfðu aldur til, svo að þau hefðu haft nóg við að vera. En á heimilinu hefði iíka ríkt andi fræðslu og upplýsingar og þau þess vegna verið hvött til að afla sér þekkingar eftir föngum og meta hana að verðleikum. Faðir sinn hefði verið gagnfræðingur sem þótt hefði býsna haldgóð menntun á æskuárum hans. Seinna hefði hann verið vetrarlangt í lýðháskóla í Noregi og sótt námskeið við kennaraskólann. Ekki hefðu þá all- ir átt slíks kost, en hann hefði snemma verið staðráðinn í að greiða börnum sínum leið í skóla. Sigrúnu móður sína kvað Kristján hafa verið hógværa dugnaðarkonu sem stjórnað hefði heimilinu innan stokks af röskleik og útsjónarsemi, en um leið haft vakandi áhuga á öllu sem búinu viðvék. For- eldrar sínir hefðu verið stillt og stað- föst og samhent í lífi og starfi og veitt börnum sínum ástúð og umhyggju og góð skilyrði til þroska. Tjörn hefði verið þannig í sveit sett að þar hefði oft verið gestkvæmt og þéttbýlið í sveitinni valdið því að fólk þekktist vel og fylgdist grannt hvað með annars högum. Þetta hefði verið gott og mannúðlegt samfélag eins og nú mundi vera sagt og þess vegna ekki annað hægt að segja en að það hefði verið gott að vera barn og unglingur í Svarfaðardal. ristján tók sér mál- hvíld og leit í kringum sig. Svo spurði ég hann hvort búið hefði verið stórt. Nei, það var ekki stórt. Það fer auðvitað eftir því við hvað er miðað, en kannski hefur ekk- crt stórt bú verið til í Svarfaðardal. Hér voru venjulega rúmlega hundrað kindur og svona sex eða sjö kýr. Þetta þótti nú nokkuð stórt á svarfdælska vísu, því að það voru ekki mörg bú stærri í dalnum. Aftur á móti voru þau mörg eitthvað talsvert minni. Það var búið smátt og þéttbýlið afskaplega mikið eins og það er enn þann dag í dag. Hér hefur alltaf verið „setinn Svarfaðardalur“ eins og segir í gömlu orði og þess vegna voru jarðirnar alltaf litlar. Ég hef oft verið spurður hvort Svarfdælingar heima og heiman væru samheldnari en aðrir og hvort þéttbýl- ið hafi átt einhvern þátt í því, en ég er ekkert viss um að þetta sé rétt. Ég sé að í Reykjavík hópast menn saman eftir landshlutum og það gera Svarf- dælingar líka, en ég veit ekki hvort þeir hafa nokkra sérstöðu að því leyti. Frekar samheldnir má sjálfsagt segja að þeir séu og það getur vel verið að þéttbýlið í dalnum hafi stuðlað að því að gera þá félagslynda. Og svo er ann- að sem kannski hefur haft einhver áhrif á Svarfdælinga og tengt er þétt- býlinu. Þeir bjuggu smátt og urðu þess vegna að vera mjög nýtnir. Það hcld ég að þeir hljóti að hafa verið hér áður og það fram úr öllu lagi á meðan búið var við frumstæðan landbúnað. 51 STORO
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.