Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Qupperneq 61

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Qupperneq 61
góðri jörð. Það er hún enn, en engjarn- ar voru ennþá dýrmætari áður en búið var að rækta upp þessi stóru tún og hætt var að heyja eins og við gerðum í gamla daga þetta kúgæfa hey sem hér er svo mikið af. Tjörnin sem bærinn dregur nafn af er að vísu orðin minni en hún var. Hún hefur gróið upp og bakkarnir eins og færst saman, en á þeim árum þegar ég tók þátt í hey- skapnum sem nokkurn veginn full- gildur maður voru þessir grasgefnu engjahólmar hérna niður frá með margbreytilegum gróðri taldir helstu hlunnindi og aðalkostur jarðarinnar. Dalvíkingar áttu þá margar kýr og framleiddu sjálfir sína mjólk og faðir minn lánaði þeim oft spildur til að slá, en sum árin heyjuðum við miklu meira en þurfti hér heima og þá var stundum selt af þessu. Nú orðið eru engjarnar nýttar allt öðruvísi. Nú dettur engum í hug að slá þessar rennandi blautu engjar, eins og við gerðum, og draga heyið fram á þurrt, heldur eru kýrnar látnar hafa þær sem sumarhaga og aðeins slegið þar sem þurrt er, eins og þú getur séð hérna núna, og sumt meðfram ánni hefur meira að segja verið ræktað upp. Við slógum með vél þar sem þurrast var þarna niður frá og voru það feiki- lega góðar slægjur. Fremst á bökkun- um var mikið af elftingu sem ein- göngu var gefin hestum, en þegar nær dró tjörninni og farið var að blotna breyttist grasið og komu ýmsar starir. Og svo varð alltaf blautara og blautara og störin sífellt stórvaxnari þangað til komið er hérna upp í tjörnina þar sem ferginið vex. Það var náttúrlega ekki hægt að slá það með vél, því að þar var vatnið víða í hné eða mitt lær, en við slógum það með orfi og drógum á heysleða fram á þurrkvöllinn nær Svarfaðardalsánni. Mér sýnist vera miklu minna um ferg- in nú en áður var, þetta er líklega mest stör núna, en það var dálítið gaman að sjá þetta og alltaf þótti okkur skemmtilegt að slá ferginið, þó að sukksamt væri og það stæði djúpt. Og fergin er mjög gott fóður, kýr gráðug- ar í það og reyndar allar skepnur. Þetta var auðvitað á hestatímabilinu, ekki komnar neinar dráttarvélar, svo að við vorum eingöngu með hestavél- ar, hestasláttuvél, hestarakstrarvél og hestasnúningsvél. En það var auðvelt að koma þeim við af því að engjarnar voru svo sléttar. Þetta átti allt saman vel við mig. Þeg- ar farið var niður eftir lá leiðin hérna fyrir framan, fyrir sunnan tjörnina. Þar var ós langt fram og var mikil bót að því þegar faðir minn lét gera veg, sem enn sést móta fyrir, og brúa ósinn svo að fara mátti um með hestvagn. f tjörninni er silungur, en ekki talinn til mikilla hlunninda og í minni tíð var hann afar lítið veiddur. En einhver reytingur fæst alltaf ef reynt er að leggja, bæði af silungi sem er hér allt árið og þykir nú víst ekki góður og svo af sjórunnum silungi, þó að merkilegt sé, og gengur hann eftir ósnum sem liggur úr tjörninni út í ána. g er nú líklega búinn að tala nóg um heyskap, en J það verður að virða mér ■ "l það á betri veg af því að i mér þóttu fá eða engin verk skemmtilegri. Það var auðvitað ekki að sökum að spyrja, öll sveitabörn lærðu að fást við hann undireins og þau höfðu krafta til og ég held við höfum öll haft jafngaman af honum, krakkarnir, þó að við höfum kannski stundum verið búin að fá nóg á haustin. Og ég man enn þegar ég lærði að slá sem var nú hámark ánægjunnar. Einn morgun þegar ég kom á fætur og fór fram sá ég lítið orf, alveg nýsmíðað, í svokölluðu Norðurhúsi, skála öðrum megin við bæjardyrnar. Mér bauð nú strax í grun hvað það mundi tákna, að þetta mundi vera ætlað mér. Sá sem smíðaði það hét áreiðanlega Jó- hannes, mjög kynsæll maður hér um slóðir, langafi flestra Svarfdælinga held ég, hann Jóhannes gamli. Mér var svo gefið þetta orf og fenginn ljár eins og við átti og ég man alveg upp á hár hvar ég byrjaði. Það var á örlitlum sléttum bala fyrir neðan bæinn þar sem óx stararkenndur gróður. Karl- arnir voru að slá þarna og pabbi lét mig byrja á þessari grund hjá þeim. Ég man enn nákvæmlega eftir fyrstu ljáförunum sem ég tók með þessu orfi sem ég átti sjálfur. Þó að ég væri mikið með hesta og vélar, var ég bara sæmilegur sláttu- maður með orfi og ljá og það var faðir minn líka. Það gekk vel undan honum, þó að hann sýndist kannski ekki ham- ast mikið. Mér beit vel, að minnsta kosti í meðallagi, en hann hjálpaði okkur alltaf að draga á ljáinn á hverfi- steini. Ég gerði það eiginlega aldrei, ekki heldur eftir að ég var orðinn nokkurn veginn fullorðinn. Fyrst slóg- um við með bakkasettum ljáum, Ólafsdalsljáum. Þá var ljáblaðið fest með hnoðnöglum við heimasmíðaðan bakka, en svo komu Eylandsljáirnir sem bitu miklu betur og manni fannst með ólíkindum hve miklu meira gekk þá undan. Ég hef oft sagt það áður að ýmsir búskaparhættir, bæði heyskapur og annað, voru með svo gömlu sniði þeg- ar ég man fyrst eftir mér og byrjaði að taka þátt í sveitastörfum að ég er eig- inlega nokkurs konar miðaldamaður að þessu leyti og nógu gamall til að geta sagt þetta, hvað þá þeir sem eldri eru. Rafmagn var til dæmis ekki kom- ið þegar ég var hér. Ég man ekki hvenær það kom, en það var ekki fyrr en tiltölulega mjög seint í búskapartíð foreldra minna svo að þau fengu ekki mikið að njóta góðs af því. En við Tjarnarbræður tókum upp svörð sem Sunnlendingar kalla mó. Það var hérna út frá, bæði ofan og neðan við veginn. Nú er búið að gera þar tún svo að örðugt er að sjá hvar svarðargraf- irnar voru. itt tímabil í sveit- inni var öld olíu- lampanna og þá detta mér í hug kvöldvökurnar. Skemmtanalífið var frekar fábreytt á mínum dögum eða þætti það núna og ekki ýkjamargt sem fólk hafði sér til dægrastyttingar. Það varð að vera sjálfbjarga og láta sér ekki leiðast, enda held ég að það hafi oftast notjð vel þeirra skemmtana sem buðust. Ég man eftir kvöldvökum þegar lesið var, en mér hefur alltaf þótt leiðinlegt að ég hef aldrei heyrt verulega lifandi kveðskap. Það er varla ósvikið þetta sem verið er að búa til núna og kalla rímnakveðskap, en þegar ég man fyrst eftir var hætt að kveða rímur heima á Tjörn og þannig hefur það sjálfsagt verið víðast hvar í sveitinni. Þó minnist ég þess að einu sinni hafði faðir minn verið í einhverj- um embættiserindum frammi í sveit. Það var að vetrarlagi og þegar hann 59 STORÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.