Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Síða 67
dóttursyni Kristjáns hafði orðið þar
eftir fyrir skömmu. Hann tók hann
upp sem snöggvast og brosti við. Svo
lagði hann gripinn frá sér á sama stað
og við settumst upp í annan bíl,
beygðum niður á veginn og ókum
fram Svarfaðardal með síðdegissólina
í fangið. Á einum stað var stansað og
Kristján fór út úr bílnum og yfir girð-
ingu neðan við veginn, svo unnt væri
að taka myndir. Hjá Urðum þrengdist
dalurinn, en við fórum hjá garði og
héldum áfram inn eftir. Var ákveðið
að koma við á Urðum í bakaleiðinni og
mynda eina af altaristöflum Arn-
gríms. Á leiðinni hafði Kristján verið
að benda okkur á fjöllin austan Svarf-
aðardalsár sem nú var nær en áður og
þegar komið var á leiðarenda sagði
hann:
— Hér fram frá eru þessi sérkenni-
legu og fagurmótuðu fjöll. Mér finnst
þau framúrskarandi falleg. Það eru
svo djúpir dalirnir sem skilja hnjúkana
hvern frá öðrum. Þetta eru „hnjúka-
fjöllin himinblá, hamragarðar, hvítir
tindar“ — eins og Jónas segir. Munur-
inn á því að vera hér og niðri í sveit-
inni, þó að svona stutt sé á milli, er sá
að Rimarnar, þetta háa fjall sem mað-
ur sér niðri í dalnum, lokar alveg
mynni Svarfaðardals fram, svo að því
fer fjarri að héðan sjáist til sjávar. En
það er dálítið tilkomumikið að sjá
Rimarnar hérna. Og þarna sjáum við í
átt til Heljardalsheiðar sem var og er
kannski enn aðalsambandsæðin milli
Svarfaðardals og Skagafjarðar niður í
Hjaltadal. Það hefur alltaf verið tölu-
vert mikið samkvæmi þar á milli.
Fyrst var farinn Heljardalur sem er
fjalldalur á leiðinni, en Kolbeinsdalur
er fyrsti byggði dalurinn sem við tek-
ur vestan megin. Þeir sem ætluðu
niður í Skagafjörð utanverðan áttu
líka um fleiri leiðir að velja, gátu til
dæmis farið Unadalsjökul niður í
Álidiö dags og
sunnudagsheimsóknin á
Tjörn á enda. Kristján
tyllti sér á brúsapallinn
áður en sest var upp í
bílinn og ekið á brott.
Þetta er síðasta myndin,
sem tekin var af
Kristjáni Eldjárn í
Svarfaðardal.
. 65 STORÐ