Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Page 67

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Page 67
 dóttursyni Kristjáns hafði orðið þar eftir fyrir skömmu. Hann tók hann upp sem snöggvast og brosti við. Svo lagði hann gripinn frá sér á sama stað og við settumst upp í annan bíl, beygðum niður á veginn og ókum fram Svarfaðardal með síðdegissólina í fangið. Á einum stað var stansað og Kristján fór út úr bílnum og yfir girð- ingu neðan við veginn, svo unnt væri að taka myndir. Hjá Urðum þrengdist dalurinn, en við fórum hjá garði og héldum áfram inn eftir. Var ákveðið að koma við á Urðum í bakaleiðinni og mynda eina af altaristöflum Arn- gríms. Á leiðinni hafði Kristján verið að benda okkur á fjöllin austan Svarf- aðardalsár sem nú var nær en áður og þegar komið var á leiðarenda sagði hann: — Hér fram frá eru þessi sérkenni- legu og fagurmótuðu fjöll. Mér finnst þau framúrskarandi falleg. Það eru svo djúpir dalirnir sem skilja hnjúkana hvern frá öðrum. Þetta eru „hnjúka- fjöllin himinblá, hamragarðar, hvítir tindar“ — eins og Jónas segir. Munur- inn á því að vera hér og niðri í sveit- inni, þó að svona stutt sé á milli, er sá að Rimarnar, þetta háa fjall sem mað- ur sér niðri í dalnum, lokar alveg mynni Svarfaðardals fram, svo að því fer fjarri að héðan sjáist til sjávar. En það er dálítið tilkomumikið að sjá Rimarnar hérna. Og þarna sjáum við í átt til Heljardalsheiðar sem var og er kannski enn aðalsambandsæðin milli Svarfaðardals og Skagafjarðar niður í Hjaltadal. Það hefur alltaf verið tölu- vert mikið samkvæmi þar á milli. Fyrst var farinn Heljardalur sem er fjalldalur á leiðinni, en Kolbeinsdalur er fyrsti byggði dalurinn sem við tek- ur vestan megin. Þeir sem ætluðu niður í Skagafjörð utanverðan áttu líka um fleiri leiðir að velja, gátu til dæmis farið Unadalsjökul niður í Álidiö dags og sunnudagsheimsóknin á Tjörn á enda. Kristján tyllti sér á brúsapallinn áður en sest var upp í bílinn og ekið á brott. Þetta er síðasta myndin, sem tekin var af Kristjáni Eldjárn í Svarfaðardal. . 65 STORÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.