Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Qupperneq 68

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Qupperneq 68
Hofsós. Þá var farið fram Skallárdal, meðfram Skildinum og fram á jökul, og svo var Hákambaleið út í Fljót. Það var hægt að fara hana bæði af Heljar- dalsheiðinni og eins þarna af Unadals- jökli. Þá gengur maður eiginlega há- fjallgarðinn og heldur svo niður Móa- fellsdal niður í Stíflu. Sigríður hafði skotið inn orði og orði til skýringar á meðan Kristján var að segja frá þessum gömlu leiðum í aðrar sveitir og hann minnti á að um þær mætti fræðast í bókinni hans Hjartar sem hann var búinn að nefna. Nú héldum við til baka og léttum ekki fyrr en á Urðahlaði. Þar gengum við í kirkju og Páll fór að búa sig undir myndatöku. Við Kristján settumst á kórbekkinn hægra megin, en Sigríður í bekkinn fyrir aftan okkur. — Móðir mín fæddist hér á Urðum 1888, sagði Kristján. Afi minn, Sigur- hjörtur Jóhannesson, sem fæddur var 1855 og náði sjötugsaldri, eignaðist jörðina eftir foreldra sína og bjó hér á fjórða áratug. Afi minn var talinn góð- ur bóndi og átti mörg börn, sérstak- lega margar dætur. Eini sonurinn sem hann átti var Sigfús Sigurhjartarson alþingismaður, þjóðkunnur maður á sinni tíð. Sigurhjörtur var tvíkvæntur og báðar konur hans ættaðar úr Þing- eyjarsýslu. Fyrri kona hans, Soffía Jónsdóttir, var amma mín, en seinni konan hét Friðrika Sigurðardóttir. Hún var móðir Sigfúsar, svo að móðir mín og hann voru hálfsystkin. Urðir eru fornfræg jörð, en hún hefur aldrei verið prestssetur. Sennilegt er að hún hafi verið landnámsjörð og hún þótti mikil kostajörð á miðöldum. Hóla- ráðsmenn áttu til dæmis oft bú hérna á Urðum og biskuparnir höfðu líka eignarhald á jörðinni. Þorlákur biskup Skúlason og Gísli Þorláksson áttu til dæmis Urðir, og kirkja hefur verið hér lengi. Sú sem hér stendur núna var byggð rétt eftir aldamótin, eftir alda- mótarokið svokallaða. Sigurhjörtur afi minn var þá bóndi hér á staðnum, en Urðakirkja var eina bændakirkjan hér í sveitinni sem þýðir að hún var í eigu bóndans. í september 1900 kom hér ofsarok sem feykti um koll kirkjunni sem fyrir var og Upsakirkju líka og eyðilagði báðar, og upp úr því var þessi reist. Altaristaflan hans Arn- gríms, sú sem Páll er að mynda, skemmdist mikið í þessu ofsaveðri, þó að unnt væri að gera við hana, en þegar hún kom í kirkjuna var Sigur- hjörtur afi minn ekki enn orðinn um- ráðamaður hennar. Móðir hans, Anna Guðlaugsdóttir, var þá eiginlega bónd- inn hérna á Urðum. Hann var ráðs- maður hjá henni, hún búandinn, og það var hún sem lét gera töfluna. Bændakirkjur eru enn til í Möðrudal á Fjöllum og Hoffelli í Öræfum sem kannski er nú varla hægt að telja með, en næstum alls staðar losuðu kirkju- eigendurnir sig við kirkjurnar í hend- ur safnaðanna með sérstökum samn- ingi. Það gerði Sigurhjörtur afi minn líka. Ég man ekki árið, en þangað til var hann síðasti kirkjueigandinn á Urðum. Hann var enn eigandi þegar móðir mín gekk fyrir gafl. Hún var fermd í kirkju föður síns og átti héðan auðvitað margar góðar minningar. Hérna fyrir ofan er eitt af þessum framhlaupum sem svo mikið er af í norðlenskum fjöllum og reyndar víða um land, gífurlegt framhlaup frá því fyrir landnámstíð. Má vel sjá hvernig klofnað hefur framan úr fjallinu og milli þessara Urðahóla er mikill og merkilegur gróður. Móðir mín og syst- ur hennar töluðu oft um að skemmti- legt hefði verið Urðahraun. Þær köll- uðu þetta Urðahraun. Þar óx blágresi og alls konar fallegur gróður. Annars get ég varla sagt að ég hafi skoðað mig rækilega um hérna uppi undir Björg- um sem þær kölluðu svo, þar sem stál- ið er þarna upp frá og þessi mikli stabbi hefur klofnað frá og fallið fram. Jú, nú man ég það! Þær kölluðu það upp undir Urðabjörgum. í kirkjugarðinum eru nokkrar hávaxn- ar hríslur og hann var loðinn af gróðri. Undir einu trénu var stór legsteinn og í hann höggvin nöfn afa Kristjáns og ömmu, þeirra Sigurhjartar og Soffíu og fleiri af skylduliði hans í móðurætt. Hann beygði sig niður og greiddi gras- ið frá steininum, svo að áletrunin sæist betur. Örlitla stund virti hann fyrir sér nöfn Urðafólks. Svo héldum við aftur út dalinn og heim að Tjörn. Senn var miður aftann og leið að mjöltum og öðrum kvöldverkum í Svarfaðardal. Kristján beið þangað til Hjörtur bróðir hans kom á dráttarvél sunnan veg og Sigríður mágkona hans heiman frá bæ. Þau kvöddust við fjár- húsin norðan við heimreiðina þar sem angandi hey stóð úti undir hlöðuvegg. Það voru fallegar kveðjur og lausar við langan trega. Bræðurnir göntuðust hvor við annan. Kristján hló þegar Hjörtur dró hattkúfinn langt niður á enni og Sigríður lék sér við hundinn Prins. Þar sem vegvísirinn bendir heim að Tjörn voru teknar síðustu myndirnar af Kristjáni þar heima, sitj- andi á brúsapallinum. Skuggar voru teknir að lengjast í hlíðum og kvöld- niður kominn í loftið þeg- ar brott var haldið. Við vorum farnir að efast um að við næðum flugvélinni, en Páll ók greitt. Á leiðinni til Akur- eyrar talaði Kristján um menn og staði og við komum þangað í tæka tíð. Ritstjóri Storðar hafði fylgt okkur út á flugvöll þegar við fórum norður um morguninn og beið þar líka þegar suð- ur kom. Við spjölluðum saman meðan Kristján beið eftir Halldóru konu sinni og Páll bar dótið sitt út í bíl. Við Kristján ætluðum að breyta, laga og bæta við í ró og næði fyrir sunnan og þóttumst hafa nógan tíma. Kvöldsólargeislarnir voru orðnir næst- um láréttir þegar við kvöddumst á Reykjavíkurflugvelli með minningar eins síðsumardags fyrir norðan í far- angrinum. Við sáumst ekki eftir það. Þrem vik- um seinna var klippt á þráðinn. STORÐ 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.