Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Page 81

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Page 81
að er þá jafngott það fiskist eitthvað,“ seg- lir einn hásetinn og fitlar við lúinn kuta. Svo brosir hann. Áhöfnin á Guðbjarti hefur tekið okkur vel og hjátrúin um fiskifæl- urnar er eins og til skrauts. Við erum á leiðinni út ísafjarðardjúp, það er miðvikudagur í september og stefnan hefur verið sett á Barðagrunn. Þar er von um þorsk. Þeir eru fljótir að koma sér fyrir. Sumir fara beint í koju, eiga vakt- ina milli sex og tólf, hinir sitja niðri í matsal og spjalla saman. Nokkrir eru að koma úr fríi og eru spurðir spjörunum úr. Fóru þeir suður; einhverjar góðar bíómynd- ir, böll? Þeir þekkjast vel enda hafa víst flestir verið um borð svo árum skiptir og einir fjórir allt frá því að Guðbjartur kom til landsins árið 1973. Þeirra á meðal er skip- stjórinn, Hörður Guðbjartsson, en hann er í brúnni. Eins og kækur aö þusa út í kallinn Guðbjartur er kominn í hóp elstu skuttogara flotans en stendur enn vel fyrir sínu. Yfirleitt hefur hann verið gott aflaskip og 1976 var há- setahluturinn þar hæstur yfir land- ið. Síðustu tvö árin hefur gengið svolítið verr en skýringar eru ekki á reiðum höndum. Sumir þusa út í kallinn en það er næstum eins og kækur sem fæstir taka mjög hátíð- lega. Aðrir nefna breytta veiðar- færatækni eða að þorskurinn sé farinn að hegða sér öðruvísi en hann gerði hér áður fyrr. Sjórinn kaldari. Eftir sem áður er Guð- bjartur yfir meðallagi yfir landið í heild — Vestfjarðatogararnir fiska oftast betur en aðrir enda er stutt á miðin. Fimm, sex tíma sigling. Þá er allt klárt og það er kastað á Barða- grunni. Það er lítill sjór en spáin ekki falleg; stormur á Vestfjarða- miðum, segir veðurstofan áhuga- lausri röddu. Þeir láta sér það reyndar í léttu rúmi liggja og hafa séð hann verri um dagana. Aftur á móti verða þeir fúlir þegar híft er 79 STORÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.