Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Page 88

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Page 88
Múkkinn Bjarni Við leggjum aftur úr höfn rétt fyrir miðnætti aðfaranótt laugar- dagsins. Veðrið er að ganga niður og það er spáð logni eða því sem næst með morgninum. Þeir segja mér að eftir brælu breytist fiski- ríið venjulega og úr því að ekkert var að hafa áður gæti orðið mok- afli núna. Múkkinn vonar hið sama. Hann slæst í förina úti í Djúpi og svífur listilega fram með skipinu; þeir kalla hann Bjarna en vita ekki al- mennilega hvers vegna. Bjarni er harður og alvarlegur á svip og virðist ekki njóta listflugsins hið minnsta. Ef einn múkki meiðist úti á sjó ráðast hinir samstundis á hann og drepa hann. „Hver veit nema múkkinn sé frábitinn sjón- um,“ er haft eftir Jökli Jakobssyni sem einu sinni var háseti á Guð- bjarti. Það er næstum algert myrkur og Ijóslaust í brúnni nema skíma af dýptarmæli og ratsjá. Þarna stend- ur fyrsti stýrimaður, Jón Stein- grímsson, einmana vakt — starir þögull út í nóttina. Það er að mestu skýjað en tunglið brýst öðru hverju fram. Himinn og haf renna saman og það er dauðakyrrð í loft- inu. Sjóndeildarhringinn má að- eins marka af siglingaljósum tog- aranna á undan okkur. „Hvert erum við að sigla?“ „Á Halann.“ Á Halann; einhver bestu miðin út af Vestfjörðum. Hvað í helvíti er hann að vilja þarna niðri, þorskur- inn? Það eru margir komnir á Halann á undan okkur. Ljósunum fjölgar á sjóndeildarhringnum og þegar dagur rennur í austri má telja tutt- ugu togara í hnapp. Sjóbarðir skrokkar þeirra byltast hver af öðrum framhjá okkur og það er kastað. Hásetarnir eru varla komn- ir aftur inn í matsal þegar skilaboð koma ofan úr brú; slitinn vír. Þeir bölva stýrimanninum, trollinu og vírnum í sand og ösku; þorskinum þegar kemur í ljós að hann er víðs fjarri. „Þið eruð meira að segja búnir að eitra fyrir okkur Halann,“ segja þeir steinhissa og velta því fyrir sér hvort hjátrúin sé þá eftir allt saman eitthvað annað og meira en hjátrú. Sjaldan hugsaö um fegurð hafsins Þegar líður á daginn er dólað suð- ur eftir en alls staðar við lítinn afla. Við fáum samfylgd margra skipa — tilkynningaskyldan aug- lýsir eftir Páli Pálssyni en hann er hérna við hliðina á okkur. Það er komið svo gott veður að þeir muna ekki annað eins á þessum hörðu og torsóttu miðum og tala um að loksins sé komið sumar. Himinn- inn er heiðskír og sæmilega hlýtt í sólinni, það blikar á ládauðan sjó- inn og snævi þakin fjöll Vest- fjarðakjálkans fimmtíu mílur í austri. Múkkinn virðist meira að segja næstum hýrlegur þar sem hann rífur í sig slógið sem gengur aftur af skipinu. Þegar svona er komið er freistandi að hugsa eitthvað fallegt um hafið og stara dáleiddur niður í djúpin en hita- mælirinn í brúnni segir mér að ekki er allt sem sýnist. Sjórinn er við frostmark og þær eru varla margar mínúturnar sem maður myndi lifa í þeim heljarkulda ef hann félli útbyrðis. Dýpið er rúm- ir tvö hundruð metrar; vegalengd sem spretthlaupari leggur að baki á röskum tuttugu sekúndum en það eru mörg skipsflök merkt inn á sjókortið. Ég held að sjómenn- irnir leiði sjaldan hugann að feg- urð hafsins. Kallinn er, svo dæmi sé tekið, önnum kafinn við að reyna að lokka upplýsingar upp úr kolleg- um sínum á togurunum í grennd- inni. Þeir tala saman í örbylgju- stöðinni; stundum bara að rabba en oftar að veita og þiggja góð ráð um fiskimið og aflabrögð. Þeir eru hinir kumpánlegustu hver við ann- an, skipstjórarnir, og segja prívat- brandara sem enginn skilur nema þeir sjálfir en um leið dylst engum að þeir eiga í flóknum og við- kvæmum samningaviðræðum. Ef ég segi þér hvar ég náði í ágætt hal af þorski um daginn verður þú í staðinn að segja mér hvar þú fékkst karfann. Sumir segjast aldrei fá neitt en laumast svo inn og landa fullfermi. Hörður segir Skyldi hann vera aö hugsa um aö hætta á sjónum eða velta því fyrir sér hvernig á því standi að „helvískur kallinn finni ekki þorsk?“ STORÐ 86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.