Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Side 89

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Side 89
frá því að nokkrum vikum fyrr hafi hópur af togurum verið að leita að karfa einhvers staðar út af Vestfjörðum og þar á meðal var Apríl frá Hafnarfirði. Allt í einu var Apríl horfinn og ansaði ekki köllum hinna skipstjóranna — seinna kom í ljós að hann hafði fundið þessi fínu karfamið og fyllt sig á örfáum dögum. Apríl er nú mættur aftur í hópinn og það er komið að skuldadögum. Svavar skipstjóri verður að gefa nákvæm- ar upplýsingar um hvar hann hafi togað. „Meiri prakkarinn,“ segir Hörður í örbylgjustöðina og Svav- ar hlær, þykir hólið gott því hól er það. Hins vegar finnst honum ekk- ert fyndið að hinir togararnir skyldu líka hafa fundið fengsæl karfamið og brellan því í raun og veru til einskis. „Nenni ekki í bölvaöan kommúnistann“ I matsalnum silast tíminn áfram. Mannskapurinn hefur lítið að gera en þeir fullvissa mig um að slíkt sé sjaldgæft og sennilega mér að kenna hvort eð er. Þó atyrðir hver annan fyrir leti og ómennsku en náttúrlcga í gamni. Annar stýri- maður, Guðmundur M. Kristj- ánsson, kemur askvaðandi og fer með vísu: „Sofa og éta, það cr það scm þeir geta. En vinna, það er aftur minna . . . “ Svo hcndir hann sér á bekkinn. Sumir eru að horfa á vídeóið þar scm cr sakamálaþáttur, aðrir hafa lagst til svcfns eða góna tómlátir út í loftið. Það er talað um að ef svona haldi ál'ram verðum við að fara að eltast við karfa út af Rcykjanesi og það líst þeim ekki á. „Af hvcrju getur helvískur kall- inn ckki fundið þorsk? Ég nenni ekki í bölvaðan kommúnistann.“ í örbylgjustöðinni tilkynnir pirraður færeyskur skipstjóri að hann sé hættur þessari vitleysu og farinn til Grænlands; ætli að halda jól mcð grænlensku stelpunum. Þeir kinka kolli — það væri vit í því. Um kvöldið kallar annar Færey- ingur og segist hafa komist í dá- góðan karfa djúpt vestur af Snæ- fellsnesi. Um svipað leyti kemur trollið upp, allt rifið og tætt eftir botninn, og kallinum er nóg boðið. Suður í karfann, fulla ferð. Alla nóttina eru þeir aftur á dekki í nístandi kulda að bæta pokann. Stöku sinnum skjótast þeir niður í matsal að fá sér kaffisopa og mjólkurkex; síðan munda þeir netnálina og eru farnir. Undir morgun er viðgerðinni líka lokið og Guðbjartur kominn á slóðir Færeyingsins. Þá er kastað og þeir flýta sér inn af dekkinu. Það er farið að bjarma af degi, sunnudegi sem er enginn sunnudagur úti á sjó. Klukkan er að verða sex og kokkurinn kominn á stjá — þeir borða súrmjólk og brauð með áleggi og horfa á bíómynd: Óttinn étur sálina eftir Rainer Werner Fassbinder. Skipið vaggar blíðlega á öldunum. 87 STORD
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.