Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Síða 91

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Síða 91
Oft kemur trollið upp rifið og tætt eftir slæman botn og þá verður að stoppa og staga. Fátt fer meira í taugarnar á sjómönnum en þegar það gerist hvaö eftir annað. glerhálu dekkinu — maður fyrir borð og engin leið að ná honum í tæka tíð ... En í þetta sinn er veðrið gott og lítill sjór. Bobbingarnir brölta inn um skutrennuna með miklum dynkjum og aftur af skipinu skýt- ur pokanum upp. Seisei, bara vænn slatti af karfa. Múkkinn er fljótur að hrifsa til sín þá fiska sem losna úr pokanum áður en hann er hífður inn; karfinn, eld- rauður og stóreygður, hefur rekið hausinn út um hvern möskva á netinu en ekki komist lengra. Margir þeirra sprikla ennþá — fjörbrot eða eru þeir lifandi? Þá verða þeir fljótlega dauðir því r.ú er opnað niður í lest og dembt úr netinu þar ofan í, síðan er trollið gert klárt á nýjan leik meðan skip- ið snýr við til að fara sömu leið til baka. Þetta voru átta, níu tonn og kallinum finnst það bara þokka- legt eftir vonlaust fiskirí síðustu daga. Hins vegar er karfinn verð- lítill miðað við þorsk og þeir verða ekki ríkir á þessu, segja þeir. Við erum liðlega hundrað sjómílur réttvísandi vestur af Öndverðar- nesi og allt í kringum okkur eru aðrir togarar sem einnig hafa runnið á karfann. Tæplega þrjátíu eru þegar komnir á staðinn og flestir að fá svona sæmilegt ef marka má hjal skipstjóranna í ör- bylgjustöðinni. Fyrsta kastið reyn- ist vera stærst hjá okkur á Guð- bjarti en allan daginn og nóttina og daginn eftir er haldið áfram í gríð og erg; við fáum frá tveimur og upp í sex tonn í hali. Hinir fá svipað eða minna þar til Harðbak- ur tilkynnir hróðugur að hann hafi fengið næstum fimmtán tonn. „Hann togar miklu lengur en við,“ tautar kallinn í barm sér en hleyp- ur samt út í brúargluggann að svipast um eftir Harðbaki og ör- bylgjustöðin lifnar við. „Hvar er Harðbakur? Hvar er Harðbakur?“ spyrja skipstjórarnir hver í kapp við annan. Jú, þarna er Harðbak- ur, tæplega þúsund tonna Spánar- togari, og þeir hinna togaranna sem ekki eru akkúrat þá stundina að toga annars staðar þjappa sér utan um hann og kasta. Hann er eins og andamamma með ungana sína en hefur verið heppinn því skömmu seinna tilkynna ungarnir eitt tvö tonn hver. „Stirðna upp á laugardagskvöldum“ Það þarf lítið sem ekkert að vinna karfann, bara renna honum eftir færibandi í ískassa, og þeir eru ekki lengi að svoleiðis smáræði. Á mánudagskvöldi eru allar bíó- myndir og sakamálaþættir búnir og það er tekið til við fræðsluþætt- ina. Nokkrir eru búnir að panta símtöl við konurnar sínar og fara upp í brú að tala um kartöfluupp- skeru, veikindi barna eða nýja bíla; þeir eru bara glaðir á svipinn. Skyldu þeir vera smeykir um kon- urnar sínar meðan þeir eru úti á sjó? „Nei,“ segir einn hásetinn, „það gengur ekki. Ef ég treysti ekki konunni þá gæti ég ekki verið úti á sjó. Áhyggjur af þannig hlutum eru fljótar að gera menn vitlausa í þessari einangrun. Stundum hef ég séð skipsfélaga mína, ekki endi- lega á þessu skipi, stirðna upp á laugardagskvöldum, hlaupa upp í brú og byrja að hringja eins og brjálæðingar í allar áttir að leita að frúnni. Það er agalegt að sjá.“ Aflinn er farinn að minnka og þeir eru óánægðir — í þetta sinn er nefnilega meiningin að fylla, hvað sem það kostar, og þeir sjá fram á að vera viku úti enn, að minnsta kosti. Botninn er líka slæmur og það þarf sífellt að vera að gera við netið; þetta er lélegur túr, segja þeir, og morguninn eftir verður slys. Það er verið að hífa um ellefuleyt- ið þegar vír eða einhver skrattinn slengist framan í andlit Ásgeirs Ásgeirssonar háseta. Hann fellur á dekkið og fossblæðir; um hríð halda þeir að hann sé dáinn. En það þarf meira til, sem betur fer, og þó hann sé nefbrotinn og skor- inn í andliti er þetta ekki eins slæmt og á horfðist. Þeir segja mér að þetta sé eitt alvarlegasta slysið sem orðið hafi á Guðbjarti og tala nú hlýlega um kallinn — hann sé varkár og passi upp á mannskapinn. 89 STORO
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.