Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Page 107

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Page 107
Stórmeiscaraeinvigi fýrir luktum dyrum: Um klukkan fimm síðdegis fyrsta fimmtudag í október lék Friðrik Ólafsson riddara sínum á b7 í 24. leik og bauð jafntefli að því búnu. Boris Spassky rétti umsvifalaust fram höndina til merkis um að hann þægi boðið, og hafði þar með sigrað í einvígi því, sem STORÐ efndi til milli þeirra tvímenning- anna, með þremur vinningum gegn einum. Meistararnir gerðu jafntefli í fyrstu og síðustu skák- inni, en Spassky vann aðra og þriðju skákina. En þetta var ekkert venjulegt ein- vígi. Glöggir menn kannast ekki við að tímarit hafi nokkru sinni áður staðið að einvígi tveggja skákmeistara beinlínis í því skyni að afla sér efnis. Þar við bættist, og var raunar forsenda málsins, að einvígið var leynilegt. Allir við- komandi voru bundnir þagnarheiti varðandi úrslit einvígisins og ein- stakra skáka, en fyrir utan stór- meistarana sjálfa vissu einungis þrír menn um gang mála. 3-1 Eftir Pál Magnússon Einvígið hófst mánudaginn 4. oklóber, þrátt fyrir að sunnudag- urinn á undan hefði reynst báðum keppendunum erfiður. Friðrik hafði verið á ferðalagi erlendis og kom ekki heim fyrr en seint á sunnudagskvöldið. Spassky hafði í meira en sjö klukkustundir sam- fleytt þrammað á milli borða í erf- iðu fjöltefli, sem gekk mjög nærri honum. En allt um það, — meist- ararnir mættu báðir í herbergi númer 276 í austurálmu Hótels Loftleiða þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í þrjú. Herberg- ið var krökkt af blaðamönnum, en þeim var heimilað að vera við- stöddum þangað til fyrsta leiknum hafði verið leikið. Þorsteinn Þor- steinsson, dómari einvígisins, lét keppendur draga um lit, og kom í hlut Friðriks að byrja með hvítt. Á slaginu þrjú var klukka hans sett af stað og eftir einnar mínútu um- hugsun lék hann c-peðinu fram um tvo reiti. Blaðamenn yfirgáfu nú herbergið, en ljósmyndari eins blaðsins sætti færi og skaust inn aftur rétt í þann mund sem Spassky svaraði með því að leika b-peði sínu fram um einn reit. Þar með luktust dyrnar að einvíginu og hulunni hefur ekki verið svipt af viðureign meistaranna fyrr en með þessu fyrsta tölublaði STORÐAR. Herbergið þar sem einvígið fór fram var í engu frábrugðið venju- legu hótelherbergi nema hvað rúmin höfðu verið fjarlægð og í staðinn sett borð sem þægilegt var að sitja við. Enginn sérstakur út- búnaður var í herberginu ef frá er talinn sleði með þremur ljósköst- urum, sem komið var fyrir í loft- inu yfir skákborðinu. Trúlega er þeim Friðrik og Spassky einungis í barnsminni að hafa teflt kappskákir að viðstödd- 105 STORÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.