Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Page 124

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Page 124
Spassky-Frtðrfli skák í sögufrægu einvígi, en vann hug og hjarta íslendinga. Síðan kom hann til Islands 1977 og vann einvígi við tékkneska meistarann Hort, en tapaði botnlanganum í íslensku sjúkrahúsi. Og nú var hann enn kominn hingað — að þessu sinni á vegum STORÐAR til að tefla einvígi við Friðrik Ólafsson. En þrátt fyrir fjórar heimsóknir er það fyrst og síðast einvígið mikla 1972 sem hefur greypt nafn Boris Spasskys í hugi íslendinga með þeim hætti að vafasamt verður að li... hafði tapað fyrir höfuð- óvininum og það jaðraði við ætt- jarðarsvik. Meohöndlunin var í samræmi við þaðírf teljast hvort nokkur annar útlend- ur íþróttamaður hafi notið við- líkrar hylli hérlendis. Og þegar Spassky kemur til íslands verður margt til þess að minna hann á sumarið '12. Fyrsta kvöldið sem Spassky stóð við í haust fórum við nokkrir saman að borða í Grillinu á Hótel Sögu og var vísað til sætis við glugga vestan megin í salnum. Þegar liðið var á máltíðina sagði Spassky upp úr eins manns hljóði: „Þakka ykkur fyrir að velja þetta borð — það var skemmtileg hug- ulsemi.“ Við urðum hvumsa, enda höfðum við ekki valið neitt borð. Það kom svo á daginn, að við ná- kvæmlega þetta borð hafði Spassky setið á hverjum degi með- an á einvíginu mikla stóð. Minn- ugur og hugulsamur yfirþjónn hafði tekið málið í sínar hendur. En ekki var ein báran stök. Að lokinni þriðju skák Friðriks og Spasskys var upplýst að taflmenn- irnir sem voru notaðir, voru hinir sömu og þeir Fischer og Spassky tefldu með 1972. Skamma stund vó Spassky hvítu drottninguna í hendi sér og það kom fjarrænt blik í augu meistarans. Sjálfsagt hefur hugurinn hvarflað til nokkurra brjálæðislegra mánaða á íslensku sumri fyrir ellefu árum þegar sérvitur Bandaríkjamaður hrakti hann af þeim tindi þar sem aðeins er rúm fyrir einn — og hann mátti dúsa á öðru farrými á leiðinni heim til Rússlands með sært stolt heils stórveldis á bakinu. „Þetta eru góðir taflmenn," sagði Spassky og brosti breitt. Honum virðist ekkert á móti skapi að rifja upp atburðina í kringum „einvígi aldarinnar“. Hann lýsti því hvernig sovésk yfirvöld fundu sig knúin til að hefna sín á honum fyrir að tapa heimsmeistaratitlin- um. í fjögur ár þraukaði hann sem uppgjafaheimsmeistari — fékk aldrei að fara á mót erlendis og var haldið frá mótum heima fyrir. Hann hafði tapað fyrir höfuðóvin- inum og það jaðraði við ættjarðar- svik. Meðhöndlunin var í sam- ræmi við það. Fáir myndu áfellast Spassky, þótt hann minntist þess- ara atburða með nokkurri biturð, en þess verður ekki vart. Um ein- vígið sjálft á hann einungis ljúfar minningar. Segir það raunar vera síðasta heimsmeistaraeinvígið þar sem skákin sjálf skipti mestu máli — öll einvígin síðan hafi verið eyðilögð með sálfræðilegum hern- aði. Hins vegar kom það Spassky ekki á óvart að Bobby, eins og hann kallar ávallt keppinaut sinn, skyldi hætta taflmennsku að ein- víginu loknu, og með tilliti til persónuleika Bobbys hefði það ekki þurft að koma neinum á óvart. Strax að lokinni síðustu skák einvígisins segist Spassky hafa fengið sterka tilfinningu fyrir því að Bobby hefði jafnframt teflt sína síðustu kappskák. Hann var orðinn heimsmeistari — hann hafði náð lokatakmarkinu. Það er sláandi hversu djúpa virð- ingu Spassky ber fyrir Fischer og af hve mikilli hlýju hann talar ein- att um hann. Ekki aðeins að hann líti á Fischer sem höfuðsnilling skáklistarinnar, heldur dáist hann að því hve samkvæmur sjálfum sér þessi skrýtni Ameríkani hafi alltaf verið. Spassky sagði frá því að ein- hverju sinni hefði Bobby verið boð- in stjarnfræðileg upphæð fyrir að auglýsa evrópskan smábíl í Banda- ríkjunum. Bobby varð yfir sig hrifinn af tilboðinu og hafði góð orð um að taka því. Daginn eftir kom hann með bægslagangi inn í skrifstofur bílaframleiðendanna og sagðist hafa komist að því að þessi bíll væri sjálfsmorðstæki — þeir skyldu ekki halda að hann færi að hvetja fólk til að kaupa ff I wish there was another Bobbyiíf slíkt og þvílíkt. Að þeim orðum töluðum strunsaði hann út og skellti hurðinni á upphæð sem var margfalt hærri en verðlaunin fyrir heimsmeistaratitilinn. Þegar Spassky hafði sagt okkur þessa sögu varð hann eins og úti á þekju andartak, eins og raunar oft þegar hann talar um eitthvað sem hon- um er mjög hugfólgið, leit síðan upp og sagði hægum rómi: “I wish there was another Bobby.” Um nokkurra ára skeið reyndi Spassky að skrifa Fischer við og við, en fékk engin svör. Fyrir mörgum árum töluðu þeir saman í síma um möguleikana á því að Fischer byrjaði aftur að tefla, en samtalið var stutt og ruglingslegt og leiddi ekki til neins. Nú segir Spassky, að þessi snjallasti skák- meistari okkar tíma búi suður í Kaliforníu — í sjálfviljugri ein- angrun og sárri fátækt. Spassky hefur nú búið í Frakk- landi í sex og hálft ár við þær einstöku aðstæður að geta farið til Sovétríkjanna hvenær sem hann vill, og þangað fer hann einu sinni á ári til að heilsa upp á vini og ættingja. Sovétmenn hafa jafnvel nýtt sér krafta hans við skákborðið nokkrum sinnum eftir að hann fluttist búferlum, en slíkt hefur STORÐ 122
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.