Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2021, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 27.11.2021, Qupperneq 6
ser@frettabladid.is DÝRAHALD Sérfræðingar og dýra- læknar á vegum Matvælastofnunar hafa ítrekað svarað gagnrýnum f y rirspurnum íslenskra dý ra- verndarsamtaka um blóðmerahald með þeim orðum að engu harðræði sé beitt við blóðtöku úr fylfullum hryssum. Blóðmerahaldið komst í hámæli fréttaf lutnings hér á landi í vik- unni eftir að myndefni af meintu dýraníði við blóðtöku á nokkrum íslenskum hrossabúum var birt í fjölmiðlum, en það sýnir, svo ekki verður um villst, að harðræði er beitt við atferlið. Fréttablaðið hefur undir höndum svör stofnunarinnar frá því á síðasta ári við ágengum spurningum þeirra sem helst hafa gagnrýnt blóðmera- hald á Íslandi. Þar kemur fram að árið 2019 voru 5.036 hryssur not- aðar til blóðtöku, „allar haldnar á útigangi“, eins og segir í svörunum. „Hryssurnar eru reknar inn í þar til gerða blóðtökubása, mýldar og hausinn bundinn upp á meðan á blóðtökunni stendur,“ segir þar jafn- framt, en „að öðru leyti ganga þær frjálsar með afkvæmum sínum.“ Í svörunum kemur fram að jafnt er tekið blóð úr tömdum og ótömd- um hryssum, en svo er sagt: „Blóð- tökuaðstaðan er þannig útfærð að hryssurnar renna alla jafna átaka- laust inn í blóðtökubása sem er lokað að framan og aftan,“ en oftast sé böndum komið fyrir ofan við herðakamb hryssanna þannig að þær geti ekki prjónað. Tekið er fram í svörunum að ein- ungis dýralæknar sjái um blóðtök- una og að þeir gegni lykilhlutverki við að tryggja velferð hryssanna – og því fari fjarri að „augljóslega þurfi að beita hryssurnar of beldi“, segir í svörum Matvælastofnunar við spurningum þeirra sem helst hafa gagnrýnt blóðmerahald á Íslandi. n Matvælastofnun ver blóðmerahald á hrossabúum Mjög skiptar skoðanir eru um blóð- merahald. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Margir eru uggandi yfir nýjasta afbrigði kórónaveir- unnar sem greindist í Suður- Afríku í vikunni. Nokkur lönd hafa þegar hert aðgerðir á landamærum sínum vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir það þó ekki liggja fyrir hvort afbrigðið sé hættulegra en fyrri afbrigði. tsh@frettabladid.is COVID-19 Nýtt afbrigði kórónaveir- unnar greindist í Suður-Afríku síð- astliðinn þriðjudag og hafa margir áhyggjur af því að það geti reynst hættulegra en fyrri af brigði vegna fjölda stökkbreytinga. Af brigðið nefnist B.1.1.529 og eru yfir þrjá- tíu stökkbreytingar í broddpró- teini þess, rúmlega tvöfalt f leiri en í Delta-af brigðinu. Flest bóluefni nota broddpróteinið til þess að virkja ónæmiskerfið gegn Covid og stökkbreytingar í því geta gert ónæmisfrumum erfiðara fyrir að vinna bug á veirunni. Ekki liggur fyrir hvort af brigðið sé meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar, hvort það komist undan bóluefnunum eða valdi alvar- legri veikindum. Mikil aukning í fjölda smita í Suður-Afríku þykir þó áhyggjuefni og Susan Hopkins, aðalráðgjafi hjá sóttvarnastofnun Bretlands, lýsti af brigðinu sem „því mest áhyggjuvaldandi sem við höfum séð“. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir segir ekki öll kurl komin til grafar hvað nýja afbrigðið varðar og að framkvæma þurfi frekari rann- sóknir áður en hægt sé að skera úr um alvarleika þess. „Það sem menn hafa verið að sjá eru þessar miklu stökkbreytingar á þessu svokallaða Spike- eða S- próteini sem er aðalpróteinið sem veiran notar til þess að smita og bóluefnin eru gegn því. Vegna þess að það eru svo margar breyt- ingar sem sjást þar þá hafa menn ákveðnar áhyggjur af því að þetta af brigði muni hegða sér einhvern veginn öðruvísi en við eigum eftir að fá betri upplýsingar um það, þær liggja ekki fyrir núna,“ segir hann. Sum lönd hafa þegar gripið til þess ráðs að herða takmark- anir á landamærum vegna ótta við af brigðið. Bretland og Holland hafa til að mynda lokað tímabundið fyrir ferðalög frá sex Afríkuríkjum og Evrópusambandið skoðar nú hvort banna eigi f lug frá áhættu- svæðum til allra aðildarríkja. Þá ætla Tékkland og Þýskaland einn- ig að loka fyrir ferðalög frá þessum löndum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir færri en hundrað staðfest smit af af brigðinu hafa fundist. Flest þeirra hafa greinst í Suður-Afríku en einhver hafa greinst í Hong Kong, Ísrael, Botsvana og Belgíu. Að sögn Þórólfs eru f lest lönd ek k i með jafnumfangsmik lar aðgerðir á landamærum og Ísland og segir hann óljóst hvort herða þurfi aðgerðir á landamærunum enn frekar. „Við erum með ákveðnar tak- markanir í gangi en það er ekki fyrirhugað af minni hálfu að fara út í einhverjar hertar aðgerðir á landa- mærunum. En við þurfum bara að sjá hvernig þetta þróast og hvernig þetta verður, hvort við þurfum að grípa til einhverra slíkra aðgerða eins og við vorum með áður, það er óljóst á þessari stundu.“ Spurður hvort ekki sé varhugavert að stöðva ferðalög frá ákveðnum löndum eins og Suður-Afríku eða öðrum Afríkulöndum segir hann slíkar vangaveltur ekki tímabærar. „Það er bara algjörlega ótímabært að ræða eitthvað meira um þetta. Við eigum eftir að fá upplýsingar um þetta af brigði, hvað það þýðir, hvernig það er og hvernig það hegð- ar sér. Annað eru bara spekúlasjónir og ég held að það sé best að sleppa því, annars geta menn bara lent út í mýri.“ n Nýtt veiruafbrigði vekur ugg í Evrópu Nokkur lönd, þar á meðal Bretland, loka tímabundið fyrir flug frá Afríkulöndum vegna afbrigðisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þórólfur Guðna- son, sóttvarna- læknir bth@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Meða l kost n- aður íslenskra sveitarfélaga vegna umhverfismála hækkaði um 43 pró- sent í fyrra sem er mesta hlutfalls- lega hækkun allra málaflokka milli ára hjá sveitarfélögum. Vífill Karlsson hagfræðingur segir að þótt þessi staðreynd geti gefið vísbendingu um að sveitarfélög séu að bregðast við áhyggjum samtím- ans af ógnum tengdum umhverfis- málum í framtíðinni kunni nokkur hluti skýringarinnar að liggja í átaki sveitarfélaga varðandi opin svæði og annað tengt. „Það er líklegt að umhverfis- málaþátturinn sem lýtur til dæmis að garða- og frístundasvæði vegi þarna nokkuð. Mér dettur í hug að mörg þessara verkefna sem sveitar- félögin réðust í vegna Covid hafi einfaldlega tengst svona svæðum,“ segir Vífill og bætir við: „Það þarf líka að benda á vægi heildarkostnaðar í þessu samhengi. Kostnaður vegna umhverfismála er fremur lágt hlutfall af heildar- útgjöldum sveitarfélaga, eða eitt- hvað um tvö prósent,“ segir Vífill. n Kostnaður vegna umhverfismála hefur rokið upp Bjössaróló í Borgarnesi. Í Covid var fé lagt í opin svæði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR NÝR CITAN FRUMSÝNDUR. Bíllinn er ríkulega búinn með sjö öryggispúða, MBUX snjallútvarpi og snertiskjá, nýju aðgerðarstýri, LED aðalljósum, „Hill start assist” og „Crosswind assist”, svo eitthvað sé nefnt. Citan hefur fengið frábærar viðtökur í Evrópu og hlaut hin eftirsóttu verðlaun „International Van of the Year Award 2022“ auk þess að vera með 5 stjörnur hjá Euro NCAP. Opið í dag laugardag 12-16. Askja · Krókhálsi 11-13, 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur Mercedes-Benz Ísland Atvinnubílar á Facebook og Instagram. 6 Fréttir 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.