Fréttablaðið - 27.11.2021, Side 10

Fréttablaðið - 27.11.2021, Side 10
Alvarlegri frávik á borði ríkisins Kristín Theódóra Þórarinsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi, segir félagið deila áhyggj- um foreldra um skort á þjónustu til barna með tal- og málþroskavanda. Rammasamningur Sjúkratrygg- inga Íslands og talmeinafræðinga rann út í febrúar síðastliðnum. Til að koma viðræðunum á hreyfingu skipaði Svandís Svavarsdóttir heil- brigðisráðherra fjögurra manna starfshóp í síðustu viku. „Þetta er að einhverju leyti endur- tekning á því sem hefur verið gert til að reyna að samþætta þjónustuna milli ríkis og sveitarfélaga, þær til- raunir runnu út í sandinn,“ segir Kristín. Í núverandi fyrirkomulagi skipt- ist ábyrgð á þjónustunni í tvennt, sveitarfélög bera ábyrgð á nauðsyn- legri talþjálfun fyrir minniháttar frávik, á meðan alvarlegri frávik, eins og í tilfelli sonar Láru, eru á borði ríkisins. Áhyggjur ekki teknar alvarlega Lára segir að þau hafi rekist á marga veggi í heilbrigðiskerfinu, ekki bara biðtímann. „Það er margt gallað þegar það kemur að snemmtækri íhlutun hvað varðar að greina börn með málþroskavanda,“ segir Lára. „Við 18 mánaða skoðun á Heilsu- gæslunni á að meta hvort að mál- þroski barns sé í eðlilegum farvegi. Ég lýsti yfir áhyggjum mínum í þeirri skoðun og þá var hann undir viðmiðum en það var ekki tekið mark á því og mér sagt að þetta væri líklegast ekki neitt. Þarna hefði hann strax átt að fara í ferli og áhyggjur foreldra teknar alvarlega.“ Segir hún reynslu sína af heilsu- gæslunni ekki einsdæmi. „Ef það hefði verið gert þá værum við kannski búin að vera tæplega 2 ár á biðlista og hann myndi líklega fá aðstoð bráðlega. Í stað þess er þetta búið að vera virkilega langt og f lókið ferli og núna 3 ára gamall er hann loksins búinn að fara í mál- þroskamat. Þetta þarf líka að laga.“ Erfitt að fá reynsluna Helsti ásteytingarsteinninn í við- ræðum við Sjúkratryggingar er ákvæðið um tveggja ára starfs- reynslu áður en talmeinafræðingar komast inn á rammasamning, þar sem meðferð barna með alvarlegri frávik á sér helst stað, þýðir það að þeir þurfa að fá starf hjá hinu opin- bera. „Vandinn er sá að það er ekki mikið af slíkri vinnu að hafa, þetta þýðir að þeir talmeinafræðingar sem það vilja geta ekki farið að vinna með þeim hópi sem virkilega þarf á meðferð að halda,“ segir Kristín. „Við erum mjög ósátt við þetta ákvæði og þennan tveggja ára bið- tíma og höfum komið því skýrt á framfæri að ef það á að vinna í takti við þessi stóru markmið að baki starfshópnum, þá þarf að hleypa þeim í vinnu.“ Kristín telur ólíklegt að niður- felling ákvæðisins muni leysa allan vandann. Töluverður skortur sé á tal- meinafræðingum. Margir séu að láta af störfum vegna aldurs og Háskóli Íslands útskrifi nemendur annað hvert ár. „Í vor eiga að útskrifast átján talmeinafræðingar,“ segir Kristín. Ekki er til neinn miðlægur bið- listi og því ekki hægt að slá því föstu hversu mörg börn eru að bíða eftir talmeinafræðingi, biðin er nú á bilinu 17 til 36 mánuðir. „Það eru að minnsta kosti þúsund börn að bíða,“ segir Kristín. „Við höfum rætt um að fá slíkan lista til að geta metið þörfina.“ Starfshópur hefur stuttan tíma Í starfshópnum eru tveir fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins, einn frá mennta- og menningarmálaráðu- neytinu og einn frá félagsmála- ráðuneytinu. Kalla á til helstu hags- munaaðila til samráðs við gerð tillagnanna. Hópurinn á að skila til- lögum 20. desember næstkomandi, hópurinn hefur því sextán virka daga til að klára verkið. Félagið telur afar brýnt að rödd talmeinafræðinga fái að heyrast og tekið sé mark á sjónarmiðum þeirra í vinnunni sem fram undan sé. Kristín segir það ekki ganga að ræða málefni talmeina- fræðinga án talmeinafræðinga. Kristín segir að markmiðin séu göfug, en töluverðrar svartsýni gæti meðal talmeinafræðinga með framhaldið. Tekur hún fram að talmeinafræðingar muni beita frekari hörku ef málin þokast ekki áleiðis. Dæmi eru um að foreldrar séu byrjaðir að leita þjónustu landshluta á milli og tvöfalt kerfi hafi myndast, þar sem nokkrir tal- meinafræðingar neyðist til að starfa utan samnings. Hún segir það nei- kvæða þróun og ekki í takti við stefnu yfirvalda um að gæta jafn- ræðis í þjónustu við börn. Það sé þó von, þar sem bæði á að vinna eftir nýjum lögum um sam- þættingu þjónustu til barna og heilbrigðisstefnu til 2030, þar sem kveðið sé á um að starfsmannafjöldi eigi að vera í samræmi við umfang þjónustu. Sjúkratryggingar hafa sagt það berum orðum að vilji sé til að end- urskoða tveggja ára ákvæðið, en slíkt rúmist ekki innan fjárveitinga. Kristín óttast að starfshópurinn muni ekki skila miklu. „Allir vilja börnunum vel þar til kemur að því að greiða fyrir þjón- ustuna. Þolinmæði okkar er á þrot- um og félagið krefst þess að lausn finnist í málinu og það strax.“ n 17 til 36 mánaða bið er eftir talmeina- fræðingi. 18 talmeina- fræðingar eiga að útskrifast í vor frá Háskóla Íslands, útskrifað er á tveggja ára fresti. Að greinast með mikla málþroskaröskun er háalvarlegt mál sem að hefur gífurleg áhrif á barn námslega og félagslega. Lára Aradóttir, móðir þriggja ára drengs með málþroska­ röskun Það eru að minnsta kosti þúsund börn að bíða. Kristín Theódóra Þórarinsdóttir, formaður Félags talmeinafræð­ inga á Íslandi Þriggja ára drengur með mikla málþroskaröskun sér fram á langa bið eftir að komast til talmeinafræðings. Formaður Félags talmeina- fræðinga segir fagfólk svart- sýnt. Starfshópur ráðherra á að skila tillögum fyrir jól. arib@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Foreldrar þriggja ára drengs með mikla málþrosk- aröskun hafa beðið í sjö mánuði eftir aðstoð talmeinafræðings, sjá þau fram á að þurfa að bíða þangað til hann verður fimm ára eftir að hann komist að í talþjálfun. Starfs- hópur heilbrigðisráðherra á að skila af sér tillögum um úrbætur á þjón- ustunni fyrir jól. „Sonur minn er þriggja ára og hefur verið greindur með mikla málþroskaröskun, en niðurstaða matsins er sú að hann sé með mál- þroska á við 18 mánaða barn,“ segir Lára Aradóttir, móðir drengsins. „Að greinast með mikla mál- þroskaröskun er háalvarlegt mál sem að hefur gífurleg áhrif á barn námslega og félagslega. Við sjáum það einmitt með okkar dreng að þetta er að hafa mikil áhrif á félags- þroska hans og samskipti við önnur börn, hann er að greinast með kvíðaeinkenni og svo fylgir þessu alls konar hegðunarvandi vegna þess að hann getur ekki tjáð sig. Það hefur sýnt sig að því fyrr sem er gripið inn í því betra, því þetta getur haft mikil áhrif á framtíð barnsins ef það fær ekki talþjálfun og það strax.“ Þau eru nú á biðlistum hjá öllum talmeinastofum á höfuðborgar- svæðinu. Þau hafa þegar beðið í sjö mánuði. „Það getur enginn sagt mér númer hvað hann er á biðlistanum og það lítur út fyrir að biðin sé alla- vega tvö ár ef ekki þrjú, sem þýðir að hann fær kannski aðstoð þegar hann er 5 ára,“ segir Lára. Sér fram á langa bið í kerfinu Ari Brynjólfsson arib @frettabladid.is Sveitarfélög bera ábyrgð á talþjálfun fyrir minniháttar frávik. Langir biðlistar bíða þeirra sem eru með alvarlegri vanda. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR 10 Fréttir 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 27. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.