Fréttablaðið - 27.11.2021, Síða 16
Erfðahreinleiki villtra laxastofna í Noregi
n Gott/Mjög gott
n Ágætt
n Slæmt
n Mjög slæmt
Rauðu deplarnir á Noregskort-
inu sýna hvar villtir laxastofn-
ar eru mest erfðablandaðir.
Aðeins einn af hverjum fimm
laxastofnum í Noregi telst í
góðu ásigkomulagi. Fiskeldi
og virkjanir valda búsifjum
í stofnunum. Þá segja Norð-
menn þörf á alþjóðlegu átaki
gegn hnúðlaxi sem er í mikilli
sókn í norskum laxveiðiám.
gar@frettabladid.is
FISKELDI Þrátt fyrir ýmsar ráðstaf-
anir hefur ástand villtra laxastofna
í Noregi versnað, segir Vísindaráð
laxins þar í landi, Vitenskapelig råd
for lakseforvalting, í nýjustu skýrslu
sinni.
„Eldislax sem hefur sloppið og
laxalús eru áfram mesta ógnin,“
segir vísindaráðið. Sérstaklega sé
ástandið slæmt í Vestur- og Mið-
Noregi. „Í byrjun níunda ára-
tugarins sneri meira en ein milljón
laxa til baka úr hafi á hverju ári,“
segir ráðið. Nú sé þessi tala fallin
um helming. „Það er bæði vegna
umsvifa mannsins og verri lífs-
skilyrða í sjó. Áfram er eldislax sem
hefur sloppið, laxalús og sýkingar
tengdar fiskeldi, stærsta ógnin við
villta laxinn. Fleiri stofnar hafa
orðið fyrir barðinu á laxalús á síð-
ustu árum og svæðin sem orðið hafa
illa úti hafa stækkað.“
Haft er eftir Torbjørn Forseth, for-
manni vísindaráðsins, að hægt sé að
bregðast við vegna áhrifa mannsins
í ánum og með fram ströndinni. „En
því miður lítur ekki út fyrir að ráð-
stafanirnar dugi til að staðan batni
fyrir laxinn á illa leiknu svæðun-
um,“ segir hann.
Þá segir ráðið að vatnsvirkj-
anir og önnur mannvirki séu áfram
mikil ógn sem dragi úr stærð laxa-
stofnanna. Ekki sé mikil hætta á að
ástandið versni frekar vegna þess-
ara þátta, en að margir möguleikar
séu til að minnka áhrifin.
„Það er enn verið að gera ný inn-
grip í árnar og það er mikið sem við
getum gert til að bæta úr eldri inn-
gripum,“ er haft eftir Helge Skog-
lund, sem situr í vísindaráðinu.
Þá er vikið í skýrslu ráðsins að
hnúðlaxi, sem nýrri ógn við marga
laxastofna. „Það þarf ráðstafanir á
bæði landsvísu og á alþjóðlega vísu
til að minnka hættuna á að villti
laxinn verði fyrir skaða,“ segir í
skýrslunni. Hnúðlaxinn hefur ein-
mitt einnig verið að færa sig upp á
skaftið hérlendis, öllum til ama, er
óhætt að segja.
Sem fyrr segir er staðan verst
um miðbik Noregs og í vesturhluta
landsins. Þar hafa laxastofnarnir
Staða norskra laxastofna enn slæm
þrátt fyrir ýmsar mótvægisaðgerðir
minnkað mest og ástæðan sögð að
stórum hluta vera vegna laxeldisins.
Á síðustu þremur árum hafi laxa-
lúsin verið skæð á svæðum þar sem
eldið er mest. Margir laxastofnar
við Sognefjorden og Sunnmørsfjor-
dene séu í afar slæmu ásigkomulagi.
Staðan er sögð önnur í Suður-
Noregi þar sem laxastofnar hafi
rétt úr kútnum eftir að kalki hafi á
skipulegan hátt verið bætt í ár sem
hafa fengið í sig súrt mengunarregn.
Enn fremur kemur fram í skýrsl-
unni að kortlagning sýni að aðeins
einn af hverjum fimm laxastofnum
sé í góðu eða mjög góðu standi og
að meira en þriðjungur stofnanna
sé annað hvort í slæmu eða í mjög
slæmu horfi.
Þótt færri laxar snúi úr hafi eru
það hins vegar f leiri laxar en áður
sem hrygna. „Þetta helgast af því að
umtalsvert minna er nú veitt í bæði
vötnum og ám. Árleg veiði í vötnum
og ám er nú um það bil þriðjungur
þess sem hún var á níunda ára-
tugnum,“ segir í skýrslunni.
„Á margan hátt eru það veiðimenn
í ám og vötnum sem greiða verðið
fyrir að við náum ekki að draga úr
áhrifum mannsins á villta laxinn,“ er
haft eftir Torbjørn Forseth. „En góðu
fréttirnar eru þær að ef við náum að
draga úr áhrifunum, hafa flest vatns-
föllin nægan hrygningarfisk og góða
nýliðun, þannig að laxinn gæti fljótt
náð sér á strik.“ n
ser@frettabladid.is
BRIDGE Bridgesamband Íslands er
staðráðið í því að halda Bridgehátíð
í Hörpu dagana 27. til 30. janúar á
nýju ári, en hátíðin féll niður í ár
vegna farsóttarinnar.
Jafet Ólafsson, forseti sambands-
ins, segir að þegar hafi nokkrar
erlendar sveitir skráð sig leiks, þar
á meðal Dennis Bilde og Íslands-
vinurinn Zia Mamhoud, sem allir
bridge-spilarar þekkja, en hann
hefur komið á Bridgehátíð í um 30
ár og aðstoðaði Íslendinga þegar
þeir urðu heimsmeistarar í Yoko-
hama 1991.
Jafet segir að nú verði Íslendingar
að vera duglegir að skrá sig á mótið,
af því einfaldlega að aðstaðan í
Hörpu sé til fyrirmyndar. Og svo sé
hitt að „bridge gerir lífið skemmti-
legra,“ að sögn forsetans. n
Bridgehátíð í
Hörpu í janúar
Sjókvíaeldi á laxi í Lyngenfjord í Norður-Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
kristinnhaukur@frettabladid.is
MEXÍKÓ Glæpagengi sem kallast Los
Petules hefur f læmt hóp foreldra
úr mexíkóskum smábæ, eftir að
barnaheimili vann í lottóinu. Kalla
foreldrarnir eftir aðstoð stjórnvalda
til þess að geta snúið aftur heim.
Barnaheimili nálægt Ocosingo í
suðurhluta Mexíkó vann 20 millj-
ónir pesóa, eða um 125 milljónir
króna, fyrir rúmu ári, í lottói sem
stjórnvöld komu á fót til þess að
fjármagna forsetaþotuna. Foreldrar
barnanna áttu að ráðstafa fjármun-
unum, en eftir að það fréttist fóru
þeir að fá hótanir frá genginu sem
vildi að peningarnir yrðu notaðir til
vopnakaupa.
Einn faðir var skotinn til bana
og 28 fjölskyldur hafa f lúið eftir
hótanir. Í ákalli um hjálp sagði for-
eldrafélagið að gengið hefði eyðilagt
heimili fólks, drepið húsdýr og eyði-
lagt uppskeruna. n
Skotspónn gengis
eftir lottóvinning
Ofbeldi gengja í Mexíkó er orðið
daglegt brauð. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
16 Fréttir 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ