Fréttablaðið - 27.11.2021, Síða 16

Fréttablaðið - 27.11.2021, Síða 16
Erfðahreinleiki villtra laxastofna í Noregi n Gott/Mjög gott n Ágætt n Slæmt n Mjög slæmt Rauðu deplarnir á Noregskort- inu sýna hvar villtir laxastofn- ar eru mest erfðablandaðir. Aðeins einn af hverjum fimm laxastofnum í Noregi telst í góðu ásigkomulagi. Fiskeldi og virkjanir valda búsifjum í stofnunum. Þá segja Norð- menn þörf á alþjóðlegu átaki gegn hnúðlaxi sem er í mikilli sókn í norskum laxveiðiám. gar@frettabladid.is FISKELDI Þrátt fyrir ýmsar ráðstaf- anir hefur ástand villtra laxastofna í Noregi versnað, segir Vísindaráð laxins þar í landi, Vitenskapelig råd for lakseforvalting, í nýjustu skýrslu sinni. „Eldislax sem hefur sloppið og laxalús eru áfram mesta ógnin,“ segir vísindaráðið. Sérstaklega  sé ástandið slæmt í Vestur- og Mið- Noregi. „Í byrjun níunda ára- tugarins sneri meira en ein milljón laxa til baka úr hafi á hverju ári,“ segir ráðið. Nú sé þessi tala fallin um helming. „Það er bæði vegna umsvifa mannsins og verri lífs- skilyrða í sjó. Áfram er eldislax sem hefur sloppið, laxalús og sýkingar tengdar fiskeldi, stærsta ógnin við villta laxinn. Fleiri stofnar hafa orðið fyrir barðinu á laxalús á síð- ustu árum og svæðin sem orðið hafa illa úti hafa stækkað.“ Haft er eftir Torbjørn Forseth, for- manni vísindaráðsins, að hægt sé að bregðast við vegna áhrifa mannsins í ánum og með fram ströndinni. „En því miður lítur ekki út fyrir að ráð- stafanirnar dugi til að staðan batni fyrir laxinn á illa leiknu svæðun- um,“ segir hann. Þá segir ráðið að vatnsvirkj- anir og önnur mannvirki séu áfram mikil ógn sem dragi úr stærð laxa- stofnanna. Ekki sé mikil hætta á að ástandið versni frekar vegna þess- ara þátta, en að margir möguleikar séu til að minnka áhrifin. „Það er enn verið að gera ný inn- grip í árnar og það er mikið sem við getum gert til að bæta úr eldri inn- gripum,“ er haft eftir Helge Skog- lund, sem situr í vísindaráðinu. Þá er vikið í skýrslu ráðsins að hnúðlaxi, sem nýrri ógn við marga laxastofna. „Það þarf ráðstafanir á bæði landsvísu og á alþjóðlega vísu til að minnka hættuna á að villti laxinn verði fyrir skaða,“ segir í skýrslunni. Hnúðlaxinn hefur ein- mitt einnig verið að færa sig upp á skaftið hérlendis, öllum til ama, er óhætt að segja. Sem fyrr segir er staðan verst um miðbik Noregs og í vesturhluta landsins. Þar hafa laxastofnarnir Staða norskra laxastofna enn slæm þrátt fyrir ýmsar mótvægisaðgerðir minnkað mest og ástæðan sögð að stórum hluta vera vegna laxeldisins. Á síðustu þremur árum hafi laxa- lúsin verið skæð á svæðum þar sem eldið er mest. Margir laxastofnar við Sognefjorden og Sunnmørsfjor- dene séu í afar slæmu ásigkomulagi. Staðan er sögð önnur í Suður- Noregi þar sem laxastofnar hafi rétt úr kútnum eftir að kalki hafi á skipulegan hátt verið bætt í ár sem hafa fengið í sig súrt mengunarregn. Enn fremur kemur fram í skýrsl- unni að kortlagning sýni að aðeins einn af hverjum fimm laxastofnum sé í góðu eða mjög góðu standi og að meira en þriðjungur stofnanna sé annað hvort í slæmu eða í mjög slæmu horfi. Þótt færri laxar snúi úr hafi eru það hins vegar f leiri laxar en áður sem hrygna. „Þetta helgast af því að umtalsvert minna er nú veitt í bæði vötnum og ám. Árleg veiði í vötnum og ám er nú um það bil þriðjungur þess sem hún var á níunda ára- tugnum,“ segir í skýrslunni. „Á margan hátt eru það veiðimenn í ám og vötnum sem greiða verðið fyrir að við náum ekki að draga úr áhrifum mannsins á villta laxinn,“ er haft eftir Torbjørn Forseth. „En góðu fréttirnar eru þær að ef við náum að draga úr áhrifunum, hafa flest vatns- föllin nægan hrygningarfisk og góða nýliðun, þannig að laxinn gæti fljótt náð sér á strik.“ n ser@frettabladid.is BRIDGE Bridgesamband Íslands er staðráðið í því að halda Bridgehátíð í Hörpu dagana 27. til 30. janúar á nýju ári, en hátíðin féll niður í ár vegna farsóttarinnar. Jafet Ólafsson, forseti sambands- ins, segir að þegar hafi nokkrar erlendar sveitir skráð sig leiks, þar á meðal Dennis Bilde og Íslands- vinurinn Zia Mamhoud, sem allir bridge-spilarar þekkja, en hann hefur komið á Bridgehátíð í um 30 ár og aðstoðaði Íslendinga þegar þeir urðu heimsmeistarar í Yoko- hama 1991. Jafet segir að nú verði Íslendingar að vera duglegir að skrá sig á mótið, af því einfaldlega að aðstaðan í Hörpu sé til fyrirmyndar. Og svo sé hitt að „bridge gerir lífið skemmti- legra,“ að sögn forsetans. n Bridgehátíð í Hörpu í janúar Sjókvíaeldi á laxi í Lyngenfjord í Norður-Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY kristinnhaukur@frettabladid.is MEXÍKÓ Glæpagengi sem kallast Los Petules hefur f læmt hóp foreldra úr mexíkóskum smábæ, eftir að barnaheimili vann í lottóinu. Kalla foreldrarnir eftir aðstoð stjórnvalda til þess að geta snúið aftur heim. Barnaheimili nálægt Ocosingo í suðurhluta Mexíkó vann 20 millj- ónir pesóa, eða um 125 milljónir króna, fyrir rúmu ári, í lottói sem stjórnvöld komu á fót til þess að fjármagna forsetaþotuna. Foreldrar barnanna áttu að ráðstafa fjármun- unum, en eftir að það fréttist fóru þeir að fá hótanir frá genginu sem vildi að peningarnir yrðu notaðir til vopnakaupa. Einn faðir var skotinn til bana og 28 fjölskyldur hafa f lúið eftir hótanir. Í ákalli um hjálp sagði for- eldrafélagið að gengið hefði eyðilagt heimili fólks, drepið húsdýr og eyði- lagt uppskeruna. n Skotspónn gengis eftir lottóvinning Ofbeldi gengja í Mexíkó er orðið daglegt brauð. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 16 Fréttir 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.