Fréttablaðið - 27.11.2021, Page 20

Fréttablaðið - 27.11.2021, Page 20
Spútnik skapaði brýna þörf á aðgerðum í Bandaríkjunum. Tilraunin 27. júlí hafði ekki sömu áhrif. Ég held að það hefði átt að gerast. Bandaríski hershöfðinginn John Hyten Kína virðist hafa náð mark- verðum áfanga í þróun nýrrar tegundar flugskeyta, sem Bandaríkin óttast að komist fram hjá eldflaugavarnakerfi sínu. Þau eru talin geta borið kjarnavopn og segja banda- rískir hershöfðingjar að um „Spútnik móment“ sé að ræða. thorvardur@frettabladid KÍNA Ólga er innan bandarískra stjórnvalda eftir tvær tilraunir Kín- verja með ofurhljóðfrá f lugskeyti (e. hypersonic missiles). Þau geta ferðast á allt að fimmföldum hljóð- hraða og talið er að flugskeytin geti borið kjarnavopn. Tilraunirnar komu bandarískum yfirvöldum í opna skjöldu og óttast þeir að Kínverjar standi þeim nú mun framar í þróun slíkrar tækni og að tilraunirnar marki upphaf að nýju vígbúnaðarkapphlaupi, í anda þess sem geisaði í kalda stríðinu milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna sálugu. Financial Times greindi fyrst frá því í október að Kínverjar hefðu gert tilraunir með slíka tækni í júlí og ágúst. Bandaríkin og Rússland hafa unnið að þróun slíkrar tækni í ára- tugi en svo virðist sem Kína standi þeim nú framar. Auk þess hefur fjöldi annarra ríkja unnið að slíkri tækni, þar á meðal Bretland, Frakkland og Norður-Kórea. Samkvæmt skýrslu rannsóknarþjónustu Bandaríkja- þings hafa Íranir, Suður-Kóreumenn og Ísraelar hafið grunnrannsóknir á hljóðfráum flugskeytum. Sjálfir hafa Kínverjar ekki viður- kennt að um vopnatilraunir væri að ræða og segja þær tengjast geim- ferðaáætlun þeirra. „Við höfum engan áhuga á vígbúnaðarkapp- hlaupi við önnur ríki. Bandaríkin hafa á undanförnum árum afsakað aukinn vígbúnað og þróun hljóð- frárra f lugskeyta með því að tala um „ógnina sem stafar af Kína“,“ segir Liu Pengyu, talsmaður kín- verska sendiráðsins í Bandaríkj- unum. Lengi hefur andað köldu milli Bandaríkjanna og Kína og eru til- raunirnar til þess vísar að auka á spennuna. Bandaríkin hafa þrýst mjög á Kína að taka þátt í samn- ingum um að taka ásamt Rússlandi þátt í samningum um takmörkun kjarnavopna og mun það hafa borið á góma á fjarfundi Joes Biden Bandaríkjaforseta  og Xi Jinping, aðalritara kínverska kommúnista- flokksins í síðustu viku. Yf i r maðu r her for i ng ja r áðs Bandaríkjanna, hershöfðinginn Mark Milley, segir tilraunir Kínverja vera „Spútnik móment“ og vísar þar til þess er Sovétríkin sendu fyrsta gervihnöttinn út í geim árið 1957 sem markaði upphaf geimferða- kapphlaupsins. Undirmaður hans, hershöfð- inginn John Hyten, tekur í sama streng. „Spútnik skapaði brýna þörf á aðgerðum í Bandaríkjunum. Tilraunin 27. júlí hafði ekki sömu áhrif. Ég tel að það hefði átt að ger- ast.“ „Við vinnum að því eins hratt og við getum að þróa slíka tækni,“ sagði varnarmálaráðherrann Lloyd Austin fyrir skömmu. Bandaríkjamenn óttast að með Kína gerir tilraunir með nýja tegund flugskeyta Joe Biden og Xi Jinping funduðu í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY þessari tækni geti Kínverjar kom- ist fram hjá eldf laugavarnakerfi þeirra, með því að senda kjarna- vopn yfir Suðurpólinn, en varna- kerfi Bandaríkjanna beinist einkum að því að verja landið fyrir vopnum sem fljúga yfir Norðurpólinn. Kín- verjar gætu því haft yfirhöndina ef kjarnorkustríð hæfist og ráðist gegn Bandaríkjunum, án þess að þau gætu komið nokkrum vörnum við. Kínverjar tilkynntu árið 1964 er þeir gerðu sínar fyrstu tilraunir með kjarnavopn, að aldrei yrði ráðist á land að fyrra bragði með slíkum vopnum. Bandaríkjamenn og Rúss- ar hafa ekki lofað því sama. n Rússland 6.000 Bandaríkin 3.750 Kína 350 Fjöldi kjarnaodda ● 20 Fréttir 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.