Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2021, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 27.11.2021, Qupperneq 28
Ég áttaði mig þarna á að það væru meiri líkur á að við stelp- urnar enduðum í ruslapoka einhvers staðar, en strákarnir. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur í fimmtán ár barist gegn kynbundnu ofbeldi með margvíslegum hætti. Nú hefur hún sett á laggirnar norræn samtök um stafræn réttindi, en hún segir mikil- vægt að opna augun fyrir afleiðingum stafræns ofbeld- is, enda loki það konur inni í ofbeldissamböndum. Það er mjög sterkur drif- kraftur að vilja forða öðr um f rá einhver ju slæmu sem hefur komið fyrir mann,“ segir Þórdís, aðspurð hvort nauðgun sem hún varð ung fyrir í nánu sambandi og skrifaði síðar bók um, hafi orðið til þess að hún helgaði líf sitt vinnu gegn ofbeldi. „En ég hef verið með sterka rétt- lætiskennd frá því ég man eftir mér. Ég skrifaði til að mynda opið bréf til forseta Íslands um umhverfis- mál þegar ég var tíu ára. Ég var svo- lítið sjálfala og fékk að fljóta undir radarinn og las mikið af fullorðins- bókmenntum, var til dæmis búin að lesa sjálfsævisögur úr Auschwitz á þessum sama aldri.“ Þórdís bjó lengi í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni sem barn, og þegar hún var átta ára gömul skók hvarf ungrar stúlku á svæðinu sænsku þjóðina og hafði málið mikil áhrif á hana. „Stúlkan hét Helén og var ári eldri en ég og ég samsamaði mig mikið með henni. Þjóðin hélt í sér andanum á meðan leitað var að henni um allt. Þetta varð mjög intensíft og ég lifði mig mikið inn í málið og hreinlega svaf ekki á meðan á leitinni stóð.“ Helén fannst nokkrum dögum eftir hvarfið, hún hafði verið svelt, henni nauðgað og hún pyntuð áður en hún var myrt og lík hennar sett í ruslapoka. „Það bara dó eitthvað sakleysi innra með mér. Ég var því mjög lítil þegar ég áttaði mig á því að þetta væri ójafn leikur. Hún var tekin því hún var stelpa og allt í einu upplifði ég að ég gæti orðið bráð og varð mjög myrkfælin. Ég held að það sé mikilvægt að taka umræðuna við svona viðkvæm og bráðþroska börn, en það var ekki meðvitund um það á þessum tíma. Ég áttaði mig þarna á að það væru meiri líkur á að við stelpurnar enduðum í rusla- poka einhvers staðar, en strákarnir.“ Baráttan er valdeflandi Þórdís segir baráttuna að mörgu leyti mega túlka sem sjálfsvörn. „Það gefur manni kjark að vita að maður sé að berjast gegn því sem maður hræðist. Það er valdeflandi að vera alltaf að feisa það sem maður óttast.“ Þórdís lærði leiklist, enda segir hún sköpun vera sér lífsnauðsyn. „Ég lærði þó fljótt eftir að ég útskrifaðist og fór að starfa við það, að það að standa á sviði er ekki það sem heillar mig, heldur það að vera röddin á bak við, sú sem kemur með boðskapinn. Ég er ekki túlkandi, en guði sé lof fyrir leiklistarmenntunina, ekkert hefur gagnast mér betur í fyrirlestra- haldi. Það vantar íslenskt orð yfir „storyteller,“ en það er í raun það sem ég er.“ Sögumaðurinn Þórdís notar til þess ólíka miðla að hafa áhrif: „Ég hef skrifað bækur, starfað sem frétta- maður á RÚV og í dag tala ég daglega til Instagram-fylgjenda minna.“ Rannsakar gerendur Þórdís eignaðist tvíburasynina Svan og Hlyn fyrir þremur árum, en fyrir átti hún ásamt manni sínum, Víði Guðmundssyni, soninn Haf liða Frey og tvær eldri stjúpdætur, Haf- dísi og Júlíu. Tvíburasynirnir fædd- ust 12 vikum fyrir tímann og eins og algengt er með fyrirbura hafa fyrstu árin töluvert einkennst af umgangs- pestum sem þeir eru útsettari fyrir. Fjölskyldan bjó í Svíþjóð þar til fyrir stuttu og nýtti Þórdís tímann þegar hún var mikið heima með veik börn og fyrirlestrum var aflýst vegna Covid takmarkana, og stofnaði nor- Það er sárt að breyta heiminum Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is rænan samtök um stafræn réttindi og jafnrétti, NORD REF, sem nýverið hlaut stærstu úthlutun ársins úr Nor- ræna jafnréttissjóðnum. Ætlunin er að NORDREF geri þriggja landa rannsókn á gerendum sem áreita konur og stúlkur á netinu, til dæmis með typpamyndum, sem hafa verið töluvert í umræðunni hér á landi, ásamt ósamþykktri dreifingu nekt- armynda og hótunum. Í kjölfar ítrekaðra #MeToo bylt- inga hefur umræðan um kynferðis- ofbeldi og -áreitni opnast upp á gátt, en Þórdís byrjaði að tala um þessi mál þegar fáir voru að því og er því brautryðjandi á því sviði. „Mér finnst ég ekkert voðalega gömul en ég var þó fyrsta konan til að segja frá því opinberlega að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í jafningjasambandi, undir nafni og mynd.“ Þórdís sagði frá í fyrstu bók sinni Á mannamáli, sem kom út fyrir tólf árum síðan. „Á þessum tíma nafngreindi ég ekki gerandann og var hyllt sem hetja. Það er ekki fyrr en konur nafngreina gerendur að þær eru brenndar á báli,“ segir hún. Þá urðu læti Árið 2017 gaf Þórdís út umdeilda bók, Handan fyrirgefningar, sem kom samtímis út í fimm löndum. Bókina skrifaði hún ásamt Ástralan- um Tom Stranger, sem var kærasti hennar á unglingsárum og sá sem hún talaði fyrst um nafnlaust í fyrri bókinni sinni: Sá sem braut á henni í sambandi öllum þessum árum áður. Bókin var þannig samvinnuverk- efni geranda og brotaþola og braut blað í leið til uppgjörs og sátta. „Þá urðu læti. Jesús góður, urðu læti,“ segir hún og hlær. „Ég þekki slauf- unarmenningu alveg á eigin skinni, enda var ég þarna sökuð um að vera gerandameðvirk. Við Tom vorum að reyna að koma með mótvægi sem kallað hafði verið eftir lengi, að karlmaður sem hafði gerst sekur um að beita ofbeldi, tæki ábyrgð og sýndi þar með hvar skömmin liggur. Um leið fékk ég tækifæri til að skila honum ábyrgðinni og skömminni og gera það opinberlega. Þarna kom Tom fram með orð- ræðu sem vantar sárlega, þar sem gerandi skorast hvergi undan, dregur ekki úr verknaðinum og fegrar hann ekki neitt. Hann axlar heilshugar ábyrgð á honum og gerir það í sam- ráði við sinn þolanda. Þetta er það sem vantar í dag og veldur þeirri reiði sem við höfum séð í nýjustu #MeToo byltingunni þar sem vantar allt sam- ráð við þolandann og tilfinningin er sú að gerandinn sé meira að reyna að hvítþvo sig frekar en axla ábyrgð, eða sé í einhvers konar „damage control,“ því einhver saga um hann sé farin að leka.“ Reiði er hreyfiafl Þórdís segist vel hafa vitað að fólk yrði reitt og að hún skilji reiðina vel. „Loks hafði fólk geranda til að beina reiðinni að.“ Hún segist þó ekki fara ofan af því að innleggið hafi átt rétt á sér og sé enn mikilvægt, enda hafi meirihluti viðbragðanna verið jákvæður. „Við náum engum framförum nema þeir sem eru rót vandans taki þátt í að uppræta hann. Nú er umræðan komin á allt annan stað en var þá og enginn heldur því fram að þol- andi megi ekki segja frá úrvinnslu sinni, heldur þvert á móti snýst hún um hvenær gerendur eigi aftur- kvæmt, eins og við höfum séð í mjög umdeildum Kveiksþáttum. En það er sannarlega ekki einhlítt svar við því og fer mikið eftir brotum,“ segir Þórdís. Talið berst að reiðinni sem virð- ist töluvert einkenna samfélags- umræðuna þessa dagana, en Þórdís bendir á nauðsyn hennar. „Reiði er hreyfiaf l og eðlilegt og bráðnauðsynlegt viðbragð við óréttlæti. Það hefur engin bylting í veraldarsögunni átt sér stað án þess að fólk verði reitt. Við eigum ekki að óttast reiðina og telja að hún sé óvinur okkar, heldur beina henni í réttan farveg. Við eigum að vera reið yfir því að réttarkerfið bregðist og að níu konur hafi farið með mál sín til Mannréttindadómstóls eftir að kerfið hérlendis brást þeim. Við eigum að vera reið yfir því að yfir- gengilegur meirihluti kynferðis- brotamála sé felldur niður. Ég er því sátt við reiðina, en ég skil að fólki finnist vandratað í umræðu sem reiði er í. En ef maður áttar sig á því að hún hefur tilgang og mun mögu- lega búa til betra samfélag fyrir börnin okkar, þá held ég að maður hætti að líta á hana sem ógn. Bjartsýnisfólk breytir heiminum Það er sárt að breyta heiminum. Það er bara fokking erfitt og sárt. Það er slítandi og blóðugt og það er bara barnalegt og einfeldni að halda að það verði bara næs fyrir alla, enginn fórnarkostnaður og enginn liggi í valnum,“ segir hún með áherslu, en baráttukonan Þórdís er einkar glað- beitt sem gæti mögulega komið ein- hverjum á óvart, miðað við veruleik- ann sem hún alla daga býr við. „Ég er óbilandi bjartsýn að eðlisfari,“ segir hún og hlær. „Það er yfirleitt bjart- sýnisfólk sem breytir heiminum.“ Það er stafrænt of beldi sem á sem fyrr segir hug Þórdísar allan og í vikunni hélt hún meðal annars erindi á vegum Evrópusambandsins fyrir jafnréttisráðherra stærstu ríkja þess. „Stafrænt of beldi er of boðs- lega kynjað og ég held að fæstir átti sig á því hversu ólíkar birtingar- Þórdís Elva segist hafa verið mjög ung þegar hún áttaði sig á því að leikurinn væri ójafn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Við náum engum fram- förum nema þeir sem eru rót vandans taki þátt í að uppræta hann.  28 Helgin 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.