Fréttablaðið - 27.11.2021, Síða 30

Fréttablaðið - 27.11.2021, Síða 30
Þórdís segist sjálf komin með þykkan skráp og tekur upphrópunum reiðra karla um að hún eigi að halda kjafti létt enda viss um að reiðin beinist gegn baráttu hennar frekar en persónu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR myndir það hefur fyrir konur og karla. Konur fá yfir sig mikið meiri kynferðislega áreitni,“ segir Þórdís. Óumbeðnar typpamyndir Ein birtingarmynd þess eru óum- beðnar myndir af kynfærum og bendir Þórdís á viðhorfsrannsóknir sem gerðar hafa verið í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Þar kom í ljós að rúmlega helmingur ungra kvenna hafði fengið óumbeðnar typpa- myndir. Ég hugsa að talan sé svipuð hér á landi, enda erum við mjög stafræn þjóð.“ Þórdís segir ekki síst áhugavert að þegar konur voru spurðar hvort þeim þættu slíkar myndsendingar sexí, svöruðu 86 prósent þeirra: Alls ekki. „Óumbeðin nektarmynd er form af kynferðislegri áreitni og í ár tóku hér á landi gildi lög um kyn- ferðislega friðhelgi. Það er ekki í lagi að ryðjast inn í hana með nektar- mynd, það er lögbrot.“ Þórdís Elva heldur úti vinsælum Instagram-reikningi og nýtir hann í baráttuna, en segir þar einnig frá lífi tvíburamóðurinnar sem getur sannarlega verið grátbroslegt. Hún er dugleg að gera grín að eigin hvers- dagsleika sem mæður ungra barna gætu tengt við, til að mynda sitjandi ein úti í bíl með miðstöðina á til að eiga dýrmæta stund fyrir sig eina. Hún er virkur notandi og segir hún í kringum fimm þúsund manns fylgjast með sér daglega. „Ég nýti miðilinn mikið til að bæði koma mínu efni á framfæri og fá viðbrögð. Ég er í samtali við samtíma minn og það krefst þess að hlusta þegar hann svarar.“ Samþykki gerir gæfumuninn Þórdís spurði fylgjendur sína út í hinar svokölluðu typpamyndir og segir viðbrögðin hafa verið afgerandi. „Algengt var að konur töluðu um að ef myndin var óum- beðin hafi það virkað sem innrás og þær hafi viljað þurrka myndina úr minni sínu. Öðru gilti auðvitað um umbeðna mynd, eða mynd sem var hluti af einhverju daðri á milli para. Þetta er alltaf það sama, hvort sem það er á netinu eða utan þess: Sam- þykki gerir gæfumuninn.“ En netið er alls staðar og löggjöf er varðar það misjöfn á milli landa. „Ég skil vel að fólki fallist hendur í baráttunni,“ segir Þórdís og nefnir vefsíðu sem mikið hefur verið notuð hér á landi til að birta nektarmyndir af ungum konum í þeirra óþökk. „Inni á umræddri síðu eru 99 pró- sent þolenda konur og 76 prósent þeirra undir 18 ára aldri. Síðan er vistuð í Panama og íslensk lögregla segist ekkert geta gert enda ekki með lögsögu þar, en auðvitað er alveg hægt að gera eitthvað. Tækni- legu lausnirnar eru til, það vantar bara viljann. Við búum í heimi þar sem hakkarar komast inn í öryggis- kerfi Pentagon,“ segir hún með áherslu. „Ef íslenskur karl misnotar barn í Taílandi getum við sótt hann til saka hérlendis og það sama ætti að gilda um að birta nektarmynd í leyfisleysi.“ Bjuggu í vítahring ótta Inni á umræddri vefsíðu eru ungar konur ítrekað nafngreindar, óskað eftir og birtar nektarmyndir af þeim í þeirra óþökk. „Ég fór árið 2015 í hringferð um Ísland, hitti krakka og hélt fyrirlestra um þetta. Það hafði enginn fullorðinn rætt um þetta og þau voru uppfull af reynslusögum,“ segir Þórdís, sem fékk sögur frá stelpum allt niður í fimmta bekk grunnskóla. „Stelpur sögðu mér frá því að auglýst hefði verið eftir myndum af þeim og því væru þær hættar að fara í skólasund og leik- fimi af ótta við að hægt væri að ná af þeim mynd. Þær bjuggu í vítahring ótta og voru farnar að skerða þannig sín eigin lífsgæði,“ segir hún. „Íslensk stelpa varð fyrir því 16 ára gömul að það birtust af henni nektarmyndir án hennar samþykk- is og ári síðar gúgglaði ég nafnið hennar. Þá birtust 16.200 niðurstöð- ur og það var hér um bil allt klám, versta tegund sora of beldiskláms. Hennar stafræna fótspor var þann- ig undirlagt af því efni sem maður vill síst að nafn manns tengist. Þessi einstaklingur var ekki orðinn lög- ráða og á eftir að þurfa að sækja um störf í framtíðinni.“ „Ég er ekki að segja svona sögur sem áróður til kvenna um að taka ekki af sér nektarmyndir. Allir hafa rétt á að tjá sína kynvitund eins og þeir vilja. Það að segja við mann- eskju: „Þú hefðir ekki átt að taka af þér þessa nektarmynd ef þú vildir ekki að henni væri dreift,“ er svo- lítið eins og að segja við fórnarlamb nauðgunar: „þú hefðir ekki átt að vera í þessu stutta pilsi.“ Við höfum fullan rétt á að tjá okkur, hvort sem er með klæðaburði eða ljós- mynd. Að einhver annar kjósi svo að níðast á okkur af þeim sökum, er alfarið á þeirra ábyrgð. Ég er frekar að vekja athygli á því hversu alvar- legar afleiðingar það hefur að dreifa efni í leyfisleysi.“ Auðvelt að búa til nektarmyndir Þórdís segir jafnframt auðvelt að búa til nektarmyndir af fólki með aðstoð myndvinnsluforrita og lýsir því hvernig hún hafi í undirbúningi fyrir fyrirlestur vikunnar horft á svo- kallað „deep fake klám“ þar sem and- lit þekktra stjórnmálakvenna hefur verið sett á klámleikkonur. Sú vin- sælasta í slíku klámi er bandaríska þingkonan, Alexandria Ocasio-Cor- tez sem hefur haft hátt um réttindi kvenna og minnihlutahópa,“ segir Þórdís og bendir á að sumt efnið sé ansi sannfærandi og tækninni eigi bara eftir að fleygja fram. Þórdís segist oft fá spurningar um það hvers vegna hún sé að eyða kröftum sínum í baráttu gegn staf- rænu of beldi, á meðan hún geti barist gegn „alvöru“ of beldi, eins og hún segir það orðað. Of beldi sem skilji eftir sig brotin bein og marbletti. „Þegar ég heyri þessi rök verður mér alltaf hugsað til þess þegar ég var í stjórn Kvennaathvarfsins í fjögur ár. Þar fengum við konur til okkar sem tikkuðu í öll þessi box og voru með brotin bein og blóð- nasir. Þær sögðust ekki geta farið úr of beldissambandinu því maki þeirra ætti kynlífsmyndband eða nektarmynd og hótaði að setja það í dreifingu. Þær sjá þá fyrir sér að missa atvinnu sína, félagslega stöðu og jafnvel forsjá barna sinna og æru. Þær sáu sig því tilneyddar til að vera áfram í ofbeldissambandinu. Þann- ig áttaði ég mig á því að stafræna of beldið væri límið sem héldi öllu hinu saman. Það lokar fólk inni í of beldissamböndum. Þú tékkar þig ekkert út af internetinu, ef þú verður fyrir of beldi á internetinu getur verið ógerningur að ná því út,“ segir Þórdís og sýnir blaðamanni myndir af ungum konum sem tóku líf sitt eftir að hafa orðið fyrir staf- rænu kynferðisofbeldi. Sagt að halda kjafti Við mynd af Þórdísi á forsíðu þessa tölublaðs eru dæmi um skilaboð sem hún sjálf hefur fengið á Netinu, hún segist vera komin með þykkan skráp og hún sé dugleg að snúa því upp í grín. „Algengustu haturs- skilaboðin sem ég fæ eru að ég eigi að halda kjafti, svo það er augljóst að margir karlar vilja senda mér lífsstílsráð um að það vanti meiri þögla íhugun í líf mitt. Sem móðir þriggja ára tvíbura, guð minn góður hvað ég er sammála,“ segir hún og skellir upp úr. Þórdís tekur dæmi um önnur skilaboð á ensku, þar sem sendandinn óskar þess að barmur hennar fari vaxandi: „Still up to your feminist bullshit? Waiting on you to grow some tits!“ Þórdís lítur niður á nett brjóstin og skellihlær: „Við bæði vinur, við bæði.“ „Það er auðvelt að grínast með þetta því ég veit að þetta beinist ekki að mér persónulega – jafnvel þó þetta sé skrifað við persónu- legar færslur mínar. Ég veit að hvaða kona sem er, sem talar eins og ég og beitir sér með þeim hætti sem ég geri, myndi fá nákvæmlega sömu athugasemdir. Þetta snýst ekki um mína persónu heldur kerfið sem ég er að ögra með starfi mínu. Hins vegar er ég mannleg og hef upp- lifað ógeðslegar árásir sem virki- lega særðu. Ein þeirra náði undir skinnið á mér, en þá hafði maður haft fyrir því að finna lýsingu mína á nauðguninni sem ég varð fyrir þegar ég var 16 ára. Hann skrifaði hana alla upp á nýtt og sett sjálfan sig inn í hana, og sagðist þannig ætla að gera það sama við mig. Það var vont, því það var svo úthugsað,“ segir Þórdís, sem segir þó erfitt að koma sér úr jafnvægi í dag. „Það sem þó heldur mér við efnið er að einu sinni til tvisvar í viku fæ ég pósta um að ég hafi bjargað lífi einhvers. Það er þetta sem gefur mér kraftinn og vegur upp á móti tíu af þessum hálfvitum,“ segir hún að lokum, bjartsýn á að baráttan skili sér, enda margt breyst á síðustu fimmtán árum. n Það er ekki fyrr en konur nafngreina gerendur að þær eru brenndar á báli. Þar kom í ljós að rúmlega helmingur ungra kvenna hafði fengið óumbeðn- ar typpa- myndir.  30 Helgin 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.