Fréttablaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 48
VIÐ
LÉTTUM
ÞÉR LÍFIÐ
Dagar leita að fræðslustjóra
Ert þú jákvæður, skipulagður og útsjónarsamur einstaklingur sem vill leiða Daga
áfram á vegferð okkar í fræðslumálum? Þrífst þú í líflegu vinnuumhverfi þar sem
þú berð ábyrgð á innleiðingu, skipulagningu og framkvæmd fjölbreyttra verkefna
sem snúa að fræðslumálum?
Dagar leita að fræðslustjóra sem mun hafa það hlutverk að móta fræðslustarf
fyrirtækisins og ber ábyrgð á innleiðingu stafrænnar fræðslu hjá Dögum.
Fræðslustjóri Daga starfar á mannauðssviði Daga.
Helstu verkefni og ábyrgð
Skipulagning og mótun á fræðslustefnu og
fræðsluefni Daga í samstarfi við aðra
stjórnendur
Ábyrgð á að starfsfólk Daga fái viðeigandi
fræðslu og þjálfun
Innleiðing, utanumhald og þróun stafrænnar
fræðslu hjá Dögum
Um Daga
Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki sem er í
fremstu röð í ræstingum og þrifum, fasteignaumsjón
og vinnustaðalausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Hjá okkur starfa um 750 manns víðsvegar um landið af
ýmsum þjóðernum. Við leggjum mikla áherslu á þjálfun
og fræðslu starfsfólks þar sem þjónusta okkar byggir á
árangursmiðuðum gæðaferlum. Þar að auki bjóðum við
reglulega upp á fjölda námskeiða sem hjálpa starfsfólki
okkar í lífi og starfi.
Umsóknarfrestur er til og með 5. desember nk.
og sækja skal um á www.dagar.is.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Sigríður Héðinsdóttir, mannauðsstjóri Daga,
siggah@dagar.is, eða í síma 580 0623.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf í uppeldis- og kennslufræði,
sálfræði, mannauðsstjórnun eða
sambærilegri menntun sem nýtist í starfi
Framsýni og góður skilningur á stafrænni
fræðslu og miðlun, kostur er ef umsækjandi
hefur unnið með fræðsluforrit (t.d. eloomi)
Samskiptahæfni og geta til að vinna
í teymum
Dagar hf. | Lyngási 17, 210 Garðabæ | dagar.is