Fréttablaðið - 27.11.2021, Side 56
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins | www.shs.is
ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ ÞÉR?
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins leitar að öflugu fólki óháð kyni og uppruna til að sinna slökkvistarfi
og/eða sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu, ásamt ýmsum störfum sem því tengjast.
Við leitum að starfsfólki sem vill láta gott af sér leiða og vill tilheyra
öflugu liði fólks sem sinnir bráðastörfum. Um er að ræða vaktavinnu
og verða umsækjendur að geta hafið störf í febrúar 2022.
Umsækjendur þurfa að hafa fullgilt sveinspróf eða stúdentspróf, hafa
náð 21 árs aldri og búa yfir góðri íslenkukunnáttu. Færni í sam skiptum,
gott líkamlegt og andlegt ástand og gott siðferði er áskilið.
Ítarlegar upplýsingar um hæfniskröfur og inntökuskilyrði ásamt
umsóknarferlinu í heild sinni má finna á vef SHS (www.shs.is)
Umsóknarfrestur er til og með
12. desember 2021.
Framtíðarsýn okkar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku.
Við þurfum rétta samstarfsfólkið, sem hjálpar okkur að láta þennan
draum rætast.
Núna leitum við að þér, sem hefur áhuga og þekkingu á sjálfbærni og vilja
til að gera heiminn betri, þannig að ekki sé gengið á verðmæti og auðlindir
komandi kynslóða.
Starfið er í teymi stefnumótunar og sjálfbærni. Við leiðum stefnumótun
fyrirtækisins, höfum sjálfbærni að leiðarljósi og tryggjum innbyrðis samræmi
við aðrar innri stefnur. Teymið vinnur þétt saman, en á líka
mikið samstarf við annað starfsfólk, vítt og breitt um fyrirtækið.
Í þessu teymi tekur þú þátt í að:
– móta stefnu fyrirtækisins og styðja við innleiðingu hennar
og umbótaverkefni
– marka sjálfbærniáherslur og samþætta við stefnu okkar
– móta upplýsingagjöf sem tengist sjálfbærni og samþætta
við almenn skilaboð okkar
– vakta breytingar í umhverfi okkar og hafa frumkvæði að viðbrögðum
Hæfni og reynsla:
– háskólamenntun sem nýtist í starfi
– góð samskiptahæfni og vilji til að vinna í teymi
– gott vald á íslensku og ensku, í ræðu og riti
– frumkvæði og skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til og með 8. desember
Sótt er um starfið hjá Hagvangi
hagvangur.is
Vilt þú vinna að
sjálfbærum heimi?
Starf