Fréttablaðið - 27.11.2021, Side 64
Sérfræðingur í rannsóknateymi
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Rannís er líflegur vinnustaður með um 60 sérfræðingum sem starfa eftir gildum stofnunarinnar: Áhrif, fagmennska og
samstarf. Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og
menningu og styðja þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum
og samstarfsmöguleikum. Rannís greinir og kynnir áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag og þjónustar
undirbúning vísinda- og tæknistefnu.
Sérfræðingur óskast í fullt starf hjá rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís. Starfið felur í sér umsjón
með tveimur fagráðum Rannsóknasjóðs; fagráði raunvísinda og stærðfræði og fagráði verkfræði og
tæknivísinda, umsjón með Loftslagssjóði og öðrum innlendum sjóðum og alþjóðlegum verkefnum á
þessum fagsviðum með sérstakri áherslu á umhverfismál.
Menntunar- og hæfniskröfur:
l Meistarapróf á sviði verkfræði eða raunvísinda er áskilið en doktorspróf er kostur
l Reynsla af rannsóknum ásamt þekkingu á rannsóknaumhverfi er skilyrði
l Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku bæði tal- og ritmáli
l Góð kunnátta í Norðurlandamáli er kostur
l Mjög góð færni í töflureikni er skilyrði ásamt færni í helstu Office forritum eða sambærilegu
l Mjög góð hæfni í greiningu og lausn vandamála er skilyrði
l Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt góðri samskiptafærni áskilin
l Metnaður til að ná árangri í starfi með því að sýna vönduð vinnubrögð, frumkvæði og veita
góða þjónustu
Upplýsingar um starfið veitir Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs,
í síma 515 5830 eða netfanginu agust.h.ingthorsson@rannis.is.
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, þriðjudaginn 30. nóvember 2021.
Sækja skal um á vefsíðu Rannís, www.rannis.is/starfsemi/laus-storf/.
Umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf og prófskírteini. Umsækjendur eru
beðnir um að kynna sér vel starfsemi sviðsins og sérstaklega Rannsóknasjóðs
(sjá handbók sjóðsins fyrir 2022 https://www.rannis.is/media/rannsoknasjodur
/Rsj_Handbok.pdf).
Borgartúni 30, 105 Reykjavík,
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Verkefnastjóri
innkaupa og sölu
Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landsamtök
björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi.
Félagið er ein stærstu samtök sjálfboðaliða á
Íslandi. Slysavarnafélagið Landsbjörg leitar að
reynslumiklum einstaklingi til að sjá um innkaup,
innflutning og sölu. Um 100% starf er að ræða.
Helstu verkefni eru:
• Hafa yfirumsjón með innkaupa- og sölumálum
félagsins.
• Sjá um samskipti við innlenda og erlenda birgja.
• Umsjón með framleiðslu, vöruþróun, innkaupum
og dreifingu flugelda.
• Vera tengiliður við einingar félagsins vegna
flugelda.
• Sinna ráðgjöf við kaup á vörum og búnaði fyrir
félagið og einingar þess.
• Almenn skrifstofuvinna.
• Önnur tilfallandi störf.
Hæfniskröfur:
• Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
• Reynsla af markaðs- og/eða sölustörfum.
• Þekking og reynsla af alþjóðaviðskiptum.
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
• Góð kunnátta í ensku.
• Liðshugsun og þekking á félagsstörfum.
• Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót
og þjónustulund.
• Þekking á starfsemi félagsins æskileg.
• Hreint sakavottorð.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar um starfið veitir Gunnar Stefánsson,
skrifstofustjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar,
í síma 570 5900 eða gunnar@landsbjorg.is
Umsóknir ásamt ferilskrá óskast sendar á netfangið
starf@landsbjorg.is fyrir 29. nóvember 2021.
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is
18 ATVINNUBLAÐIÐ 27. nóvember 2021 LAUGARDAGUR